„Þetta verður löng nótt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 21:52 Ýmir Örn Gíslason sýndi heimsklassa frammistöðu í varnarleiknum í kvöld. Það dugði bara ekki til og hann var rosalega svekktur í leikslok. Vísir/Vilhelm Ýmir Örn Gíslason átti mjög góðan leik í kvöld í naumu tapi íslenska landsliðsins á móti Þjóðverjum. Ýmir fór fyrir vörninni sem átti sinn besta leik á mótinu. „Þetta er alveg ömurleg tilfinning og það er ótrúlega erfitt að sætta sig við þetta. Þetta verður löng nótt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason í samtali við Sindra Sverrisson en hvað fór með þetta fyrir íslenska liðið? „ Svona stuttu eftir leik þá nær ég eiginlega ekki að átta mig á því. Við fáum á okkur 26 mörk í dag, vorum að spila flotta vörn og fengum flotta markvörslu með okkur. Við förum eftir okkar prinsippum og erum fastir fyrir með góðri hjálparvörn og allt það,“ sagði Ýmir. „Við erum líka að fá frábær færi í sókninni. Jú jú, við klúðruðum einhverjum vítum og dauðafærum en það er bara eins og gengur og gerist. Það er bara erfitt að sætta sig við þetta svona stuttu eftir leik,“ sagði Ýmir. Klippa: Viðtal við Ými eftir Þýskalandsleik Hann hlýtur að vera mjög ánægður með hvernig hann sjálfur spilaði leikinn? „Já, já, Alveg eins. Það skiptir ekki máli af því að við náðum ekki að vinna. Einhver einstaklingsframtök skipta þá ekki máli,“ sagði Ýmir sem var mjög ósáttur með tveggja mínútna brottvísun undir lokin. „Mér fannst þetta vera mjög soft og ekki tvær mínútur. Kannski hef ég bara átt það inni eins og vanalega,“ sagði Ýmir en það er hægt að byggja á þessari frammistöðu í þessum þremur leikjum sem liðið á eftir. „Það eru þrír leikir eftir í milliriðli og það eru sex stig í boði. Það eru bata sex stig sem við ætlum að ná okkur í. Það er ekkert flóknara en það og þýðir ekkert annað. Það er klárlega markmiðið,“ sagði Ýmir. „Nú tekur við bara endurheimt og svo bara að undirbúa sig fyrir næsta andstæðing sem er á laugardaginn,“ sagði Ýmir. Ýmir hefur spilað minna á þessu móti en oft áður. Var mikið hungur í honum í þessum leik? „Já, auðvitað. Maður vill spila, spila og spila. Það segir sig sjálft. Ég tek því hlutverki sem mér er gefið. Núna var það meiri spilatími en í síðasta leik. Ég treysti bara okkar þjálfara til þess að stilla þessu upp,“ sagði Ýmir. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
„Þetta er alveg ömurleg tilfinning og það er ótrúlega erfitt að sætta sig við þetta. Þetta verður löng nótt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason í samtali við Sindra Sverrisson en hvað fór með þetta fyrir íslenska liðið? „ Svona stuttu eftir leik þá nær ég eiginlega ekki að átta mig á því. Við fáum á okkur 26 mörk í dag, vorum að spila flotta vörn og fengum flotta markvörslu með okkur. Við förum eftir okkar prinsippum og erum fastir fyrir með góðri hjálparvörn og allt það,“ sagði Ýmir. „Við erum líka að fá frábær færi í sókninni. Jú jú, við klúðruðum einhverjum vítum og dauðafærum en það er bara eins og gengur og gerist. Það er bara erfitt að sætta sig við þetta svona stuttu eftir leik,“ sagði Ýmir. Klippa: Viðtal við Ými eftir Þýskalandsleik Hann hlýtur að vera mjög ánægður með hvernig hann sjálfur spilaði leikinn? „Já, já, Alveg eins. Það skiptir ekki máli af því að við náðum ekki að vinna. Einhver einstaklingsframtök skipta þá ekki máli,“ sagði Ýmir sem var mjög ósáttur með tveggja mínútna brottvísun undir lokin. „Mér fannst þetta vera mjög soft og ekki tvær mínútur. Kannski hef ég bara átt það inni eins og vanalega,“ sagði Ýmir en það er hægt að byggja á þessari frammistöðu í þessum þremur leikjum sem liðið á eftir. „Það eru þrír leikir eftir í milliriðli og það eru sex stig í boði. Það eru bata sex stig sem við ætlum að ná okkur í. Það er ekkert flóknara en það og þýðir ekkert annað. Það er klárlega markmiðið,“ sagði Ýmir. „Nú tekur við bara endurheimt og svo bara að undirbúa sig fyrir næsta andstæðing sem er á laugardaginn,“ sagði Ýmir. Ýmir hefur spilað minna á þessu móti en oft áður. Var mikið hungur í honum í þessum leik? „Já, auðvitað. Maður vill spila, spila og spila. Það segir sig sjálft. Ég tek því hlutverki sem mér er gefið. Núna var það meiri spilatími en í síðasta leik. Ég treysti bara okkar þjálfara til þess að stilla þessu upp,“ sagði Ýmir.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik