Stiven vinnur aftur með Snorra: „Fyrsta sem hann gerði var að láta okkur hlaupa“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 15:00 Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands og Stiven Tobar Valencia, landsliðsmaður þekkjast vel frá fyrri tíð með Val. Vísir/Samsett mynd Stiven Tobar Valencia er bjartsýnn fyrir komandi tíma íslenska karlalandsliðsins í handbolta undir stjórn Snorra Stein Guðjónssonar sem stýrir í kvöld sínu fyrsta leik sem landsliðsþjálfari. Stiven, sem leikur með Benfica í Portúgal, þekkir vel til Snorra Steins frá fyrri tíð. Ísland tekur á móti Færeyjum í Laugardalshöll í kvöld. Um er að ræða fyrri leik liðanna sem munu síðan mætast aftur á morgun í seinni æfingarleik sínum. Hvernig lýst þér á komandi tíma með landsliðinu undir stjórn Snorra Steins? „Mér lýst bara mjög vel á þá. Ég þekki mjög vel til Snorra, veit hvernig handbolta hann vill að sín lið spili. Þá er þetta þjálfari sem þekkir einnig inn á styrkleika mína. Hann veit hvernig hann getur notað mig,“ segir Stiven Tobar. Ákveðnar áherslubreytingar hjá landsliðinu hafi komið inn með Snorra. „Fyrsta sem hann gerði var að láta okkur hlaupa. Maður sér að hann er að koma inn með sömu pælingar og hann var með hjá Val. Lætur okkur hlaupa mikið og vill að við keyrum dálítið á hraðann. Við erum með leikmenn til þess að fylgja því eftir. Það eru svona helstu breytingarnar sem ég hef tekið eftir í byrjun hans stjórnartíðar.“ Stiven hefur verið að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennsku með Benfica, einu af toppliðum Portúgal. Hann er enn að aðlagst lífinu úti, handboltanum, en lýst vel á framhaldið. „Þetta hefur verið aðeins öðruvísi en maður hafði upplifað hérna heima. Ég hafði vanist annars konar spilamennsku. Það hefur tekið sinn tíma að koma sér fyrir þarna úti, aðlagast þeim kerfum sem liðið spilar. En virkilega gaman og spennandi að fá tækifæri til þess að prófa sig áfram á þessu stigi.“ Finnur þú sem sagt fyrir miklum mun á þeim handbolta sem er spilaður úti í Portúgal, samanborið við þann handbolta sem spilaður er hér heima? „Já. Ég fæ ekki að keyra jafn mikið á hraðaupphlaupin eins og var raunin þegar að ég var hjá Val. Boltinn þarna úti er aðeins hægari.“ Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Ísland tekur á móti Færeyjum í Laugardalshöll í kvöld. Um er að ræða fyrri leik liðanna sem munu síðan mætast aftur á morgun í seinni æfingarleik sínum. Hvernig lýst þér á komandi tíma með landsliðinu undir stjórn Snorra Steins? „Mér lýst bara mjög vel á þá. Ég þekki mjög vel til Snorra, veit hvernig handbolta hann vill að sín lið spili. Þá er þetta þjálfari sem þekkir einnig inn á styrkleika mína. Hann veit hvernig hann getur notað mig,“ segir Stiven Tobar. Ákveðnar áherslubreytingar hjá landsliðinu hafi komið inn með Snorra. „Fyrsta sem hann gerði var að láta okkur hlaupa. Maður sér að hann er að koma inn með sömu pælingar og hann var með hjá Val. Lætur okkur hlaupa mikið og vill að við keyrum dálítið á hraðann. Við erum með leikmenn til þess að fylgja því eftir. Það eru svona helstu breytingarnar sem ég hef tekið eftir í byrjun hans stjórnartíðar.“ Stiven hefur verið að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennsku með Benfica, einu af toppliðum Portúgal. Hann er enn að aðlagst lífinu úti, handboltanum, en lýst vel á framhaldið. „Þetta hefur verið aðeins öðruvísi en maður hafði upplifað hérna heima. Ég hafði vanist annars konar spilamennsku. Það hefur tekið sinn tíma að koma sér fyrir þarna úti, aðlagast þeim kerfum sem liðið spilar. En virkilega gaman og spennandi að fá tækifæri til þess að prófa sig áfram á þessu stigi.“ Finnur þú sem sagt fyrir miklum mun á þeim handbolta sem er spilaður úti í Portúgal, samanborið við þann handbolta sem spilaður er hér heima? „Já. Ég fæ ekki að keyra jafn mikið á hraðaupphlaupin eins og var raunin þegar að ég var hjá Val. Boltinn þarna úti er aðeins hægari.“
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik