Eiginkona eiganda Liverpool þurfti að flýja Bláa lónið Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2024 12:10 John W. Henry og Linda Henry sjálst reglulega í stúkunni á leikjum Liverpool. Linda var stödd á hóteli við Bláa lónið þegar rýma þurfti Grindavík í nótt. Vísir/Getty Rýma þurfti Grindavík í nótt þegar ljóst var að eldgos væri að fara af stað. Eiginkona John W. Henry eiganda Liverpool var ein af þeim sem þurfti að yfirgefa Bláa lónið. Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík snemma í morgun. Áður en eldgosið hófst var Grindavíkurbær rýmdur en talið er að gist hafi verið í um 90 húsum í bænum í nótt. Gestir dvöldu einnig á athafnasvæði Bláa lónsins í nótt þar sem hótel er rekið og var það svæði rýmt sömuleiðis. Fram kom í tilkynningu fyrirtækisins að rýmingin hafi gengið vel og var gestum komið fyrir á öðrum hótelum og starfsfólk fór til síns heima. Meðal þeirra sem dvöldu á hóteli Bláa lónsins var Linda Henry en hún er eiginkona John W. Henry eiganda enska knattspyrnufélagsins Liverpool. Linda Henry birti myndir af sér og syni þeirra hjóna á Instagram og mátti þar meðal annars sjá mynd sem hún tók í Bláa lóninu seint í gærkvöldi. Linda Henry var í Bláa lóninu ásamt syni sínum í gærkvöldi.Instagramsíða Linda Henry Í morgun birti Henry mynd af þeim mæðginum þar sem hún sagði að þau hefðu þurft að rýma hótelið vegna jarðskjálfta á svæðinu. John W. Henry hefur verið eigandi Liverpool frá árinu 2010 en hann og Linda Henry hafa verið gift síðan árið 2009. Linda er virk á samfélagsmiðlum og fylgir manni sínum oft á leiki á Anfield. Í sumar tók einn stuðningsmaður sig til og birti innlegg á Instagram þar sem hann hrósaði FSG, fyrirtækinu sem á og rekur Liverpool, eftir kaup félagsins á Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszslai. Hann merkti Linda Henry á myndina og bað hana að fyrirgefa ástríðuna. „Takk fyrir, mér finnst þessi ástríða einstök,“ svaraði Linda, sem er vinsæl meðal stuðningsmanna Liverpool. Mæðginin þurftu að yfirgefa svæðið þegar rýming var fyrirskipuð.Instagramsíða Linda Henry Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Mest lesið Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara Enski boltinn Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Sveindísi enn á ný skellt á bekkinn þrátt fyrir fernuna Fótbolti „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Arsenal fann enga leið gegn Everton Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Fleiri fréttir „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Arsenal fann enga leið gegn Everton Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Sjá meira
Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík snemma í morgun. Áður en eldgosið hófst var Grindavíkurbær rýmdur en talið er að gist hafi verið í um 90 húsum í bænum í nótt. Gestir dvöldu einnig á athafnasvæði Bláa lónsins í nótt þar sem hótel er rekið og var það svæði rýmt sömuleiðis. Fram kom í tilkynningu fyrirtækisins að rýmingin hafi gengið vel og var gestum komið fyrir á öðrum hótelum og starfsfólk fór til síns heima. Meðal þeirra sem dvöldu á hóteli Bláa lónsins var Linda Henry en hún er eiginkona John W. Henry eiganda enska knattspyrnufélagsins Liverpool. Linda Henry birti myndir af sér og syni þeirra hjóna á Instagram og mátti þar meðal annars sjá mynd sem hún tók í Bláa lóninu seint í gærkvöldi. Linda Henry var í Bláa lóninu ásamt syni sínum í gærkvöldi.Instagramsíða Linda Henry Í morgun birti Henry mynd af þeim mæðginum þar sem hún sagði að þau hefðu þurft að rýma hótelið vegna jarðskjálfta á svæðinu. John W. Henry hefur verið eigandi Liverpool frá árinu 2010 en hann og Linda Henry hafa verið gift síðan árið 2009. Linda er virk á samfélagsmiðlum og fylgir manni sínum oft á leiki á Anfield. Í sumar tók einn stuðningsmaður sig til og birti innlegg á Instagram þar sem hann hrósaði FSG, fyrirtækinu sem á og rekur Liverpool, eftir kaup félagsins á Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszslai. Hann merkti Linda Henry á myndina og bað hana að fyrirgefa ástríðuna. „Takk fyrir, mér finnst þessi ástríða einstök,“ svaraði Linda, sem er vinsæl meðal stuðningsmanna Liverpool. Mæðginin þurftu að yfirgefa svæðið þegar rýming var fyrirskipuð.Instagramsíða Linda Henry
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Mest lesið Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara Enski boltinn Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Sveindísi enn á ný skellt á bekkinn þrátt fyrir fernuna Fótbolti „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Arsenal fann enga leið gegn Everton Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Fleiri fréttir „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Arsenal fann enga leið gegn Everton Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Sjá meira