Minnst þrjátíu látnir í umfangsmestu loftárásum Rússa til þessa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. desember 2023 22:32 Verslunarmiðstöð í Dnípróborg varð fyrir rússneskri eldflaug í morgun. AP Minnst þrjátíu manns létu lífið í umfangsmestu loftárásum Rússa í Úkraínu til þessa. Einnig særðust meira en 160 þegar sprengjum ringdi yfir Kænugarð, Ódessu, Dnípropetrovsk, Karkív og Lvív í morgun. Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, segir að Rússar hafi notað öll vopn sem þeir byggju yfir þegar þeir vörpuðu sprengjum meðal annars á fæðingardeild. Talsmenn flughers Úkraínu segja að þeir hafi aldrei séð svo mörgum eldflaugum skotið í einu. BBC greinir frá. Sprengjubyrgi hæft Þeir segja að Rússar hafi beitt hljóðfráum skotflaugum og stýriflaugum, meðal annars af gerðinni X-22 sem erfitt er að skjóta niður. Flugherinn segir 114 af 158 flaugum og drónum hafa verið skotna niður. Unnið að því að slökkva eld í mannvirki í Karkív.AP/Jevhen Títov Níu manns létu lífið í Kænugarði þar sem neðanjarðarlestarstöð sem notuð var sem sprengjubyrgi varð fyrir eldflaug. Tíu íranskir drónar og fimmtán eldflaugar sprungu í Lvív sem hefur til þessa sloppið hvað best úr loftárásum Rússa í landinu. Fæðingardeild varð fyrir eldflaug Í Ódessuborg kviknaði eldur í stórri byggingu í kjölfar drónaárásar. Fjórir létust og tuttugu og tveir særðust, þar á meðal sex og átta ára gömul börn. Í Karkív sprungu 20 eldflaugar og þrír létust. Sjúkrahús varð meðal annars fyrir miklum skaða. Héraðsstjóri Dnípropetrovsk, Serhíj Lísak, segir að sex hafi látist og 28 særst í morgun. Eldflaugar hæfðu verslunarmiðstöð og fæðingardeild sjúkrahús í Dnípróborg. Í Sapórísjíu létu átta manns lífið í sprengiárásum og þrettán til viðbótar særðust. Mikið mannfall varð um allt landið. Myndin er úr Kænugarði.AP Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Sjá meira
Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, segir að Rússar hafi notað öll vopn sem þeir byggju yfir þegar þeir vörpuðu sprengjum meðal annars á fæðingardeild. Talsmenn flughers Úkraínu segja að þeir hafi aldrei séð svo mörgum eldflaugum skotið í einu. BBC greinir frá. Sprengjubyrgi hæft Þeir segja að Rússar hafi beitt hljóðfráum skotflaugum og stýriflaugum, meðal annars af gerðinni X-22 sem erfitt er að skjóta niður. Flugherinn segir 114 af 158 flaugum og drónum hafa verið skotna niður. Unnið að því að slökkva eld í mannvirki í Karkív.AP/Jevhen Títov Níu manns létu lífið í Kænugarði þar sem neðanjarðarlestarstöð sem notuð var sem sprengjubyrgi varð fyrir eldflaug. Tíu íranskir drónar og fimmtán eldflaugar sprungu í Lvív sem hefur til þessa sloppið hvað best úr loftárásum Rússa í landinu. Fæðingardeild varð fyrir eldflaug Í Ódessuborg kviknaði eldur í stórri byggingu í kjölfar drónaárásar. Fjórir létust og tuttugu og tveir særðust, þar á meðal sex og átta ára gömul börn. Í Karkív sprungu 20 eldflaugar og þrír létust. Sjúkrahús varð meðal annars fyrir miklum skaða. Héraðsstjóri Dnípropetrovsk, Serhíj Lísak, segir að sex hafi látist og 28 særst í morgun. Eldflaugar hæfðu verslunarmiðstöð og fæðingardeild sjúkrahús í Dnípróborg. Í Sapórísjíu létu átta manns lífið í sprengiárásum og þrettán til viðbótar særðust. Mikið mannfall varð um allt landið. Myndin er úr Kænugarði.AP
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Sjá meira