Mahomes lýsti yfir áhuga á Ólympíuleikunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. nóvember 2023 12:44 Patrick Mahomes, tvöfaldur Ofurskálarmeistari með Kansas City Chiefs. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs í NFL deildinni, sagðist hafa áhuga á að spila fyrir bandaríska landsliðið á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Fánafótbolti verður ein af fimm nýjum ólympíuíþróttum það árið. Keppt verður í fánafótbolta (e. flag football) á Ólympíuleikunum 2028 í fyrsta skipti, hann er frábrugðinn þeim hefðbundna ameríska fótbolta sem iðkaður er í NFL deildinni. Leikmenn spila án hlífðarbúnaðar með fána festan í buxnastrenginn hangandi á sér. Í stað þess að leikur stöðvist með tæklingum er markmiðið að hrifsa fánann af leikmönnum. Auk fánafótbolta verður leikið í krikket, háfleik, skvassi og hafnarbolta/mjúkbolta í fyrsta skipti árið 2028. IOC Session approves @LA28’s proposal for 5⃣ additional sports:⚾Baseball/🥎softball, 🏏cricket, 🏈flag football, 🥍lacrosse and ⚫squash have been officially included as additional sports on the programme for the Olympic Games Los Angeles 2028. #LA28 pic.twitter.com/y7CLk2UEYx— The Olympic Games (@Olympics) October 16, 2023 NFL deildin studdi áætlanir Ólympíunefndarinnar og mun vinna með leikmannasamtökum deildarinnar að því að koma leikmönnum á leikanna 2028 með það að markmiði að auka útbreiðslu íþróttarinnar á alþjóðavísu. Patrick Mahomes ræddi við blaðamenn í Frankfurt, en lið hans leikur þar við Miami Dolphins á sunnudag. Þetta er í annað skipti sem NFL leikur fer fram í Þýskalandi. „Ekki spurning, ég hef áhuga á því að taka þátt. Ég hef séð fánafótbolta spilaðan og flestir þarna eru svolítið hraðari en ég. Þegar leikarnir verða haldnir verð ég orðinn 31, 32 ára gamall en vonandi get ég haldið í við þá og fleygt fótboltanum aðeins.“ „Bara ekki segja þjálfaranum [Andy] Reid eða framkvæmdastjóranum [Brett] Veach frá því“ bætti Mahomes við hlæjandi. Mike Tirico speaks with Casey Wasserman about the addition of flag football to the @LA28 Olympics. pic.twitter.com/zTtf08SCx6— NBC Olympics & Paralympics (@NBCOlympics) October 29, 2023 Mikil spenna og eftirvænting ríkir meðal aðdáenda NFL deildarinnar eftir að fréttirnar bárust að fánafótbolti yrði spilaður á leikunum. Ljóst er að líkt og í körfuboltanum gætu Bandaríkjamenn borið algjöra yfirburði kjósi þeir að gera það og ef marka má orð Mahomes er spenna meðal leikmanna að taka þátt. NFL Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Sjá meira
Keppt verður í fánafótbolta (e. flag football) á Ólympíuleikunum 2028 í fyrsta skipti, hann er frábrugðinn þeim hefðbundna ameríska fótbolta sem iðkaður er í NFL deildinni. Leikmenn spila án hlífðarbúnaðar með fána festan í buxnastrenginn hangandi á sér. Í stað þess að leikur stöðvist með tæklingum er markmiðið að hrifsa fánann af leikmönnum. Auk fánafótbolta verður leikið í krikket, háfleik, skvassi og hafnarbolta/mjúkbolta í fyrsta skipti árið 2028. IOC Session approves @LA28’s proposal for 5⃣ additional sports:⚾Baseball/🥎softball, 🏏cricket, 🏈flag football, 🥍lacrosse and ⚫squash have been officially included as additional sports on the programme for the Olympic Games Los Angeles 2028. #LA28 pic.twitter.com/y7CLk2UEYx— The Olympic Games (@Olympics) October 16, 2023 NFL deildin studdi áætlanir Ólympíunefndarinnar og mun vinna með leikmannasamtökum deildarinnar að því að koma leikmönnum á leikanna 2028 með það að markmiði að auka útbreiðslu íþróttarinnar á alþjóðavísu. Patrick Mahomes ræddi við blaðamenn í Frankfurt, en lið hans leikur þar við Miami Dolphins á sunnudag. Þetta er í annað skipti sem NFL leikur fer fram í Þýskalandi. „Ekki spurning, ég hef áhuga á því að taka þátt. Ég hef séð fánafótbolta spilaðan og flestir þarna eru svolítið hraðari en ég. Þegar leikarnir verða haldnir verð ég orðinn 31, 32 ára gamall en vonandi get ég haldið í við þá og fleygt fótboltanum aðeins.“ „Bara ekki segja þjálfaranum [Andy] Reid eða framkvæmdastjóranum [Brett] Veach frá því“ bætti Mahomes við hlæjandi. Mike Tirico speaks with Casey Wasserman about the addition of flag football to the @LA28 Olympics. pic.twitter.com/zTtf08SCx6— NBC Olympics & Paralympics (@NBCOlympics) October 29, 2023 Mikil spenna og eftirvænting ríkir meðal aðdáenda NFL deildarinnar eftir að fréttirnar bárust að fánafótbolti yrði spilaður á leikunum. Ljóst er að líkt og í körfuboltanum gætu Bandaríkjamenn borið algjöra yfirburði kjósi þeir að gera það og ef marka má orð Mahomes er spenna meðal leikmanna að taka þátt.
NFL Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik