Banaslys við Hvalfjarðargöng: Var á örvandi efnum og tvöföldum hámarkshraða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 12:16 Yfirlitsmynd af slysstað. Bíll mannsins er neðst til hægri. Tæknideild lögreglu Ökumaður sem lést í umferðarslysi á Akrafjallsvegi í grennd við Hvalfjarðargöng þann 22. júlí í fyrra reyndist hafa verið á örvandi efnum sem gerði það að verkum að hann var óhæfur til aksturs. Þá er sennilegt að hann hafi hraðast ekið um á tvöföldum leyfðum hámarkshraða. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Maðurinn lést eftir að hafa kastast út úr bílnum þar sem hann valt á Akrafjallsvegi skammt vestan við Innnesveg. Samkvæmt nefndinni lést hann af völdum fjöláverka en maðurinn var spenntur í öryggisbelti en kastaðist þrátt fyrir það út úr bílnum. Veitt eftirför á 180 kílómetra hraða Í skýrslunni kemur fram að maðurinn, sem var 50 ára, hafi ekið bíl sínum af gerðinni Honda Accord á Akrafjallsvegi í vesturátt. Skammt vestan við afleggjara að Innnesi var bílnum ekið hratt í mjúkri hægri beygju á vinstri akgrein fram úr strætisvagni. Afturendi bílsins rann til vinstri þegar ökumaður beygði yfir á hægri akrein að loknum framúrakstrinum með þeim afleiðingum að bíllinn fór út fyrir veg og endastakkst nokkrum sinnum. Bíllinn stöðvaðist á hjólunum með framendann til austurs, skammt sunnan vegarins. Ökumaðurinn kastaðist út úr bílnum áður en hann stöðvaðist og var úrskurðaður látinn á slysstað. Heildarlengd vettvangsins var um 146 metrar. Yfirlitsmynd af slysstað sem sýnir akstursátt bílsins, ákomur á jarðvegi og staðsetningu bílsins eftir slysið. Tæknideild lögreglu Lögreglumenn sem höfðu fengið tilkynningu um rásandi aksturslag mannsins og komu frá Akranesi til að kanna ástand ökumannsins mættu bíl mannsins sem ók honum á eðlilegum umferðarhraða. Sneru lögreglumennirnir þá við á eftir Honda bílnum en jók þá maðurinn hraða bílsins verulega. Þá hófst eftirför með bláum forgangsljósum en mestur hraði lögreglubílsins var 180 kílómetrar en þrátt fyrir það nálgaðist lögreglubíllinn Honda bílinn ekki. Ekkert athugavert við bílinn Ekkert athugavert kom fram í skoðun nefndarinnar á bíl mannsins. Ekki var hægt að lesa hraða mannsins úr tölvu bílsins en miðað við ummerki á slysstað og samkvæmt frásögn lögreglu og vitna er sennilegt að ökumaðurinn hafi hraðast eki á um tvöldum leyfðum hámarkshraða. Þá er mjúk beyga á veginum þar sem slysið varð. Vegurinn mældist um 6,5 metra á breidd og með bundnu slitlagi. Á slysstað var hálfbrotin miðlína, sem gefur til kynna að varhugavert sé að aka hana og óheimilt nema með sérstakri varúð. Samgönguslys Umferðaröryggi Hvalfjarðarsveit Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Maðurinn lést eftir að hafa kastast út úr bílnum þar sem hann valt á Akrafjallsvegi skammt vestan við Innnesveg. Samkvæmt nefndinni lést hann af völdum fjöláverka en maðurinn var spenntur í öryggisbelti en kastaðist þrátt fyrir það út úr bílnum. Veitt eftirför á 180 kílómetra hraða Í skýrslunni kemur fram að maðurinn, sem var 50 ára, hafi ekið bíl sínum af gerðinni Honda Accord á Akrafjallsvegi í vesturátt. Skammt vestan við afleggjara að Innnesi var bílnum ekið hratt í mjúkri hægri beygju á vinstri akgrein fram úr strætisvagni. Afturendi bílsins rann til vinstri þegar ökumaður beygði yfir á hægri akrein að loknum framúrakstrinum með þeim afleiðingum að bíllinn fór út fyrir veg og endastakkst nokkrum sinnum. Bíllinn stöðvaðist á hjólunum með framendann til austurs, skammt sunnan vegarins. Ökumaðurinn kastaðist út úr bílnum áður en hann stöðvaðist og var úrskurðaður látinn á slysstað. Heildarlengd vettvangsins var um 146 metrar. Yfirlitsmynd af slysstað sem sýnir akstursátt bílsins, ákomur á jarðvegi og staðsetningu bílsins eftir slysið. Tæknideild lögreglu Lögreglumenn sem höfðu fengið tilkynningu um rásandi aksturslag mannsins og komu frá Akranesi til að kanna ástand ökumannsins mættu bíl mannsins sem ók honum á eðlilegum umferðarhraða. Sneru lögreglumennirnir þá við á eftir Honda bílnum en jók þá maðurinn hraða bílsins verulega. Þá hófst eftirför með bláum forgangsljósum en mestur hraði lögreglubílsins var 180 kílómetrar en þrátt fyrir það nálgaðist lögreglubíllinn Honda bílinn ekki. Ekkert athugavert við bílinn Ekkert athugavert kom fram í skoðun nefndarinnar á bíl mannsins. Ekki var hægt að lesa hraða mannsins úr tölvu bílsins en miðað við ummerki á slysstað og samkvæmt frásögn lögreglu og vitna er sennilegt að ökumaðurinn hafi hraðast eki á um tvöldum leyfðum hámarkshraða. Þá er mjúk beyga á veginum þar sem slysið varð. Vegurinn mældist um 6,5 metra á breidd og með bundnu slitlagi. Á slysstað var hálfbrotin miðlína, sem gefur til kynna að varhugavert sé að aka hana og óheimilt nema með sérstakri varúð.
Samgönguslys Umferðaröryggi Hvalfjarðarsveit Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira