Senda hörðustu prinsessu Íslands í baráttuna um krúnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2023 08:30 Bergrós Björnsdóttir var boðið á mótið sem fer fram á Mallorca. Það verður seinna hægt að horfa á heimildarmynd um það sem þar fer fram. @bergrosbjornsdottir Bergrós Björnsdóttir er fyrir löngu byrjuð að skapa sér nafn í CrossFit heiminum og gott dæmi um það er boð hennar í Crown CrossFit keppnina. Bergrós er fulltrúi Norðurlandanna í keppninni. The Crown-Crossfit keppnin er nú haldin í annað sinn á Mallorca á Spáni en fer fram 28 til 31. mars á næsta ári. Þessi keppni er mjög frábrugðin öðrum keppnum en þar fá aðeins tíu unglingar, fimm strákar og fimm stelpur, tækifæri til að keppa um titilinn. Bergrós varð í þriðja sæti í unglingaflokki á síðustu heimsleikum í CrossFit og er þegar komin í flokk með efnilegustu CrossFit konum heims. „Ísland sendir sína hörðustu prinsessu til að berjast um krúnuna,“ segir í tilkynningu um þátttöku Bergrósar á samfélagsmiðlum The Crown. Það eru líka sýnd nokkur dæmi frá þátttöku Bergrósar á heimsleikunum síðasta haust. View this post on Instagram A post shared by The Crown - CrossFit Competition (@theprogrmcrown) Bergrós fær því að spreyta sig í þessari athyglisverðu keppni á Mallorca og þar hjálpaði örugglega þessi frábæra frammistaða hennar í Madison. Hún sýndi mikinn karakter og styrk á heimsleikunum að koma til baka eftir að hafa fengið hitaslag í byrjun keppninnar. Bergrós vann sig aftur upp listann og endaði loksins á verðlaunapalli eftir frábæran endasprett. Allur kostnaður (flug, gisting, matur og fleira) verður greiddur fyrir keppendur. Þau munu líka dvelja öll saman í húsi á eyjunni og vera þar með einkakokk sem eldar fyrir þau. Keppnin sjálf verður einnig sérstök þar sem mótshaldarar munu nota náttúruna á eyjunni til að komast að því hver sé hraustasti unglingurinn. Það verður synt í sjónum, gerðar æfingar á ströndinni og hjólað upp í fjöllunum svo eitthvað sé nefnt. Það verður líka gerð heimildamynd um keppnina þannig að keppendurnir munu hafa myndavélar sem fylgjast með þeim allan tímann sem þau eru á eyjunni. Sex unglingar fengu boð um að taka þátt í keppninni og var Bergrós ein af þeim. Þeir sem fá ekki boð en vilja keppa, þurfa að vinna sé inn keppnisrétt í gegnum undankeppni á netinu. Þar komast tvö stelpur og tveir strákar í viðbót inn við þau sex sem var boðið. Einu sinni í viku fram að mótinu verða keppendur kynntir á samfélagsmiðlum mótsins og var Bergrós fyrsta stelpan sem kynnt til leiks. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) CrossFit Mest lesið Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Fótbolti Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Fleiri fréttir Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Sjá meira
Bergrós er fulltrúi Norðurlandanna í keppninni. The Crown-Crossfit keppnin er nú haldin í annað sinn á Mallorca á Spáni en fer fram 28 til 31. mars á næsta ári. Þessi keppni er mjög frábrugðin öðrum keppnum en þar fá aðeins tíu unglingar, fimm strákar og fimm stelpur, tækifæri til að keppa um titilinn. Bergrós varð í þriðja sæti í unglingaflokki á síðustu heimsleikum í CrossFit og er þegar komin í flokk með efnilegustu CrossFit konum heims. „Ísland sendir sína hörðustu prinsessu til að berjast um krúnuna,“ segir í tilkynningu um þátttöku Bergrósar á samfélagsmiðlum The Crown. Það eru líka sýnd nokkur dæmi frá þátttöku Bergrósar á heimsleikunum síðasta haust. View this post on Instagram A post shared by The Crown - CrossFit Competition (@theprogrmcrown) Bergrós fær því að spreyta sig í þessari athyglisverðu keppni á Mallorca og þar hjálpaði örugglega þessi frábæra frammistaða hennar í Madison. Hún sýndi mikinn karakter og styrk á heimsleikunum að koma til baka eftir að hafa fengið hitaslag í byrjun keppninnar. Bergrós vann sig aftur upp listann og endaði loksins á verðlaunapalli eftir frábæran endasprett. Allur kostnaður (flug, gisting, matur og fleira) verður greiddur fyrir keppendur. Þau munu líka dvelja öll saman í húsi á eyjunni og vera þar með einkakokk sem eldar fyrir þau. Keppnin sjálf verður einnig sérstök þar sem mótshaldarar munu nota náttúruna á eyjunni til að komast að því hver sé hraustasti unglingurinn. Það verður synt í sjónum, gerðar æfingar á ströndinni og hjólað upp í fjöllunum svo eitthvað sé nefnt. Það verður líka gerð heimildamynd um keppnina þannig að keppendurnir munu hafa myndavélar sem fylgjast með þeim allan tímann sem þau eru á eyjunni. Sex unglingar fengu boð um að taka þátt í keppninni og var Bergrós ein af þeim. Þeir sem fá ekki boð en vilja keppa, þurfa að vinna sé inn keppnisrétt í gegnum undankeppni á netinu. Þar komast tvö stelpur og tveir strákar í viðbót inn við þau sex sem var boðið. Einu sinni í viku fram að mótinu verða keppendur kynntir á samfélagsmiðlum mótsins og var Bergrós fyrsta stelpan sem kynnt til leiks. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir)
CrossFit Mest lesið Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Fótbolti Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Fleiri fréttir Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Sjá meira