Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 29-32 | Aron skoraði fimmtán í stórleiknum Kári Mímisson skrifar 7. desember 2023 23:10 Aron Pálmarsson fór á kostum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét FH-ingar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-32. Aron Pálmarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán mörk fyrir Hafnfirðinga. 12. umferð Olís deildar karla í handbolta hófst í dag með stórleik Aftureldingar og FH í íþróttahúsinu við Varmá. Fyrir leikinn sat FH á toppnum með 19 stig á meðan Afturelding var í þriðja sæti með 15 stig en hafði þó leikið einum leik færri heldur en FH. Svo fór að lokum að FH vann þriggja marka sigur eftir stórskemmtilegan leik í Mosfellsbæ þar sem þeir Aron Pálmarsson og Þorsteinn Leó Gunnarsson fór báðir á kostum fyrir sín lið. Vísir/Hulda Margrét Fyrri hálfleikur var stórskemmtilegur fyrir þá fjölmörgu áhorfendur sem voru mættir hér á Varmá. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins þegar hann kom heimamönnum yfir en FH jafnaði strax í kjölfarið og þar var að verkum landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson. Afturelding voru ögn betri þessar fyrstu mínútur og komust í 4-2 en varnarlega réðu heimamenn ekki neitt við Aron sem var í rosalegum ham hér í kvöld. Hann skoraði fyrstu 6 mörk FH og kom þeim yfir í fyrsta sinn í leiknum 5-6. Áfram hélt sýningin hjá Aroni og það var ekki fyrr en FH var komið 4 mörkum yfir sem Gunnar Magnússon tók leikhlé fyrir Aftureldingu. Eftir rúmlega 20 mínútur var Aron búinn að skora níu mörk úr níu skotum ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Hann hafði því komið að 12 af 13 mörkum liðsins á þessum tímapunkti. Afturelding náði vopnum sínum þó á ný og náði aðeins að hemja Aron í sókninni. Staðan í hálfleik 15-17 fyrir gestina úr Hafnarfirði. Vísir/Hulda Margrét Seinni hálfleikur fór rólega af stað hjá báðum liðum sem voru greinilega búin að ná að brýna varnarleikinn í hálfleiknum. FH náði framan af seinni hálfleik að halda fjarlægðinni við Aftureldingu í þremur til fjórum mörkum en þegar seinni hálfleikur var hálfnaður náði Afturelding að minnka muninn niður í eitt mark, 23-24. Lokamínúturnar voru því æsispennandi. FH komst aftur fjórum mörkum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir en tvö mörk með skömmu millibili gaf heimamönnum von. Afturelding fór hins vegar illa að ráði sínu undir lokin og tókst Birgi Má Birgissyni að stela honum af þeim á lokamínútunni og koma honum fram á Jóhannes Berg sem skoraði lokamark leiksins. FH fer því heim með stigin tvö á meðan Mosfellingar geta verið svekktir með sjálfa sig. Vísir/Hulda Margrét Aron Pálmarsson var eins og áður segir allt í öllu sóknarlega hjá FH. Hann skoraði 15 mörk úr 20 skotum ásamt því að gefa 6 stoðsendingar. Hjá heimamönnum var Þorsteinn Leó Gunnarsson markahæstur með 11 mörk úr 16 skotum. Daníel Freyr Andrésson stóð allan tíman í marki FH og varði 8 skot (21 prósent) þar af eitt víti. Hjá Aftureldingu var Brynjar Vignir Sigurjónsson stærstan hluta leiksins milli stanganna og varði hann 10 skot (28 prósent) og Jovan Kukobat fékk aðeins að spreyta sig og varði hann fjögur skot (40 prósent). Af hverju vann FH? Stórleikur Arons Pálmarsson er í raun og veru ástæða þess að FH vann í dag. Drengurinn var gjörsamlega óstöðvandi í kvöld og ég bara man ekki eftir að hafa séð hann svona síðan í leiknum gegn Dönum á EM 2020. Hverjir stóðu upp úr? Þetta var einvígi á milli Arons og Þorsteins Leó í dag og Aron vann það einvígi. Þessir tveir eru alvöru skemmtikraftar og það er rosalega súrt að hugsa til þess hvað leikur Þorsteins fellur í skugga Arons í dag. Hvað gekk illa? Ég skil ekki að Afturelding hafi ekki tekið Aron úr umferð á tímabili. Hann fékk að komast alltof nálægt vörninni trekk í trekk og ég verð að setja smá spurningarmerki við það. Vissulega hefði þá opnast meira fyrir Einar Braga og Jóhannes Berg en á sama tíma þá var Aron að finna Jón Bjarna og Símon ansi oft. Hvað gerist næst? FH er á leið í annan stórleik í næstu viku þegar liðið fær Val í heimsókn á meðan Afturelding fer í heimsókn til botnliðs Selfoss. Báðir leikirnir eru fimmtudaginn 14. des og hefjast klukkan 19:30. Mjög sáttur við það að við höfum verið að bæta okkur viku fyrir viku í allan vetur Vísir/Hulda Margrét Sigursteinn Arndal sáttur eftir leikinn og að geta tekið með sér stiginn tvö heim í Hafnarfjörð. „Þetta var frábær leikur tveggja góðra liða. Ég er mjög ánægður með mitt lið og hvernig við mættum eftir fyrstu fimm mínúturnar sem ég var ekkert sérstaklega ánægður með en stundum tekur bara smá tíma til að koma sér inn í leikina. En í heildina er ég mjög ánægður með kraftinn og hvernig við gerðum þetta í dag. Þeir létu okkur hafa fyrir því 7 á 6 en ég var annars mjög ánægður með vinnsluna á vörninni lengst af. Þeir skoruðu mörk en þurftu líka að hafa hrikalega mikið fyrir þeim.“ Spurður út í frammistöðu Arons í dag segist Sigursteinn vera að ánægður með hann og hvernig hann tók af skarði enda hafi Afturelding látið þá hafa fyrir þessu í dag. „Ég er mjög ánægður með hann. Hann tók af skarið og var heitur í dag í frábæru liði. Í síðasta leik var Einar Bragi held ég með 11 mörk þannig að það er misjafnt hver er heitur.“ En hversu sáttur er Sigursteinn með liðið á þessum tímapunkti? „Ég er mjög sáttur við það að við höfum verið að bæta okkur viku fyrir viku í allan vetur. Frábært að vera á toppnum og við erum ánægðir með það en það mikilvægasta er að við erum að stíga rétt skref og að bæta okkur sem ég er mjög sáttur með. Nú er það bara síðasti leikur fyrir jól í Krikanum og ég vil bara biðla til allra FH-inga að sýna þessum leik þá virðingu sem hann á skilið og fylla Krikann. Valur er með topp lið en við erum líka með gott lið svo við erum tilbúnir í toppslag í Krikanum.“ Olís-deild karla Afturelding FH
FH-ingar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-32. Aron Pálmarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán mörk fyrir Hafnfirðinga. 12. umferð Olís deildar karla í handbolta hófst í dag með stórleik Aftureldingar og FH í íþróttahúsinu við Varmá. Fyrir leikinn sat FH á toppnum með 19 stig á meðan Afturelding var í þriðja sæti með 15 stig en hafði þó leikið einum leik færri heldur en FH. Svo fór að lokum að FH vann þriggja marka sigur eftir stórskemmtilegan leik í Mosfellsbæ þar sem þeir Aron Pálmarsson og Þorsteinn Leó Gunnarsson fór báðir á kostum fyrir sín lið. Vísir/Hulda Margrét Fyrri hálfleikur var stórskemmtilegur fyrir þá fjölmörgu áhorfendur sem voru mættir hér á Varmá. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins þegar hann kom heimamönnum yfir en FH jafnaði strax í kjölfarið og þar var að verkum landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson. Afturelding voru ögn betri þessar fyrstu mínútur og komust í 4-2 en varnarlega réðu heimamenn ekki neitt við Aron sem var í rosalegum ham hér í kvöld. Hann skoraði fyrstu 6 mörk FH og kom þeim yfir í fyrsta sinn í leiknum 5-6. Áfram hélt sýningin hjá Aroni og það var ekki fyrr en FH var komið 4 mörkum yfir sem Gunnar Magnússon tók leikhlé fyrir Aftureldingu. Eftir rúmlega 20 mínútur var Aron búinn að skora níu mörk úr níu skotum ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Hann hafði því komið að 12 af 13 mörkum liðsins á þessum tímapunkti. Afturelding náði vopnum sínum þó á ný og náði aðeins að hemja Aron í sókninni. Staðan í hálfleik 15-17 fyrir gestina úr Hafnarfirði. Vísir/Hulda Margrét Seinni hálfleikur fór rólega af stað hjá báðum liðum sem voru greinilega búin að ná að brýna varnarleikinn í hálfleiknum. FH náði framan af seinni hálfleik að halda fjarlægðinni við Aftureldingu í þremur til fjórum mörkum en þegar seinni hálfleikur var hálfnaður náði Afturelding að minnka muninn niður í eitt mark, 23-24. Lokamínúturnar voru því æsispennandi. FH komst aftur fjórum mörkum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir en tvö mörk með skömmu millibili gaf heimamönnum von. Afturelding fór hins vegar illa að ráði sínu undir lokin og tókst Birgi Má Birgissyni að stela honum af þeim á lokamínútunni og koma honum fram á Jóhannes Berg sem skoraði lokamark leiksins. FH fer því heim með stigin tvö á meðan Mosfellingar geta verið svekktir með sjálfa sig. Vísir/Hulda Margrét Aron Pálmarsson var eins og áður segir allt í öllu sóknarlega hjá FH. Hann skoraði 15 mörk úr 20 skotum ásamt því að gefa 6 stoðsendingar. Hjá heimamönnum var Þorsteinn Leó Gunnarsson markahæstur með 11 mörk úr 16 skotum. Daníel Freyr Andrésson stóð allan tíman í marki FH og varði 8 skot (21 prósent) þar af eitt víti. Hjá Aftureldingu var Brynjar Vignir Sigurjónsson stærstan hluta leiksins milli stanganna og varði hann 10 skot (28 prósent) og Jovan Kukobat fékk aðeins að spreyta sig og varði hann fjögur skot (40 prósent). Af hverju vann FH? Stórleikur Arons Pálmarsson er í raun og veru ástæða þess að FH vann í dag. Drengurinn var gjörsamlega óstöðvandi í kvöld og ég bara man ekki eftir að hafa séð hann svona síðan í leiknum gegn Dönum á EM 2020. Hverjir stóðu upp úr? Þetta var einvígi á milli Arons og Þorsteins Leó í dag og Aron vann það einvígi. Þessir tveir eru alvöru skemmtikraftar og það er rosalega súrt að hugsa til þess hvað leikur Þorsteins fellur í skugga Arons í dag. Hvað gekk illa? Ég skil ekki að Afturelding hafi ekki tekið Aron úr umferð á tímabili. Hann fékk að komast alltof nálægt vörninni trekk í trekk og ég verð að setja smá spurningarmerki við það. Vissulega hefði þá opnast meira fyrir Einar Braga og Jóhannes Berg en á sama tíma þá var Aron að finna Jón Bjarna og Símon ansi oft. Hvað gerist næst? FH er á leið í annan stórleik í næstu viku þegar liðið fær Val í heimsókn á meðan Afturelding fer í heimsókn til botnliðs Selfoss. Báðir leikirnir eru fimmtudaginn 14. des og hefjast klukkan 19:30. Mjög sáttur við það að við höfum verið að bæta okkur viku fyrir viku í allan vetur Vísir/Hulda Margrét Sigursteinn Arndal sáttur eftir leikinn og að geta tekið með sér stiginn tvö heim í Hafnarfjörð. „Þetta var frábær leikur tveggja góðra liða. Ég er mjög ánægður með mitt lið og hvernig við mættum eftir fyrstu fimm mínúturnar sem ég var ekkert sérstaklega ánægður með en stundum tekur bara smá tíma til að koma sér inn í leikina. En í heildina er ég mjög ánægður með kraftinn og hvernig við gerðum þetta í dag. Þeir létu okkur hafa fyrir því 7 á 6 en ég var annars mjög ánægður með vinnsluna á vörninni lengst af. Þeir skoruðu mörk en þurftu líka að hafa hrikalega mikið fyrir þeim.“ Spurður út í frammistöðu Arons í dag segist Sigursteinn vera að ánægður með hann og hvernig hann tók af skarði enda hafi Afturelding látið þá hafa fyrir þessu í dag. „Ég er mjög ánægður með hann. Hann tók af skarið og var heitur í dag í frábæru liði. Í síðasta leik var Einar Bragi held ég með 11 mörk þannig að það er misjafnt hver er heitur.“ En hversu sáttur er Sigursteinn með liðið á þessum tímapunkti? „Ég er mjög sáttur við það að við höfum verið að bæta okkur viku fyrir viku í allan vetur. Frábært að vera á toppnum og við erum ánægðir með það en það mikilvægasta er að við erum að stíga rétt skref og að bæta okkur sem ég er mjög sáttur með. Nú er það bara síðasti leikur fyrir jól í Krikanum og ég vil bara biðla til allra FH-inga að sýna þessum leik þá virðingu sem hann á skilið og fylla Krikann. Valur er með topp lið en við erum líka með gott lið svo við erum tilbúnir í toppslag í Krikanum.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti