Hvernig hefur aukin fræðsla áhrif á ungmenni? Vigdis Kristin Rohleder skrifar 2. desember 2023 09:01 Fræðsla getur þjónað sem öflugt tæki í baráttu gegn ofbeldi, einkum kynbundnu ofbeldi hjá ungmennum. Með aukinni fræðslu er hægt að efla vitund, stuðla að jafnrétti, þróa gagnrýna hugsun og miðla þekkingu og tilheyrandi verkfærum sem þarf til að skapa öruggara samfélag. Fræðsla getur veitt ungmennum þekkingu og upplýsingar um mikilvægi jafnréttis kynjanna þar sem öll kyn njóta góðs af kynjajafnrétti. Skólar geta staðið að herferðum til að hjálpa nemendum að skilja og gera grein fyrir mismunandi tegundum kynbundins ofbeldis. Nemendur sem skilja og skynja valdbeitingu geta betur staðið gegn henni. Fræðsla ýtir undir gagnrýna hugsun sem gerir einstaklingum kleift að efast um samfélagsleg viðmið og ögra skaðlegum viðhorfum sem viðhalda kynbundnu ofbeldi. Gagnrýnin hugsun getur gert nemendum kleift að greina og fyrirbyggja grunnorsakir kynbundins ofbeldis og stuðlað að upplýstara samfélagi þar sem samkennd er ríkjandi. Með aukinni kynfræðslu geta nemendur lært um samþykki og grundvallaratriði heilbrigðra samskipta. Með því að efla jákvæð gildi í samböndum hjálpar fræðsla að skapa menningu sem hafnar neikvæðri hegðun og ýtir undir virðingu og skilning. Með aukinni þjálfun kennara og starfsfólks getum við bætt stuðningsnet þolenda. Með bættum viðbrögðum kennara og starfsmanna þegar tilkynning um ofbeldi á sér stað geta ungmenni frekar treyst á að þau fái þá aðstoð sem þau þurfa. Ungmenni sem fá fræðslu um virðingarfull sambönd eru líklegri til að bera þessi gildi inn í sín fullorðinsár og slíta vítahring ofbeldis sem hefur fylgt kynslóð eftir kynslóð. Með því að kenna ágreinings- og samskiptafærni stuðlar fræðsla að því að skapa samfélag sem metur athafnir án ofbeldis til að leysa deilur. Í samfélaginu í dag eru í gangi ýmis átök og herferðir sem miða að því að binda enda á kyndbundið ofbeldi en til að skilaboðin nái til allra ungmenna þarf að miðla þeim á stærra sviði. Við krefjumst aukinnar fræðslu í skólum, aukinna (virðingarfullra) umræðna og að stofnanir samfélagsins grípi til frekari aðgerða til að binda enda á ofbeldi, einkum kynbundið ofbeldi. Látum fræðslu ekki vera val heldur skyldu til að byggja upp öruggt umhverfi. Með bættri fræðslu getur komandi kynslóð stuðlað að bættu samfélagi. Höfundur er varaforseti ungmennaráðs UN Women á Íslandi. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Fræðsla getur þjónað sem öflugt tæki í baráttu gegn ofbeldi, einkum kynbundnu ofbeldi hjá ungmennum. Með aukinni fræðslu er hægt að efla vitund, stuðla að jafnrétti, þróa gagnrýna hugsun og miðla þekkingu og tilheyrandi verkfærum sem þarf til að skapa öruggara samfélag. Fræðsla getur veitt ungmennum þekkingu og upplýsingar um mikilvægi jafnréttis kynjanna þar sem öll kyn njóta góðs af kynjajafnrétti. Skólar geta staðið að herferðum til að hjálpa nemendum að skilja og gera grein fyrir mismunandi tegundum kynbundins ofbeldis. Nemendur sem skilja og skynja valdbeitingu geta betur staðið gegn henni. Fræðsla ýtir undir gagnrýna hugsun sem gerir einstaklingum kleift að efast um samfélagsleg viðmið og ögra skaðlegum viðhorfum sem viðhalda kynbundnu ofbeldi. Gagnrýnin hugsun getur gert nemendum kleift að greina og fyrirbyggja grunnorsakir kynbundins ofbeldis og stuðlað að upplýstara samfélagi þar sem samkennd er ríkjandi. Með aukinni kynfræðslu geta nemendur lært um samþykki og grundvallaratriði heilbrigðra samskipta. Með því að efla jákvæð gildi í samböndum hjálpar fræðsla að skapa menningu sem hafnar neikvæðri hegðun og ýtir undir virðingu og skilning. Með aukinni þjálfun kennara og starfsfólks getum við bætt stuðningsnet þolenda. Með bættum viðbrögðum kennara og starfsmanna þegar tilkynning um ofbeldi á sér stað geta ungmenni frekar treyst á að þau fái þá aðstoð sem þau þurfa. Ungmenni sem fá fræðslu um virðingarfull sambönd eru líklegri til að bera þessi gildi inn í sín fullorðinsár og slíta vítahring ofbeldis sem hefur fylgt kynslóð eftir kynslóð. Með því að kenna ágreinings- og samskiptafærni stuðlar fræðsla að því að skapa samfélag sem metur athafnir án ofbeldis til að leysa deilur. Í samfélaginu í dag eru í gangi ýmis átök og herferðir sem miða að því að binda enda á kyndbundið ofbeldi en til að skilaboðin nái til allra ungmenna þarf að miðla þeim á stærra sviði. Við krefjumst aukinnar fræðslu í skólum, aukinna (virðingarfullra) umræðna og að stofnanir samfélagsins grípi til frekari aðgerða til að binda enda á ofbeldi, einkum kynbundið ofbeldi. Látum fræðslu ekki vera val heldur skyldu til að byggja upp öruggt umhverfi. Með bættri fræðslu getur komandi kynslóð stuðlað að bættu samfélagi. Höfundur er varaforseti ungmennaráðs UN Women á Íslandi. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun