„Þokkaleg ábyrgð á mínum herðum“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2024 13:01 Aron Pálmarsson teygir á lærinu á æfingu landsliðsins í gær, fyrir stórleikinn við Serba á EM í dag. VÍSIR/VILHELM „Ég er bjartsýnn, spenntur og geðveikt til í þetta,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir fyrsta leik á EM sem er við Serba í dag. Aron segir ljóst að gegn Serbum í dag verði Ísland að spila betur en í sigrunum tveimur gegn Austurríki, í vináttulandsleikjum fyrir mótið. Að frammistaðan þar myndi ekki duga gegn sterku liði Serbíu, sem líkt og Ísland ætlar langt í mótinu í von um að komast á Ólympíuleika: „Nei, það held ég ekki. Æfingaleikur er alltaf töluvert öðruvísi en leikur á stórmóti, og við megum búast við töluvert betri og skarpari frammistöðu hjá okkur á móti Serbum,“ sagði Aron á fyrstu æfingu landsliðsins í Ólympíuhöllinni í München í gær, og bætti við: „Það sem við þurfum að varast er að þeir eru með helvíti öflugan miðjumann [Lazar Kukic], sem má ekki alveg gera það sem honum sýnist. Við þurfum að loka vel á hann og svo línumennina hjá þeim. Ef við höfum góða stjórn á því, og náum upp hraðanum, held ég að við ættum að geta siglt þessu heim.“ Klippa: Aron fyrirliði klár í úrslitaleik við Serba Aðspurður hvort ekki væri minni ábyrgð á hans herðum á þessu móti en oft áður, og hvernig honum þætti það, sagði Aron svo ekki vera. „Ég er nú ekki sammála því. Mér finnst þokkaleg ábyrgð á mínum herðum sem fyrirliði og einn af reynslumestu mönnum liðsins. Ég held bara áfram mínu striki samkvæmt því hvernig ég lít á sjálfan mig og tel best að hjálpi liðinu,“ sagði Aron, staðráðinn í að leggja þung lóð á vogarskálarnar gegn Serbíu í dag: „Þetta er náttúrulega úrslitaleikur. Það skiptir miklu máli upp á framhaldið hvað við gerum í þessum leik, og það er ekkert annað sem kemur til greina en sigur.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Aron segir ljóst að gegn Serbum í dag verði Ísland að spila betur en í sigrunum tveimur gegn Austurríki, í vináttulandsleikjum fyrir mótið. Að frammistaðan þar myndi ekki duga gegn sterku liði Serbíu, sem líkt og Ísland ætlar langt í mótinu í von um að komast á Ólympíuleika: „Nei, það held ég ekki. Æfingaleikur er alltaf töluvert öðruvísi en leikur á stórmóti, og við megum búast við töluvert betri og skarpari frammistöðu hjá okkur á móti Serbum,“ sagði Aron á fyrstu æfingu landsliðsins í Ólympíuhöllinni í München í gær, og bætti við: „Það sem við þurfum að varast er að þeir eru með helvíti öflugan miðjumann [Lazar Kukic], sem má ekki alveg gera það sem honum sýnist. Við þurfum að loka vel á hann og svo línumennina hjá þeim. Ef við höfum góða stjórn á því, og náum upp hraðanum, held ég að við ættum að geta siglt þessu heim.“ Klippa: Aron fyrirliði klár í úrslitaleik við Serba Aðspurður hvort ekki væri minni ábyrgð á hans herðum á þessu móti en oft áður, og hvernig honum þætti það, sagði Aron svo ekki vera. „Ég er nú ekki sammála því. Mér finnst þokkaleg ábyrgð á mínum herðum sem fyrirliði og einn af reynslumestu mönnum liðsins. Ég held bara áfram mínu striki samkvæmt því hvernig ég lít á sjálfan mig og tel best að hjálpi liðinu,“ sagði Aron, staðráðinn í að leggja þung lóð á vogarskálarnar gegn Serbíu í dag: „Þetta er náttúrulega úrslitaleikur. Það skiptir miklu máli upp á framhaldið hvað við gerum í þessum leik, og það er ekkert annað sem kemur til greina en sigur.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik