„Eina sem Snorri setur mikla áherslu á og við verðum bara að hlýða því“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. nóvember 2023 08:01 Viktor Gísli Hallgrímsson var sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í gær. Vísir/Hulda Margrét „39 mörk, það er allt í lagi,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir öruggan 39-24 sigur gegn Færeyjum í vináttulandsleik í gær. „Þetta var bara mjög gaman. Gaman að spila í dag og þetta var skemmtilegur handbolti sem við vorum að spila,“ bætti Viktor við. Sjálfur átti Viktor góðan leik og varði tuttugu skot í íslenska markinu, sem gerir 45 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann segir gott samstarf með vörninni vera lykilinn að sinni góðu frammistöðu. „Klárlega. Ég er með mjög gott samband við miðjublokkina, Arnar, Ými, Elliða og Arnar. Við vinnum þetta bara svolítið saman og það er ekkert mikið af einhverjum klikkuðum áherslum frá þjálfurunum nema bara að keyra boltann aftur í leik þegar við fáum mark á okkur. Við erum bara svolítið að fá að spila okkar leik.“ Íslenska liðið skoraði hátt í tuttugu mörk úr hraðaupphlaupum í leik gærkvöldsins og segir Viktor að það sé það sem koma skal hjá liðinu undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar, sem stýrði sínum fyrsta landsleik í gær. „Ég held að það sé planið. Þetta er svolítið nútímahandboltinn og við verðum að aðlaga okkur að því. Það er gaman að spila svona.“ „Frakkar eru kannski með besta landslið í heimi og þeir eru að spila svona þannig við erum kannski bara að herma eftir þeim,“ sagði Viktor léttur. „Við erum bara að spila hratt og spila skemmtilegan handbolta.“ Þá segist hann eiga von á meira af því sama í dag þegar Ísland og Færeyjar mætast aftur í Laugardalshöllinni. „Bara meira af því sama. Við megum ekkert slaka á í byrjun og við þurfum bara að koma okkur strax í gang og keyra hraðann upp.“ Hann segist einnig vera virkilega sáttur með það að liðið hafi haldið fætinum á bensíngjöfinni allan tíman þrátt fyrir að sigurinn hafi í rauninni verið kominn snemma í höfn í gær. „Það er bara ekki annað í boði. Það er það eina sem Snorri setur mikla áherslu á og við verðum bara að hlýða því. Ef við fáum svona mikið frelsi til að spila okkar leik þá verðum við bara að halda áfram að keyra, keyra keyra. Það er það sem þjálfarinn vill og við gerum það bara. Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:30 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
„Þetta var bara mjög gaman. Gaman að spila í dag og þetta var skemmtilegur handbolti sem við vorum að spila,“ bætti Viktor við. Sjálfur átti Viktor góðan leik og varði tuttugu skot í íslenska markinu, sem gerir 45 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann segir gott samstarf með vörninni vera lykilinn að sinni góðu frammistöðu. „Klárlega. Ég er með mjög gott samband við miðjublokkina, Arnar, Ými, Elliða og Arnar. Við vinnum þetta bara svolítið saman og það er ekkert mikið af einhverjum klikkuðum áherslum frá þjálfurunum nema bara að keyra boltann aftur í leik þegar við fáum mark á okkur. Við erum bara svolítið að fá að spila okkar leik.“ Íslenska liðið skoraði hátt í tuttugu mörk úr hraðaupphlaupum í leik gærkvöldsins og segir Viktor að það sé það sem koma skal hjá liðinu undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar, sem stýrði sínum fyrsta landsleik í gær. „Ég held að það sé planið. Þetta er svolítið nútímahandboltinn og við verðum að aðlaga okkur að því. Það er gaman að spila svona.“ „Frakkar eru kannski með besta landslið í heimi og þeir eru að spila svona þannig við erum kannski bara að herma eftir þeim,“ sagði Viktor léttur. „Við erum bara að spila hratt og spila skemmtilegan handbolta.“ Þá segist hann eiga von á meira af því sama í dag þegar Ísland og Færeyjar mætast aftur í Laugardalshöllinni. „Bara meira af því sama. Við megum ekkert slaka á í byrjun og við þurfum bara að koma okkur strax í gang og keyra hraðann upp.“ Hann segist einnig vera virkilega sáttur með það að liðið hafi haldið fætinum á bensíngjöfinni allan tíman þrátt fyrir að sigurinn hafi í rauninni verið kominn snemma í höfn í gær. „Það er bara ekki annað í boði. Það er það eina sem Snorri setur mikla áherslu á og við verðum bara að hlýða því. Ef við fáum svona mikið frelsi til að spila okkar leik þá verðum við bara að halda áfram að keyra, keyra keyra. Það er það sem þjálfarinn vill og við gerum það bara.
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:30 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:30
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik