Umfjöllun: Portúgal - Ísland 2-0 | Tap gegn fullkomna liðinu og óvíst hvað tekur við Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2023 22:30 Sverrir Ingi Ingason til varnar gegn Cristiano Ronaldo í Lissabon í kvöld. EPA-EFE/MIGUEL A. LOPES Ísland lék í kvöld sinn síðasta leik í undankeppninni fyrir EM 2024 í fótbolta er liðið sótti Portúgal heim. Heimamenn unnu 2-0 sigur og áttu því fullkomna undankeppni en þeir unnu alla tíu leiki sína. Ísland endaði í 4. sæti J-riðils með tíu stig. Bruno Fernandes kom Portúgal yfir í fyrri hálfleik með góðu skoti af vítateigslínunni og Ricardo Horta bætti við seinna markinu um miðjan seinni hálfleik þegar hann fylgdi á eftir skotum Joao Felix og Cristiano Ronaldo. Nú tekur við bið hjá íslenska liðinu eftir því að vita hvort það fer í umspil í lok mars um síðustu sætin á EM, og hverjir andstæðingar liðsins verða þar. Þau mál skýrast betur á morgun en ljóst er að Ísland fer í umspil nema að Moldóva vinni útisigur gegn Tékklandi í E-riðli. Andri Lucas Guðjohnsen og Orri Steinn Óskarsson komu inn á í seinni hálfleik og hér skallar Andri boltann.EPA-EFE/RODRIGO ANTUNES Möguleikinn góði á umspilinu (þar sem líklegast er að Ísrael yrði mótherji Íslands í undanúrslitum) er aðeins til vegna árangurs Íslands í síðustu Þjóðadeild, sem lauk fyrir fjórtán mánuðum. Uppskeran í undankeppni EM er hins vegar afar rýr, eða tíu stig og þar af sex úr leikjum við Liechtenstein. Ísland endaði heilum tólf stigum frá því að komast beint á EM – á eftir Slóvakíu sem fylgir Portúgal á mótið. Miðað við hvað íslenska liðið var heppið með undanriðil er því erfitt að sjá það eiga nokkuð erindi á EM en hlutirnir geta verið fljótir að breytast í fótbolta, sérstaklega ef bestu leikmenn Íslands verða allir til taks í mars. Í kvöld vantaði til að mynda Gylfa, Aron Einar, Hákon, Albert og fleiri. Þrátt fyrir þessi forföll, og 2-0 tap, var frammistaðan í kvöld hins vegar mun bjartari en í Slóvakíu á fimmtudaginn. Varnarleikur íslenska liðsins, sem var mikið breytt, var kraftmikill og þéttur, með nýja markvörðinn Hákon Rafn Valdimarsson afar öruggan og framtakssaman lengst af í markinu. Og þrátt fyrir að vera að spila á útivelli gegn einu albesta landsliði heims fékk íslenska liðið sína sénsa fram á við. Þannig minnti leikurinn á gamla, góða tíma, þegar Ísland átti roð í bestu liðin, nema hvað þá var vörnin enn þéttari og liðið einstakt í að nýta fáa sénsa til að skapa sigra. Guðmundur Þórarinsson og Hjörtur Hermannsson komu inn í íslensku vörnina og komust báðir mjög vel frá sínu. Þrátt fyrir stífa pressu Portúgals í upphafi leiks þá tókst Íslandi einhvern veginn að halda heimamönnum í skefjum og Arnór Sigurðsson fékk svo tvö ágæt skotfæri á hinum enda vallarins. Bruno Fernandes skoraði fyrra mark Portúgals með góðu skoti. Hér er Hjörtur Hermannsson til varnar gegn United-fyrirliðanum.EPA-EFE/RODRIGO ANTUNES Samt hafði maður alltaf á tilfinningunni að það kæmi portúgalskt mark og það gerðist á 37. mínútu, án þess að legið hefði á íslenska liðinu á þeim kafla, þegar Bruno Fernandes skoraði með góðu skoti. Ronaldo gerði sitt besta til að bæta við marki áður en flautað var til hálfleiks, vel studdur á sínum gamla heimavelli, en komst lítt áleiðis. Íslenska liðið hélt svo áfram góðri frammistöðu í seinni hálfleik og með þrefaldri skiptingu á 60. mínútu kom mikill aukakraftur, og Ísland skapaði sér stöður framarlega á vellinum þar sem lítið vantaði upp á. En í staðinn kom seinna mark Portúgals, eftir einu mistök Hákons Rafns í leiknum þegar hann missti spyrnu Joao Felix út í teiginn, og varamaðurinn Ricardo Horta skoraði. Í uppbótartíma munaði minnstu að Ísland minnkaði muninn þegar Orri Steinn átti skot af stuttu færi, og Arnór Ingvi skot sem fór af varnarmanni í þverslána og út. Það breytir því ekki að frammistaða kvöldsins gefur á ný ákveðna von um að Ísland eigi eitthvað erindi í umspilið í lok mars, og Evrópumótið næsta sumar. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta
Ísland lék í kvöld sinn síðasta leik í undankeppninni fyrir EM 2024 í fótbolta er liðið sótti Portúgal heim. Heimamenn unnu 2-0 sigur og áttu því fullkomna undankeppni en þeir unnu alla tíu leiki sína. Ísland endaði í 4. sæti J-riðils með tíu stig. Bruno Fernandes kom Portúgal yfir í fyrri hálfleik með góðu skoti af vítateigslínunni og Ricardo Horta bætti við seinna markinu um miðjan seinni hálfleik þegar hann fylgdi á eftir skotum Joao Felix og Cristiano Ronaldo. Nú tekur við bið hjá íslenska liðinu eftir því að vita hvort það fer í umspil í lok mars um síðustu sætin á EM, og hverjir andstæðingar liðsins verða þar. Þau mál skýrast betur á morgun en ljóst er að Ísland fer í umspil nema að Moldóva vinni útisigur gegn Tékklandi í E-riðli. Andri Lucas Guðjohnsen og Orri Steinn Óskarsson komu inn á í seinni hálfleik og hér skallar Andri boltann.EPA-EFE/RODRIGO ANTUNES Möguleikinn góði á umspilinu (þar sem líklegast er að Ísrael yrði mótherji Íslands í undanúrslitum) er aðeins til vegna árangurs Íslands í síðustu Þjóðadeild, sem lauk fyrir fjórtán mánuðum. Uppskeran í undankeppni EM er hins vegar afar rýr, eða tíu stig og þar af sex úr leikjum við Liechtenstein. Ísland endaði heilum tólf stigum frá því að komast beint á EM – á eftir Slóvakíu sem fylgir Portúgal á mótið. Miðað við hvað íslenska liðið var heppið með undanriðil er því erfitt að sjá það eiga nokkuð erindi á EM en hlutirnir geta verið fljótir að breytast í fótbolta, sérstaklega ef bestu leikmenn Íslands verða allir til taks í mars. Í kvöld vantaði til að mynda Gylfa, Aron Einar, Hákon, Albert og fleiri. Þrátt fyrir þessi forföll, og 2-0 tap, var frammistaðan í kvöld hins vegar mun bjartari en í Slóvakíu á fimmtudaginn. Varnarleikur íslenska liðsins, sem var mikið breytt, var kraftmikill og þéttur, með nýja markvörðinn Hákon Rafn Valdimarsson afar öruggan og framtakssaman lengst af í markinu. Og þrátt fyrir að vera að spila á útivelli gegn einu albesta landsliði heims fékk íslenska liðið sína sénsa fram á við. Þannig minnti leikurinn á gamla, góða tíma, þegar Ísland átti roð í bestu liðin, nema hvað þá var vörnin enn þéttari og liðið einstakt í að nýta fáa sénsa til að skapa sigra. Guðmundur Þórarinsson og Hjörtur Hermannsson komu inn í íslensku vörnina og komust báðir mjög vel frá sínu. Þrátt fyrir stífa pressu Portúgals í upphafi leiks þá tókst Íslandi einhvern veginn að halda heimamönnum í skefjum og Arnór Sigurðsson fékk svo tvö ágæt skotfæri á hinum enda vallarins. Bruno Fernandes skoraði fyrra mark Portúgals með góðu skoti. Hér er Hjörtur Hermannsson til varnar gegn United-fyrirliðanum.EPA-EFE/RODRIGO ANTUNES Samt hafði maður alltaf á tilfinningunni að það kæmi portúgalskt mark og það gerðist á 37. mínútu, án þess að legið hefði á íslenska liðinu á þeim kafla, þegar Bruno Fernandes skoraði með góðu skoti. Ronaldo gerði sitt besta til að bæta við marki áður en flautað var til hálfleiks, vel studdur á sínum gamla heimavelli, en komst lítt áleiðis. Íslenska liðið hélt svo áfram góðri frammistöðu í seinni hálfleik og með þrefaldri skiptingu á 60. mínútu kom mikill aukakraftur, og Ísland skapaði sér stöður framarlega á vellinum þar sem lítið vantaði upp á. En í staðinn kom seinna mark Portúgals, eftir einu mistök Hákons Rafns í leiknum þegar hann missti spyrnu Joao Felix út í teiginn, og varamaðurinn Ricardo Horta skoraði. Í uppbótartíma munaði minnstu að Ísland minnkaði muninn þegar Orri Steinn átti skot af stuttu færi, og Arnór Ingvi skot sem fór af varnarmanni í þverslána og út. Það breytir því ekki að frammistaða kvöldsins gefur á ný ákveðna von um að Ísland eigi eitthvað erindi í umspilið í lok mars, og Evrópumótið næsta sumar.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti