Líður eins og að hann hafi þekkt Snorra Stein í tíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 08:11 Janus Daði Smárason í leik með íslenska landsliðinu. Hann er þar í mikilvægu hlutverki. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason, sem samdi við ungverska stórliðið Pick Szeged á dögunum, er kominn með nóg af flutningum og vonast til að geta komið sér vel fyrir í Ungverjalandi. Hann er á leiðinni með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi seinna í þessum mánuði. Janus Daði hefur verið að æfa með landsliðinu hér á landi síðustu tvær vikur en liðið flýgur út á föstudag þar sem spilaðir verða tveir æfingarleikir við Austurríki. Svo tekur við Evrópumótið eftir rúma viku. „Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu blessaða móti núna og í rauninni síðan eftir vonbrigðin í fyrra. Við erum spenntir,“ sagði Janus Daði Smárason í viðtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er meira það að okkur finnst við vera betri og vera með lið til að ná alvöru árangri. Okkur hlakkar bara til að sýna það,“ sagði Janus Daði en hvernig finnst honum að vinna með Snorra Steini Guðjónssyni, nýjum landsliðsþjálfara? „Æðislegt. Hann er rosalega þægilegur. Mér finnst eins og ég hafi þekkt hann í tíu ár og ég þekkti hann eiginlega ekkert áður. Það er góð stemmning og það á við allan hópinn að við erum komnir heim eftir törn í desember og glaðir að fá að taka á því saman,“ sagði Janus. Nú gæti íslenska landsliðið samt stillt upp útlínu með þremur leikmönnum Magdeburgar liðsins því samherjar hans Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon eru einnig í íslenska landsliðinu. „Það er mikill kostur held ég. Þetta er spurning um alls konar smáatriði sem við erum búnir að skóla saman í þessu dags daglegu. Það er plús,“ sagði Janus. Það er búið að tilkynna það að Janus Daði yfirgefur Magdeburg í sumar og færir sig yfir til Pick Szeged í Ungverjalandi. Af hverju fer hann til Ungverjalands á þessum tímapunkti? „Þetta er stórlið og topplið í Meistaradeildinni. Þetta er spennandi. Það er að koma nýr þjálfari og þeir eru fríska þetta aðeins upp hjá sér. Líka fyrir skrokkinn á mér þá kallar þetta á mann. Af hverju ekki það frekar en eitthvað annað,“ sagði Janus. „Fókusinn er líka á það að það er mikill rígur á milli Szeged og Vézprem. Þau hafa verið að skiptast á því undanfarin ár að taka titilinn. Þú hefur það og svo hefur þú Meistaradeildina,“ sagði Janus sem viðurkennir þó að það sé ekki skemmtilegt að vera alltaf að flytja. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Sjá meira
Janus Daði hefur verið að æfa með landsliðinu hér á landi síðustu tvær vikur en liðið flýgur út á föstudag þar sem spilaðir verða tveir æfingarleikir við Austurríki. Svo tekur við Evrópumótið eftir rúma viku. „Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu blessaða móti núna og í rauninni síðan eftir vonbrigðin í fyrra. Við erum spenntir,“ sagði Janus Daði Smárason í viðtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er meira það að okkur finnst við vera betri og vera með lið til að ná alvöru árangri. Okkur hlakkar bara til að sýna það,“ sagði Janus Daði en hvernig finnst honum að vinna með Snorra Steini Guðjónssyni, nýjum landsliðsþjálfara? „Æðislegt. Hann er rosalega þægilegur. Mér finnst eins og ég hafi þekkt hann í tíu ár og ég þekkti hann eiginlega ekkert áður. Það er góð stemmning og það á við allan hópinn að við erum komnir heim eftir törn í desember og glaðir að fá að taka á því saman,“ sagði Janus. Nú gæti íslenska landsliðið samt stillt upp útlínu með þremur leikmönnum Magdeburgar liðsins því samherjar hans Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon eru einnig í íslenska landsliðinu. „Það er mikill kostur held ég. Þetta er spurning um alls konar smáatriði sem við erum búnir að skóla saman í þessu dags daglegu. Það er plús,“ sagði Janus. Það er búið að tilkynna það að Janus Daði yfirgefur Magdeburg í sumar og færir sig yfir til Pick Szeged í Ungverjalandi. Af hverju fer hann til Ungverjalands á þessum tímapunkti? „Þetta er stórlið og topplið í Meistaradeildinni. Þetta er spennandi. Það er að koma nýr þjálfari og þeir eru fríska þetta aðeins upp hjá sér. Líka fyrir skrokkinn á mér þá kallar þetta á mann. Af hverju ekki það frekar en eitthvað annað,“ sagði Janus. „Fókusinn er líka á það að það er mikill rígur á milli Szeged og Vézprem. Þau hafa verið að skiptast á því undanfarin ár að taka titilinn. Þú hefur það og svo hefur þú Meistaradeildina,“ sagði Janus sem viðurkennir þó að það sé ekki skemmtilegt að vera alltaf að flytja. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik