Bjartsýnn að ná EM þrátt fyrir meiðsli sem há daglegu lífi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2023 09:00 Elvar Örn Jónsson leikur væntanlega ekki meira með Melsungen á árinu. getty/Andreas Gora Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, kveðst bjartsýnn á að vera klár í slaginn fyrir Evrópumótið í næsta mánuði. Hann glímir við erfið meiðsli sem há honum í daglegu lífi. Elvar tognaði á kvið þegar Melsungen vann Eisenach 24. nóvember og hefur misst af síðustu tveimur leikjum liðsins; stóru tapi fyrir Flensburg, 34-24, og jafntefli við Evrópumeistara Magdeburg, 29-29. „Ég er ekki enn byrjaður að hlaupa og er enn með verk þegar ég er að því. En frá viku til viku er ég alltaf að lagast smátt og smátt. Ég er alveg bjartsýnn á að þetta verði orðið gott fyrir mót,“ sagði Elvar í samtali við Vísi í gær. Hann gerir ekki ráð fyrir því að spila meira með Melsungen á árinu. „Líklega ekki. Það er of stutt. Þetta tekur kannski 2-3 vikur í viðbót til að lagast. Það er ekki búist við því að ég nái einhverjum leikjum í desember,“ sagði Elvar. Hvílir og æfir það sem hann getur Erfitt er að meðhöndla meiðsli á kvið og það hefur reynt á þolinmæði Elvars. „Það er voða lítið sem maður getur gert til að flýta batanum. Maður hvílir bara og æfi allt þar sem ég finn ekki verk; hjóla og lyfta eitthvað. En það er lítið annað sem ég get gert,“ sagði Elvar. „Ég finn fyrir þessu í daglegu lífi og það er líka erfitt að hvíla kviðinn. Maður þarf mikið að passa sig og hugsa um þetta dags daglega. En mér finnst þetta vera á góðri leið og vonandi get byrjað að hlaupa og spila handbolta sem fyrst.“ Elvar er vongóður um að geta leikið með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi sem hefst 10. janúar. „Já, já. Ég hef alveg talað við lækna og sjúkraþjálfara og þeir búast við að ég muni ná EM. Það er full bjartsýnt að ná þessum síðustu leikjum fyrir jól en maður veit aldrei,“ sagði Elvar. Áfall að detta út Hann segir að það hafi verið sér mikið áfall að meiðast enda hefur hann spilað stórvel með Melsungen á tímabilinu og sennilega aldrei leikið betur á ferlinum. „Þetta var alveg áfall fyrir mér. Maður vildi mikið vera með í þessum síðustu tveimur leikjum, gegn Flensburg og Magdeburg, en svona er þetta,“ sagði Elvar að endingu. Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Elvar tognaði á kvið þegar Melsungen vann Eisenach 24. nóvember og hefur misst af síðustu tveimur leikjum liðsins; stóru tapi fyrir Flensburg, 34-24, og jafntefli við Evrópumeistara Magdeburg, 29-29. „Ég er ekki enn byrjaður að hlaupa og er enn með verk þegar ég er að því. En frá viku til viku er ég alltaf að lagast smátt og smátt. Ég er alveg bjartsýnn á að þetta verði orðið gott fyrir mót,“ sagði Elvar í samtali við Vísi í gær. Hann gerir ekki ráð fyrir því að spila meira með Melsungen á árinu. „Líklega ekki. Það er of stutt. Þetta tekur kannski 2-3 vikur í viðbót til að lagast. Það er ekki búist við því að ég nái einhverjum leikjum í desember,“ sagði Elvar. Hvílir og æfir það sem hann getur Erfitt er að meðhöndla meiðsli á kvið og það hefur reynt á þolinmæði Elvars. „Það er voða lítið sem maður getur gert til að flýta batanum. Maður hvílir bara og æfi allt þar sem ég finn ekki verk; hjóla og lyfta eitthvað. En það er lítið annað sem ég get gert,“ sagði Elvar. „Ég finn fyrir þessu í daglegu lífi og það er líka erfitt að hvíla kviðinn. Maður þarf mikið að passa sig og hugsa um þetta dags daglega. En mér finnst þetta vera á góðri leið og vonandi get byrjað að hlaupa og spila handbolta sem fyrst.“ Elvar er vongóður um að geta leikið með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi sem hefst 10. janúar. „Já, já. Ég hef alveg talað við lækna og sjúkraþjálfara og þeir búast við að ég muni ná EM. Það er full bjartsýnt að ná þessum síðustu leikjum fyrir jól en maður veit aldrei,“ sagði Elvar. Áfall að detta út Hann segir að það hafi verið sér mikið áfall að meiðast enda hefur hann spilað stórvel með Melsungen á tímabilinu og sennilega aldrei leikið betur á ferlinum. „Þetta var alveg áfall fyrir mér. Maður vildi mikið vera með í þessum síðustu tveimur leikjum, gegn Flensburg og Magdeburg, en svona er þetta,“ sagði Elvar að endingu.
Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik