„Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. janúar 2024 16:34 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega súr eftir að íslenska liðið kastaði frá sér forystunni í dag. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. „Ég hef bara ekki nein frábær svör fyrir ykkur, því miður. Við komum bara mjög flatir út í seinni hálfleik og eðlilega er það ekki uppleggið og við erum bara ekki í sama takti og í fyrri hálfleik. Við náum engan veginn að fylgja honum eftir sem er eðlilega bara svekkjandi og það svíður,“ sagði Snorri í leikslok, en fimm marka sigur hefði komið íslenska liðinu í vænlega stöðu um að vinna sér inn sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana. „Enn og aftur er markmaðurinn í hinu liðinu maður leiksins og við erum búnir að fara oft yfir það að það er ekki góður kokteill. Það er alveg fínt að vinna leikinn en tilfinningin er ekki þannig.“ Til að eiga möguleika á sæti í umspili fyrir ÓL þurfa íslensku strákarnir nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum síðar í dag og Snorri segir það ekki góða tilfinningu. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir Austurríkisleikinn „Ég held að þú skynjir það bara hvernig mönnum líður og hafir séð það inni á vellinum í lok leiks. Auðvitað vorum við að spila á móti spútnik liðinu og allt það, en við náðum þessu í þann farveg sem við vildum og það er fáránlega svekkjandi að hafa á svona stuttum tíma í seinni hálfleik bara kastað því forskoti frá okkur,“ sagði Snorri, en íslenska liðið fór með sex marka forskot inn í hálfleikshléið áður en sóknarleikur liðsins hrundi á stórum kafla í síðari hálfleik. Snorri var nú að klára sitt fyrsta mót sem þjálfari íslenska landsliðsins og þrátt fyrir að vera ekki kominn á þann stað að vera farinn að gera upp mótið segist hann hafa lært ýmislegt. „Ég er nú ekki kominn svo langt að vera búinn að gera upp mótið, en ég er búinn að læra mikið. Þetta er búið að vera erfitt, gaman og allt í bland. Núna þarf ég bara tíma til að melta þetta og gera þetta upp. Í heildina litið er spilamennskan bar ekki nægilega góð og ég er fúll yfir niðurstöðunni.“ Þá segir hann einnig að mótið í heild sinni hafi verið ákveðin vonbrigði. „Ef þú spyrð mig núna þá líður mér eins og þetta séu vonbrigði. Auðvitað er stutt á milli í þessu öllu saman, en mér fannst við eiga inni á löngum köflum og mér fannst við ekki ná nægilega oft upp okkar bestu frammistöðu. Þannig að já, við getum alveg kallað þetta vonbrigði,“ sagði Snorri að lokum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
„Ég hef bara ekki nein frábær svör fyrir ykkur, því miður. Við komum bara mjög flatir út í seinni hálfleik og eðlilega er það ekki uppleggið og við erum bara ekki í sama takti og í fyrri hálfleik. Við náum engan veginn að fylgja honum eftir sem er eðlilega bara svekkjandi og það svíður,“ sagði Snorri í leikslok, en fimm marka sigur hefði komið íslenska liðinu í vænlega stöðu um að vinna sér inn sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana. „Enn og aftur er markmaðurinn í hinu liðinu maður leiksins og við erum búnir að fara oft yfir það að það er ekki góður kokteill. Það er alveg fínt að vinna leikinn en tilfinningin er ekki þannig.“ Til að eiga möguleika á sæti í umspili fyrir ÓL þurfa íslensku strákarnir nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum síðar í dag og Snorri segir það ekki góða tilfinningu. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir Austurríkisleikinn „Ég held að þú skynjir það bara hvernig mönnum líður og hafir séð það inni á vellinum í lok leiks. Auðvitað vorum við að spila á móti spútnik liðinu og allt það, en við náðum þessu í þann farveg sem við vildum og það er fáránlega svekkjandi að hafa á svona stuttum tíma í seinni hálfleik bara kastað því forskoti frá okkur,“ sagði Snorri, en íslenska liðið fór með sex marka forskot inn í hálfleikshléið áður en sóknarleikur liðsins hrundi á stórum kafla í síðari hálfleik. Snorri var nú að klára sitt fyrsta mót sem þjálfari íslenska landsliðsins og þrátt fyrir að vera ekki kominn á þann stað að vera farinn að gera upp mótið segist hann hafa lært ýmislegt. „Ég er nú ekki kominn svo langt að vera búinn að gera upp mótið, en ég er búinn að læra mikið. Þetta er búið að vera erfitt, gaman og allt í bland. Núna þarf ég bara tíma til að melta þetta og gera þetta upp. Í heildina litið er spilamennskan bar ekki nægilega góð og ég er fúll yfir niðurstöðunni.“ Þá segir hann einnig að mótið í heild sinni hafi verið ákveðin vonbrigði. „Ef þú spyrð mig núna þá líður mér eins og þetta séu vonbrigði. Auðvitað er stutt á milli í þessu öllu saman, en mér fannst við eiga inni á löngum köflum og mér fannst við ekki ná nægilega oft upp okkar bestu frammistöðu. Þannig að já, við getum alveg kallað þetta vonbrigði,“ sagði Snorri að lokum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik