Leik lokið: FH - Grótta 31-24 | Hafnfirðingar tryggðu sér toppsætið Kári Mímisson skrifar 22. nóvember 2023 21:04 FH Haukar Olísdeild karla 2023 vísir/vilhelm FH tók á móti Gróttu í 10. umferð Olís-deildar karla nú í kvöld. Fyrir leikinn átti FH möguleika á að tylla sér á toppinn á meðan Grótta gat með sigri fjarlægt sig frá fallsvæðinu. Það var hins vegar ljóst snemma leiks að FH-ingar ætluðu sér á toppinn og fór svo að lokum að liðið vann afar sannfærandi 7 marka sigur 31-24. Leikurinn fór hratt af stað og greinilegt að bæði lið vildu keyra upp hraðan strax í upphafi leiks. Ágúst Ingi Óskarsson skoraði fyrsta mark leiksins og kom gestunum yfir en Aron Pálmarsson jafnaði strax í kjölfarið og eftir það byrjaði strax að skilja milli liðanna. Hægt og rólega tóku FH-ingar öll völd á vellinum og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður skoraði FH þrjú mörk með skömmu millibili og kom stöðunni í 10-5. Lærisveinar Róberts Gunnarssonar reyndu áfram að keyra upp hraðann í leiknum og sýndu oft á tíðum ágætis tilþrif en því miður áttu þeir lítið roð gegn sterkri sókn FH ásamt því gera allt of marga tæknifeila. Daníel Freyr Andrésson stóð í marki FH varði 9 skot í fyrri hálfleik og fór oft ansi illa með gestina. Staðan í hálfleik 18-12 fyrir heimamenn. FH hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik tókst að halda góðri fjarlægð frá gestunum sem þó héldu áfram að eiga sín tilþrif. Einar Baldvin Baldvinsson fór að verja ágætlega í marki Gróttu en því miður var það ekki nóg því áfram gekk liðinu illa sóknarlega og tapaði hverjum boltanum á fætur öðrum. Heimamenn sigldu þessu ansi þægilega í höfn síðustu 15 mínúturnar og Sigursteinn Arndal gat gefið nokkrum ungum drengjum mínútur undir lokin. Lokatölur hér í Hafnarfirði 31-24 fyrir FH. Atkvæðamestur hjá FH var Einar Bragi Aðalsteinsson með sjö mörk úr tíu skotum. Næstur á eftir honum voru það þeir Jóhannes Berg Andrason og Einar Örn Sindrason með fimm mörk hvor. Hjá gestunum var það Jakob Ingi Stefánsson sem var markahæstur með 7 mörk úr 9 skotum. Jakob átti mjög góðan dag fyrir Gróttu og skoraði nokkur glæsileg mörk úr vinstra horninu. Daníel Freyr Andrésson stóð að mestu í marki FH í dag og varði 14 bolta (42.4 prósent) og Axel Hreinn Hilmisson fékk aðeins að spreyta sig undir lokin og varði tvo bolta (28.6 prósent) Markverðir Gróttu áttu fína leiki í dag. Einar Baldvin spilaði meirihluta leiksins og varði 11 skot (32.4 prósent) og hinn japanski Shuhei Narayama varði 6 skot (42.9 prósent) þar af eitt vítakast. Af hverju vann FH? FH liðið er talsvert sterkara en liðið gerði þetta mjög fagmannlega með þessari frammistöðu hér í dag. Grótta spilar oft upp á allt eða ekkert og því miður fyrir þá í dag var það ekkert. FH voru talsvert sterkari sóknarlega og markverðir Gróttu sáu til þess að ekki fór verr. Hverjir stóðu upp úr? Einar Bragi Aðalsteinsson var stórkostlegur í dag, bæði varnarlega og sóknarlega. Daníel Freyr átti svo mjög fínan leik fyrir FH sérstaklega í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Ég missti tölu á því hversu oft Grótta tapaði boltanum ansi snemma leiks. Liðið var með allt of mikið af tæknifeilum í dag. Hvað gerist næst? Það er alvöru verkefni hjá um helgina en liðið leikur næst á laugardaginn klukkan 16:00 gegn Sezoens Achilles Bocholt frá Belgíu í þriðju umferð Evrópubikars karla. Grótta tekur á móti botnliði Selfoss í næstu umferð en sá leikur er á fimmtudaginn eftir viku og hefst klukkan 19:30. Olís-deild karla FH Grótta
FH tók á móti Gróttu í 10. umferð Olís-deildar karla nú í kvöld. Fyrir leikinn átti FH möguleika á að tylla sér á toppinn á meðan Grótta gat með sigri fjarlægt sig frá fallsvæðinu. Það var hins vegar ljóst snemma leiks að FH-ingar ætluðu sér á toppinn og fór svo að lokum að liðið vann afar sannfærandi 7 marka sigur 31-24. Leikurinn fór hratt af stað og greinilegt að bæði lið vildu keyra upp hraðan strax í upphafi leiks. Ágúst Ingi Óskarsson skoraði fyrsta mark leiksins og kom gestunum yfir en Aron Pálmarsson jafnaði strax í kjölfarið og eftir það byrjaði strax að skilja milli liðanna. Hægt og rólega tóku FH-ingar öll völd á vellinum og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður skoraði FH þrjú mörk með skömmu millibili og kom stöðunni í 10-5. Lærisveinar Róberts Gunnarssonar reyndu áfram að keyra upp hraðann í leiknum og sýndu oft á tíðum ágætis tilþrif en því miður áttu þeir lítið roð gegn sterkri sókn FH ásamt því gera allt of marga tæknifeila. Daníel Freyr Andrésson stóð í marki FH varði 9 skot í fyrri hálfleik og fór oft ansi illa með gestina. Staðan í hálfleik 18-12 fyrir heimamenn. FH hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik tókst að halda góðri fjarlægð frá gestunum sem þó héldu áfram að eiga sín tilþrif. Einar Baldvin Baldvinsson fór að verja ágætlega í marki Gróttu en því miður var það ekki nóg því áfram gekk liðinu illa sóknarlega og tapaði hverjum boltanum á fætur öðrum. Heimamenn sigldu þessu ansi þægilega í höfn síðustu 15 mínúturnar og Sigursteinn Arndal gat gefið nokkrum ungum drengjum mínútur undir lokin. Lokatölur hér í Hafnarfirði 31-24 fyrir FH. Atkvæðamestur hjá FH var Einar Bragi Aðalsteinsson með sjö mörk úr tíu skotum. Næstur á eftir honum voru það þeir Jóhannes Berg Andrason og Einar Örn Sindrason með fimm mörk hvor. Hjá gestunum var það Jakob Ingi Stefánsson sem var markahæstur með 7 mörk úr 9 skotum. Jakob átti mjög góðan dag fyrir Gróttu og skoraði nokkur glæsileg mörk úr vinstra horninu. Daníel Freyr Andrésson stóð að mestu í marki FH í dag og varði 14 bolta (42.4 prósent) og Axel Hreinn Hilmisson fékk aðeins að spreyta sig undir lokin og varði tvo bolta (28.6 prósent) Markverðir Gróttu áttu fína leiki í dag. Einar Baldvin spilaði meirihluta leiksins og varði 11 skot (32.4 prósent) og hinn japanski Shuhei Narayama varði 6 skot (42.9 prósent) þar af eitt vítakast. Af hverju vann FH? FH liðið er talsvert sterkara en liðið gerði þetta mjög fagmannlega með þessari frammistöðu hér í dag. Grótta spilar oft upp á allt eða ekkert og því miður fyrir þá í dag var það ekkert. FH voru talsvert sterkari sóknarlega og markverðir Gróttu sáu til þess að ekki fór verr. Hverjir stóðu upp úr? Einar Bragi Aðalsteinsson var stórkostlegur í dag, bæði varnarlega og sóknarlega. Daníel Freyr átti svo mjög fínan leik fyrir FH sérstaklega í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Ég missti tölu á því hversu oft Grótta tapaði boltanum ansi snemma leiks. Liðið var með allt of mikið af tæknifeilum í dag. Hvað gerist næst? Það er alvöru verkefni hjá um helgina en liðið leikur næst á laugardaginn klukkan 16:00 gegn Sezoens Achilles Bocholt frá Belgíu í þriðju umferð Evrópubikars karla. Grótta tekur á móti botnliði Selfoss í næstu umferð en sá leikur er á fimmtudaginn eftir viku og hefst klukkan 19:30.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik