Allt er breytt Jón Ingi Hákonarson skrifar 19. janúar 2024 08:00 Allt er breytt, jarðhræringarnar á Reykjanesskaga og hamfarirnar í Grindavík hafa breytt öllum forsendum byggðarþróunar á höfuðborgarsvæðinu. Við þurfum að skoða skipulagsmálin upp á nýtt. Vænt fólksfjölgun næstu áratuga mælist í tugum þúsunda og ætla má að flestir þeirra muni vilja búa á SV horninu. Hvernig ætlum við að þróa höfuðborgarsvæðið í þessum nýja veruleika? Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verður væntanlega ekki stækkað í suður í átt til Suðurnesja. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksina í Hafnarfirði hefur horft hýru auga til þessa möguleika. Það er varla lengur á borðinu, einnig er ljóst að hamfarirnar munu að öllum líkindum hægja á hinni hröðu uppbyggingu á Suðurnesjum. Ljóst má vera að horfa þarf inn á við og þétting byggðar innan höfuðborgarsvæðisins verður mikilvægari en áður. Ekki er ólíklegt að byggðin muni þróast hraðar í kringum Árborg og Þorlákshöfn. Það myndi ekki koma mér á óvart að Þorlákshöfn myndi ná Hafnarfirði að stærð upp úr 2050. Sama má segja um Akranes og Vesturlandið allt, líklega munu þau svæði styrkjast mikið á komandi árum og áratugum. Fyrir sveitastjórnarfólki blasir við nýr raunveruleiki þegar kemur að þróun byggðar á SV horninu. Byggð í Hafnarfirði mun varla teygja sig lengra til suðurs. Móðir náttúra hefur minnt á sig og við verðum að hlusta og hlýða. Fyrir okkur Hafnfirðinga er mikilvægt að láta kortleggja svæðin í kringum bæinn okkar til að fá nýjustu og bestu upplýsingar um jarðfræðilega stöðu. Bæjarstjóri segir að Hafnfirðingar bíði rólegir eftir hættumati, það er væntanlegt með vorinu. Ég veit ekki hversu rólegir Hafnfirðingar eru vegna þessa en hvað sem úr því mati kemur, má alveg slá því föstu að hættan hefur aukist til muna. Þróun byggðar mun því taka töluverðum breytingum. Það er í það minnsta ekki er í lagi er að stinga höfðinu í sandinn og vona það besta og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við verðum að sýna forsjálni og ábyrgð og skoða skipulagsmálin upp á nýtt. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Viðreisn Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Allt er breytt, jarðhræringarnar á Reykjanesskaga og hamfarirnar í Grindavík hafa breytt öllum forsendum byggðarþróunar á höfuðborgarsvæðinu. Við þurfum að skoða skipulagsmálin upp á nýtt. Vænt fólksfjölgun næstu áratuga mælist í tugum þúsunda og ætla má að flestir þeirra muni vilja búa á SV horninu. Hvernig ætlum við að þróa höfuðborgarsvæðið í þessum nýja veruleika? Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verður væntanlega ekki stækkað í suður í átt til Suðurnesja. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksina í Hafnarfirði hefur horft hýru auga til þessa möguleika. Það er varla lengur á borðinu, einnig er ljóst að hamfarirnar munu að öllum líkindum hægja á hinni hröðu uppbyggingu á Suðurnesjum. Ljóst má vera að horfa þarf inn á við og þétting byggðar innan höfuðborgarsvæðisins verður mikilvægari en áður. Ekki er ólíklegt að byggðin muni þróast hraðar í kringum Árborg og Þorlákshöfn. Það myndi ekki koma mér á óvart að Þorlákshöfn myndi ná Hafnarfirði að stærð upp úr 2050. Sama má segja um Akranes og Vesturlandið allt, líklega munu þau svæði styrkjast mikið á komandi árum og áratugum. Fyrir sveitastjórnarfólki blasir við nýr raunveruleiki þegar kemur að þróun byggðar á SV horninu. Byggð í Hafnarfirði mun varla teygja sig lengra til suðurs. Móðir náttúra hefur minnt á sig og við verðum að hlusta og hlýða. Fyrir okkur Hafnfirðinga er mikilvægt að láta kortleggja svæðin í kringum bæinn okkar til að fá nýjustu og bestu upplýsingar um jarðfræðilega stöðu. Bæjarstjóri segir að Hafnfirðingar bíði rólegir eftir hættumati, það er væntanlegt með vorinu. Ég veit ekki hversu rólegir Hafnfirðingar eru vegna þessa en hvað sem úr því mati kemur, má alveg slá því föstu að hættan hefur aukist til muna. Þróun byggðar mun því taka töluverðum breytingum. Það er í það minnsta ekki er í lagi er að stinga höfðinu í sandinn og vona það besta og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við verðum að sýna forsjálni og ábyrgð og skoða skipulagsmálin upp á nýtt. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar