Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Heimir Már Pétursson skrifar 13. nóvember 2023 11:29 Samdra Pepere, framkvæmdastjóri Kyn, Konur og lýðræði í Bandaríkjunum og Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþingsins ræða við íslenskar forystukonur við upphaf Heimsþings kvenleiðtoga í Hörpu í morgun. Stöð 2/Sigurjón Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Dr. Geeta Rao Gupta sendiherra jafnréttismála frá Bandaríkjunum, Irene Fellin fulltrúi NATO fyrir konur, frið og öryggi, Lopa Banerjee framkvæmdastjóri hjá UN Women, Dalia Grybauskaite fyrrverandi forseti Litháen, Iris Mwanza aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Bill and Melinda Gates Stofnunarinnar ásamt mörgum fleirum taka einnig þátt í þinginu sem lýkur seinni partinn á morgun. Fimm hundruð konur frá 80 löndum sækja heimsþingið að þessu sinni.Stöð 2/Sigurjón Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í Hörpu í samstarfi við Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. Hanna Birna Kristjánsdóttir stofnandi og stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga í Reykjavík.Vísir Hann Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður heimsþingsins og stofnandi þess segir aðgerðir og lausnir vera meginviðfangsefnið að þessu sinni. „Og við erum núna hér 500 konur frá 80 löndum alls staðar að úr heiminum að ræða hvernig við getum fært okkur semsagt frá því að ræða vandamálið yfir í raunverulegar aðgerðir,“ segir Hanna Birna. Katrín Jakobsdóttir, Kristrún Frostadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tóku þátt í umræðum í upphafi Heimsþingsins í morgun.Stöð 2/Sigurjón Leiðtogahópurinn hafi sameinast um fjórar aðgerðir sem mestu máli skipti og sem byggi á reynslunni á Íslandi. „Það er áhersla á að launajafnrétti sé tryggt, áhersla á að jafn margar konur séu í forystu og karlar, áhersla á jafnt fæðingarorlof fyrir foreldra og leiðir til að útrýma kynbundnu ofbeldi,“ segir stjórnarformaðurinn. Það vekur athygli að hin heimsfræga kvikmyndaleikkona Ashley Judd sækir þingið að þessu sinni. Hanna Birna segir þingið viðburð sem Judd hafi þótt mikilvægt að sækja, enda einn af fáum ef ekki eini viðburðurinn í heiminum þar sem kvenleiðtogar komi saman. Ashley Judd var refsað með verkefnaleysi þegar hún steig fram til að vekja athygli á kynferðisofbeldi gegn konum í kvikmyndaheiminum.Getty/Noam Gala „Hún er auðvitað sú sem að steig mjög ákveðið fram og var og var í forystu fyrir Me Too hreyfingunni í Bandaríkjunum á sínum tíma. Þannig að það er ástæðan fyrir því að hún er hér. Hún er að deila sinni reynslu af því að vera kona í framlínu sem tekur slíkan slag,“ segir Hanna Birna. Á hverju þingi er birtur svo kallaður Reykjavík index, sem er viðhorfsmæling til kvenna í forystuhlutverkum og þar mælist afturkippur. „Ef eitthvað er þá erum við að sjá að viðhorfin eru að verða neikvæðari gagnvart konum í leiðtogahlutverki. Þannig að við eigum því miður langt í land, en aftur þá erum við hér að leggja áherslu á lausnir,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir. Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Harpa Tengdar fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Heimsþing kvenleiðtoga hefst í dag í Hörpu og taka yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá áttatíu löndum þátt í ár. Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í samstarfi Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. 13. nóvember 2023 09:34 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Dr. Geeta Rao Gupta sendiherra jafnréttismála frá Bandaríkjunum, Irene Fellin fulltrúi NATO fyrir konur, frið og öryggi, Lopa Banerjee framkvæmdastjóri hjá UN Women, Dalia Grybauskaite fyrrverandi forseti Litháen, Iris Mwanza aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Bill and Melinda Gates Stofnunarinnar ásamt mörgum fleirum taka einnig þátt í þinginu sem lýkur seinni partinn á morgun. Fimm hundruð konur frá 80 löndum sækja heimsþingið að þessu sinni.Stöð 2/Sigurjón Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í Hörpu í samstarfi við Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. Hanna Birna Kristjánsdóttir stofnandi og stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga í Reykjavík.Vísir Hann Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður heimsþingsins og stofnandi þess segir aðgerðir og lausnir vera meginviðfangsefnið að þessu sinni. „Og við erum núna hér 500 konur frá 80 löndum alls staðar að úr heiminum að ræða hvernig við getum fært okkur semsagt frá því að ræða vandamálið yfir í raunverulegar aðgerðir,“ segir Hanna Birna. Katrín Jakobsdóttir, Kristrún Frostadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tóku þátt í umræðum í upphafi Heimsþingsins í morgun.Stöð 2/Sigurjón Leiðtogahópurinn hafi sameinast um fjórar aðgerðir sem mestu máli skipti og sem byggi á reynslunni á Íslandi. „Það er áhersla á að launajafnrétti sé tryggt, áhersla á að jafn margar konur séu í forystu og karlar, áhersla á jafnt fæðingarorlof fyrir foreldra og leiðir til að útrýma kynbundnu ofbeldi,“ segir stjórnarformaðurinn. Það vekur athygli að hin heimsfræga kvikmyndaleikkona Ashley Judd sækir þingið að þessu sinni. Hanna Birna segir þingið viðburð sem Judd hafi þótt mikilvægt að sækja, enda einn af fáum ef ekki eini viðburðurinn í heiminum þar sem kvenleiðtogar komi saman. Ashley Judd var refsað með verkefnaleysi þegar hún steig fram til að vekja athygli á kynferðisofbeldi gegn konum í kvikmyndaheiminum.Getty/Noam Gala „Hún er auðvitað sú sem að steig mjög ákveðið fram og var og var í forystu fyrir Me Too hreyfingunni í Bandaríkjunum á sínum tíma. Þannig að það er ástæðan fyrir því að hún er hér. Hún er að deila sinni reynslu af því að vera kona í framlínu sem tekur slíkan slag,“ segir Hanna Birna. Á hverju þingi er birtur svo kallaður Reykjavík index, sem er viðhorfsmæling til kvenna í forystuhlutverkum og þar mælist afturkippur. „Ef eitthvað er þá erum við að sjá að viðhorfin eru að verða neikvæðari gagnvart konum í leiðtogahlutverki. Þannig að við eigum því miður langt í land, en aftur þá erum við hér að leggja áherslu á lausnir,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Harpa Tengdar fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Heimsþing kvenleiðtoga hefst í dag í Hörpu og taka yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá áttatíu löndum þátt í ár. Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í samstarfi Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. 13. nóvember 2023 09:34 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Heimsþing kvenleiðtoga hefst í dag í Hörpu og taka yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá áttatíu löndum þátt í ár. Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í samstarfi Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. 13. nóvember 2023 09:34