Umfjöllun og viðtöl: Grótta - KA 27-24 | Einar Baldvin frábær í sigri Gróttu gegn KA Hjörvar Ólafsson skrifar 21. október 2023 17:28 Grótta hafði betur þegar liðið fékk KA í heimsókn í dag. Vísir/Hulda Margrét Grótta lagði KA að velli 27-24 þegar liðin áttust við í sjöundu umferð Olísdeildar karla í handbolta í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í dag. Gróttumenn hófu leikinn betur en hraður og vel útfærður sóknarleikur liðsins og góð markvarsla Einar Baldvins Baldvinssonar varð til þess að liðið komst í 9-5 um miðbik fyrri hálfleiks. Þá tóku KA-menn við sér og komu skikki á uppstilltan sóknarleik sinn. Norðanmenn komust yfir, 11-12, en í kjölfarið náðu heimamenn vopnum sínum á nýjan leik og Grótta var 16-14 yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrr og Grótta náði fimm marka forystu, 20-15. Það forskot létu Seltirningar ekki af hendi og nældu sér í stigin tvö. Róbert Gunnarsson á hliðarlínunni í leik hjá Gróttuliðinu. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Róbert: Fækkuðum tæknifeilum og héldum haus „Við náðum að halda uppi góðu tempói í þessum leik og fækkuðum tæknifeilunum hjá okkur umtalsvert frá síðustu leikjum okkar. Það var gott flæði í sóknarleiknum og við náðum að rúlla liðinu vel. Við vorum ávallt með ferska fætur inná og héldum haus alveg til enda,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu aðspurður um hvað hefði lagt grunninn að sigri Gróttuliðsins. „Svo varði Einar Baldvin auðvitað mjög vel í markinu og það færði okkur mörk úr hraðaupphlaupum og hröðum sóknum. Við viljum halda tempóinu háu hjá okkur og ég er ánægður með hvað við náðum að keyra vel á þá. Auðvitað komu kaflar þar sem við fórum aðeins fram úr okkur eins og gerist bara alltaf í handboltaleikjum. Heilt yfir er ég hins vegar mjög sáttur,“ sagði Róbert enn fremur. Halldór: Ekki sáttur við uppskeruna það sem af er „Þetta var skrýtinn leikur fannst mér. Við vorum að mínu mati betri aðilinn lungann úr leiknum en köstuðum þessu frá okkur í lok beggja hálfleikja með slæmum tæknifeilum og vondum ákvörðunum í sóknarleiknum. Við byrjuðum leikinn illa en komumst svo í takt og náðum forystunni um miðjan fyrri hálfleik. Þá tekur kafli þar sem við förum illa að ráði okkar,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, ósáttur. „Það var svo móment með okkur undir lok leiksins þar sem við hefðum getað jafnað en þá koma dýrir tæknifeilar sem fara með þett og því fór sem fór. Ég er ekki sáttur við uppskeruna það sem af er tímabilinu. Mér finnst við eiga að vera með átta til tíu stig en við breytum því ekki úr þessu. Nú er bara að bæta leik okkar enn frekar og fara að hala inn stigum,“ sagði Halldór Stefán um lokakafla leiksins og fyrstu sjö deildarlleiki sína við stjórnvöllinn hjá KA-liðinu. Eftir þessi úrslit eru Grótta, KA og Víking jöfn að stigum með sex stig hvert lið en liðinu sitja í sjöunda til níunda sæti deildarinnar. ÍBV og Fram eru þar fyrir ofan með sjö stig og Stjarnan og HK fyrir neðan með þrjú stig. Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA. Mynd/KA Af hverju vann Grótta? KA-menn réðu illa við hraðan og á lengstum kafla agaðan sóknarleik Gróttuliðsins. Leikurinn var fremur hraður og það hentaði Gróttuliðinu betur. Ferskir fætur Gróttu fóru með sigur af hólmi með reynslunni sem er ríkari hjá gestunum að norðan. Hverjir sköruðu fram úr? Einar Baldvin dró tennurnar úr skyttum KA-liðsins og varði heilt yfir mjög vel í leiknum. Þá var Ágúst Ingi Óskarsson afar góður. Stýrði tempóinu í sóknarleik Gróttu vel, skoraði sjö mörk og skapaði þó nokkuð af færum og mörkum fyrir samherja sína. Jakob Ingi Stefánsson og Hannes Grimm skoruðu svo sex mörk hver en Jakob Ingi naut góðs af þeim fjölda hraðaupphlaupa sem Grótta fékk og Hannes var lunkinn við að finna sér pláss á línunni. Hjá KA nýtti Ott Varik færin sín vel úr horninu og Bruno Bernat varði 14 skot. Þá skoraði Skarphéðinn Ívar Einarsson fjögur mörk úr þeim fjórum skotum sem hann tók. Hvað gekk illa? Skotnýting KA-manna var ekki góð en dæmi má taka að Einar Rafn Eiðsson þurfti 12 skot til þess að skora mörkin sín fimm. Þá var sóknarleikur liðsins á köflum frekar stirður og flæðið hefði mátt vera betra. Hvað gerist næst? KA sækir Víking heim í Safamýrina á miðvikudaginn kemur og Grótta heldur að Varmá í Mosfellsbænum á fimmtudagskvöldið. Olís-deild karla Grótta KA Handbolti
Grótta lagði KA að velli 27-24 þegar liðin áttust við í sjöundu umferð Olísdeildar karla í handbolta í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í dag. Gróttumenn hófu leikinn betur en hraður og vel útfærður sóknarleikur liðsins og góð markvarsla Einar Baldvins Baldvinssonar varð til þess að liðið komst í 9-5 um miðbik fyrri hálfleiks. Þá tóku KA-menn við sér og komu skikki á uppstilltan sóknarleik sinn. Norðanmenn komust yfir, 11-12, en í kjölfarið náðu heimamenn vopnum sínum á nýjan leik og Grótta var 16-14 yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrr og Grótta náði fimm marka forystu, 20-15. Það forskot létu Seltirningar ekki af hendi og nældu sér í stigin tvö. Róbert Gunnarsson á hliðarlínunni í leik hjá Gróttuliðinu. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Róbert: Fækkuðum tæknifeilum og héldum haus „Við náðum að halda uppi góðu tempói í þessum leik og fækkuðum tæknifeilunum hjá okkur umtalsvert frá síðustu leikjum okkar. Það var gott flæði í sóknarleiknum og við náðum að rúlla liðinu vel. Við vorum ávallt með ferska fætur inná og héldum haus alveg til enda,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu aðspurður um hvað hefði lagt grunninn að sigri Gróttuliðsins. „Svo varði Einar Baldvin auðvitað mjög vel í markinu og það færði okkur mörk úr hraðaupphlaupum og hröðum sóknum. Við viljum halda tempóinu háu hjá okkur og ég er ánægður með hvað við náðum að keyra vel á þá. Auðvitað komu kaflar þar sem við fórum aðeins fram úr okkur eins og gerist bara alltaf í handboltaleikjum. Heilt yfir er ég hins vegar mjög sáttur,“ sagði Róbert enn fremur. Halldór: Ekki sáttur við uppskeruna það sem af er „Þetta var skrýtinn leikur fannst mér. Við vorum að mínu mati betri aðilinn lungann úr leiknum en köstuðum þessu frá okkur í lok beggja hálfleikja með slæmum tæknifeilum og vondum ákvörðunum í sóknarleiknum. Við byrjuðum leikinn illa en komumst svo í takt og náðum forystunni um miðjan fyrri hálfleik. Þá tekur kafli þar sem við förum illa að ráði okkar,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, ósáttur. „Það var svo móment með okkur undir lok leiksins þar sem við hefðum getað jafnað en þá koma dýrir tæknifeilar sem fara með þett og því fór sem fór. Ég er ekki sáttur við uppskeruna það sem af er tímabilinu. Mér finnst við eiga að vera með átta til tíu stig en við breytum því ekki úr þessu. Nú er bara að bæta leik okkar enn frekar og fara að hala inn stigum,“ sagði Halldór Stefán um lokakafla leiksins og fyrstu sjö deildarlleiki sína við stjórnvöllinn hjá KA-liðinu. Eftir þessi úrslit eru Grótta, KA og Víking jöfn að stigum með sex stig hvert lið en liðinu sitja í sjöunda til níunda sæti deildarinnar. ÍBV og Fram eru þar fyrir ofan með sjö stig og Stjarnan og HK fyrir neðan með þrjú stig. Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA. Mynd/KA Af hverju vann Grótta? KA-menn réðu illa við hraðan og á lengstum kafla agaðan sóknarleik Gróttuliðsins. Leikurinn var fremur hraður og það hentaði Gróttuliðinu betur. Ferskir fætur Gróttu fóru með sigur af hólmi með reynslunni sem er ríkari hjá gestunum að norðan. Hverjir sköruðu fram úr? Einar Baldvin dró tennurnar úr skyttum KA-liðsins og varði heilt yfir mjög vel í leiknum. Þá var Ágúst Ingi Óskarsson afar góður. Stýrði tempóinu í sóknarleik Gróttu vel, skoraði sjö mörk og skapaði þó nokkuð af færum og mörkum fyrir samherja sína. Jakob Ingi Stefánsson og Hannes Grimm skoruðu svo sex mörk hver en Jakob Ingi naut góðs af þeim fjölda hraðaupphlaupa sem Grótta fékk og Hannes var lunkinn við að finna sér pláss á línunni. Hjá KA nýtti Ott Varik færin sín vel úr horninu og Bruno Bernat varði 14 skot. Þá skoraði Skarphéðinn Ívar Einarsson fjögur mörk úr þeim fjórum skotum sem hann tók. Hvað gekk illa? Skotnýting KA-manna var ekki góð en dæmi má taka að Einar Rafn Eiðsson þurfti 12 skot til þess að skora mörkin sín fimm. Þá var sóknarleikur liðsins á köflum frekar stirður og flæðið hefði mátt vera betra. Hvað gerist næst? KA sækir Víking heim í Safamýrina á miðvikudaginn kemur og Grótta heldur að Varmá í Mosfellsbænum á fimmtudagskvöldið.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik