Fannar bæjarstjóri maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Boði Logason og Eiður Þór Árnason skrifa 31. desember 2023 11:31 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, er maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis. Bylgjan Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík er maður ársins 2023 mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. Alls bárust hátt í 30 þúsund atkvæði í kosningunni á Vísi og hlaut Fannar sterka kosningu. Hann hefur verið andlit Grindvíkinga út á við og sýnt mikla yfirvegun á þeim óvissutímum sem ríkt hafa vegna jarðhræringa á Reykjanesinu. Bæjarbúar hafa átt um sárt að binda og var bærinn rýmdur þann 11. nóvember síðastliðinn eftir snarpa skjálftahrinu. Þann 18. desember tók við þriggja daga eldgos og áframhaldandi óvissa fyrir íbúa bæjarins. Fannar hefur barist fyrir byggingu varnargarða fyrir Grindavíkur sem nú eru komnir á dagskrá. Taki við þessu fyrir hönd íbúa í Grindavík Hvernig líður þér í dag? „Þetta er allt mjög sérstakt einhvern veginn en auðvitað er ég fyrst og fremst þakklátur fyrir þessa tilnefningu og lít svo á að ég sé að taka við þessu fyrir hönd íbúa Grindavíkur sem hafa af miklu æðruleysi og þrautseigju sýnt hversu mikið býr í þessu samfélagi okkar. Ég er bara fulltrúi þeirra hérna og þakka innilega fyrir þetta,“ sagði Fannar þegar hann tók við viðurkenningunni á Bylgjunni í dag. Hann segir samfélagið í Grindavík vera ótrúlega öflugt og sterkt. Fiskurinn hafi dregið fólk til bæjarins frekar en mikil landgæði og það sé innbyggt í sálu Grindvíkinga frá fornu fari að þurfa að standa saman. „Sjórinn gat oft verið mjög illvígur og það voru margir skipskaðar og mannskaðar og þá þurfti fólk að standa vel saman og það gerir það enn þá.“ Mörg bæjarfélög sem byggi á sjávarútvegi hafi oft þurft að sýna sterka samstöðu á erfiðum tímum. „Það gerum við svo sannarlega núna Grindvíkingar,“ bætir Fannar við. Takist á við þetta saman með hjálp allra landsmanna Þegar talið berst að framtíð bæjarins segir Fannar að Grindvíkingar ætli sér að komast heim sem fyrst og reisa bæjarfélagið við að nýju. Stefnan sé að gera það jafn öflugt og sterkt og það hefur verið og setja það í fremstu röð meðal sveitarfélaga. „Við erum einhvern veginn í miðri atburðarás og verðum að sætta okkur við það að geta ekki verið heima um þessar mundir. En svona er nú lífið og það er ýmislegt óvænt sem það býður okkur upp á og við tökumst á við þetta saman með gríðarlega mikilli hjálp allra landsmanna.“ Nú sé einkum horft til þess að hefja uppsetningu varnargarða við Grindavík. „Ég er ekki í vafa um það að þetta mun hjálpa okkur mjög mikið til að fólk vilji koma heim og finni aftur til öryggis í okkar góða samfélagi.“ Hlusta má á viðtalið við Fannar í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fyrri verðlaunahafar: 2009 Edda Heiðrún Backman 2010 Þórður Guðnason 2011 Mugison 2012 Eiríkur Ingi Jóhannsson 2013 Heilbrigðisstarfsmaðurinn 2014 Tómas Guðbjartsson 2015 Þröstur Leó Gunnarsson 2016 Karlalandsliðið í knattspyrnu 2017 Grímur Grímsson 2018 Bára Halldórsdóttir 2019 Björgunarsveitarmaðurinn 2020 Heilbrigðisstarfsmaðurinn 2021 Guðmundur Felix Grétarsson 2022 Haraldur Ingi Þorleifsson Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir ársins 2023 Grindavík Bylgjan Eldgos á Reykjanesskaga Áramót Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Alls bárust hátt í 30 þúsund atkvæði í kosningunni á Vísi og hlaut Fannar sterka kosningu. Hann hefur verið andlit Grindvíkinga út á við og sýnt mikla yfirvegun á þeim óvissutímum sem ríkt hafa vegna jarðhræringa á Reykjanesinu. Bæjarbúar hafa átt um sárt að binda og var bærinn rýmdur þann 11. nóvember síðastliðinn eftir snarpa skjálftahrinu. Þann 18. desember tók við þriggja daga eldgos og áframhaldandi óvissa fyrir íbúa bæjarins. Fannar hefur barist fyrir byggingu varnargarða fyrir Grindavíkur sem nú eru komnir á dagskrá. Taki við þessu fyrir hönd íbúa í Grindavík Hvernig líður þér í dag? „Þetta er allt mjög sérstakt einhvern veginn en auðvitað er ég fyrst og fremst þakklátur fyrir þessa tilnefningu og lít svo á að ég sé að taka við þessu fyrir hönd íbúa Grindavíkur sem hafa af miklu æðruleysi og þrautseigju sýnt hversu mikið býr í þessu samfélagi okkar. Ég er bara fulltrúi þeirra hérna og þakka innilega fyrir þetta,“ sagði Fannar þegar hann tók við viðurkenningunni á Bylgjunni í dag. Hann segir samfélagið í Grindavík vera ótrúlega öflugt og sterkt. Fiskurinn hafi dregið fólk til bæjarins frekar en mikil landgæði og það sé innbyggt í sálu Grindvíkinga frá fornu fari að þurfa að standa saman. „Sjórinn gat oft verið mjög illvígur og það voru margir skipskaðar og mannskaðar og þá þurfti fólk að standa vel saman og það gerir það enn þá.“ Mörg bæjarfélög sem byggi á sjávarútvegi hafi oft þurft að sýna sterka samstöðu á erfiðum tímum. „Það gerum við svo sannarlega núna Grindvíkingar,“ bætir Fannar við. Takist á við þetta saman með hjálp allra landsmanna Þegar talið berst að framtíð bæjarins segir Fannar að Grindvíkingar ætli sér að komast heim sem fyrst og reisa bæjarfélagið við að nýju. Stefnan sé að gera það jafn öflugt og sterkt og það hefur verið og setja það í fremstu röð meðal sveitarfélaga. „Við erum einhvern veginn í miðri atburðarás og verðum að sætta okkur við það að geta ekki verið heima um þessar mundir. En svona er nú lífið og það er ýmislegt óvænt sem það býður okkur upp á og við tökumst á við þetta saman með gríðarlega mikilli hjálp allra landsmanna.“ Nú sé einkum horft til þess að hefja uppsetningu varnargarða við Grindavík. „Ég er ekki í vafa um það að þetta mun hjálpa okkur mjög mikið til að fólk vilji koma heim og finni aftur til öryggis í okkar góða samfélagi.“ Hlusta má á viðtalið við Fannar í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fyrri verðlaunahafar: 2009 Edda Heiðrún Backman 2010 Þórður Guðnason 2011 Mugison 2012 Eiríkur Ingi Jóhannsson 2013 Heilbrigðisstarfsmaðurinn 2014 Tómas Guðbjartsson 2015 Þröstur Leó Gunnarsson 2016 Karlalandsliðið í knattspyrnu 2017 Grímur Grímsson 2018 Bára Halldórsdóttir 2019 Björgunarsveitarmaðurinn 2020 Heilbrigðisstarfsmaðurinn 2021 Guðmundur Felix Grétarsson 2022 Haraldur Ingi Þorleifsson Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir ársins 2023 Grindavík Bylgjan Eldgos á Reykjanesskaga Áramót Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira