Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2023 07:57 Bankman-Fried verður gerð refsing á næsta ári. AP/Seth Wenig Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. Hinn 31 árs gamli milljarðamæringur var handtekinn í gær eftir að FTX varð gjaldþrota. Hann á yfir höfði sér margra áratuga fangelsi en verður ekki gerð refsing fyrr en 28. mars á næsta ári. Eftir að niðurstaða í málinu lá fyrir sagði ríkissaksóknarinn Damian Williams í yfirlýsingu að Bankman-Fried hefði orðið uppvís að einum stærsta fjármálaglæpnum í sögu Bandaríkjanna, sem hefði miðað að því að gera hann að „konungi rafmyntanna“. Málið snérist um lygar og svik og þjófnað. Bankman-Fried var sakaður um að hafa logið að fjárfestum og lánastofnunum og stolið milljörðum dala í gegnum FTX, sem varð fyrirtækinu á endanum að falli. Hann sagðist saklaus af öllum ákæruliðum; hann hefði gert mistök en í góðri trú. Lögmaður Bankman-Fried sagðist virða niðurstöðu kviðdómsins en hún hefði engu að síður valdið vonbrigðum. Því hefur ekki verið svarað beint út hvort niðurstöðunni verði áfrýjað en lögmaðurinn sagði hins vegar að baráttunni væri ekki lokið. Þrír nánir vinir og samstarfsmenn Bankman-Fried, þeirra á meðal fyrrverandi kærasta hans, játuðu og samþykktu að bera vitni í málinu í von um vægari dóma. Þeim verður gerð refsing síðar. Gjaldþrot FTX Rafmyntir Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Hinn 31 árs gamli milljarðamæringur var handtekinn í gær eftir að FTX varð gjaldþrota. Hann á yfir höfði sér margra áratuga fangelsi en verður ekki gerð refsing fyrr en 28. mars á næsta ári. Eftir að niðurstaða í málinu lá fyrir sagði ríkissaksóknarinn Damian Williams í yfirlýsingu að Bankman-Fried hefði orðið uppvís að einum stærsta fjármálaglæpnum í sögu Bandaríkjanna, sem hefði miðað að því að gera hann að „konungi rafmyntanna“. Málið snérist um lygar og svik og þjófnað. Bankman-Fried var sakaður um að hafa logið að fjárfestum og lánastofnunum og stolið milljörðum dala í gegnum FTX, sem varð fyrirtækinu á endanum að falli. Hann sagðist saklaus af öllum ákæruliðum; hann hefði gert mistök en í góðri trú. Lögmaður Bankman-Fried sagðist virða niðurstöðu kviðdómsins en hún hefði engu að síður valdið vonbrigðum. Því hefur ekki verið svarað beint út hvort niðurstöðunni verði áfrýjað en lögmaðurinn sagði hins vegar að baráttunni væri ekki lokið. Þrír nánir vinir og samstarfsmenn Bankman-Fried, þeirra á meðal fyrrverandi kærasta hans, játuðu og samþykktu að bera vitni í málinu í von um vægari dóma. Þeim verður gerð refsing síðar.
Gjaldþrot FTX Rafmyntir Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira