Rangt gefið á fjölmiðlamarkaði Hólmgeir Baldursson skrifar 1. febrúar 2024 16:00 Ég mun líklega aldrei á þessu æviskeiði reka miðil sem fær forgjöf frá Ríkinu fyrir 5,6 milljarða króna eins og RÚV fékk bara í fyrra, en ég segi það enn og aftur, ef ráðamenn þjóðarinnar gyrða sig ekki í brók og fara að gefa afþreyingarmiðlum jafnan vettvang til að stunda sína „þjónustu“ við landsmenn þá verða þetta alltaf örlög miðlanna að fara í þrot með reglulegu millibili. Það er bara staðreynd. Nýgerður „þjónustusamningur“ Ríkisins við Rúv er brandari. Í mín 25 ár á sjónvarpsmarkaði hefur nákvæmlega ekkert breyst og mun ekki breytast, svo einfalt! Það er bara fyndið að sjá ráðherra og ráðamenn berja sér á brjóst að telja sig vera að standa vörð um íslenskuna þegar aldrei var hugað að sérhæfðum íslenskum streymisleigum sem „voru“ af veikum mætti að reyna að halda uppi íslenskunni í samkeppni við erlenda risa sem nenna ekki einu sinni að henda í íslenskan texta. Hvort það kemur annað tímabil þar sem innlendir aðilar þora að taka slaginn, vonandi. Ég er allavega pass með streymisleigur í bili. Ég gerði tilraun með streymisveituna Filmflex sem gekk í rúmt ár, ekkert gjaldþrot þar á bæ, afskrifaði rúmlega 150 þúsund krónur þar, en önnur íslensk streymisveita fór í þrot uppá 75 milljónir skilst mér. Ég veit ekki til þess að það sé nein önnur sérhæfð íslensk streymisveita með eigið dreifikerfi starfandi í dag. (Íslenskað vod efni hjá fjarskiptafélögunum fellur ekki undir þá skilgreiningu). Og af hverju gætu sumir spurt sig ættu skattborgarar þessa lands að vera að halda afþreyingar miðlum gangandi? Svörin við því eru margþætt, en s.k. fjölmiðlastyrkir eru ekki ætlaðir fjölmiðlum með afþreyingu efsta á blaði hjá sér, heldur eru þeir eingöngu ætlaðir fréttamiðlum. Meir að segja héraðsfréttablað getur sótt um styrk hjá Fjölmiðlanefnd en afþreyingarmiðilinn Skjár 1 getur það ekki. Það er ekki eins og ég hafi ekki ritað um þetta áður, en ég var að henda í eins og eina sjónvarpsrás úr bílskúrnum heima hjá mér um daginn, enda á ég töluvert af sýningarréttindum af myndunum sem prýddu ofangreinda streymisleigu og ég valdi bara nýja dreifileið til að koma þeim á framfæri um cdn eða „content delivery network“ sem er ný streymisleið sem gerir fjöldanum kleift að móttaka um eigin snjalltæki hágæða sjónvarpsstraum án þess að hann hökti eins og margir upplifðu á kóvid tímum þegar streymið var að ryðja sér til rúms hér á landi. En „samkeppni“ milli miðla um áhorf, er hún ekki bara horfin og allir vinir? Það er komið að því að auka dreifingu Skjás 1 og ég er að spá í að koma efni á aðra fjarskiptamiðla, en þá virðist allt vera með hangandi haus á þeim bæjum, allavega hjá Sýn & Símanum en ég hef sent nokkra tölvupósta og tekið vel í setja Skjá 1 á IPTV myndlyklakerfin, svo fremi að þeir sem nýti sér þá dreifileið greiði fyrir hana, og bið um hugmyndir og viðræður, en engin svör hafa borist þrátt fyrir nokkrar ítrekanir. Kannski eru blessaðir mennirnir enn í jólafríi, en Nova, það er allavega fullreynt að reyna að berja hausnum við þann stein. Getum alveg gleymt því bara. Verð víst að læra að setja upp sjálfur öpp fyrir Apple Tv & Android og bið landsmenn um þolinmæði á meðan ég klóra mig tæknilega fram úr því. Vonandi næst að koma þessu á dreifikerfi Kapalvæðingar á Suðurnesjum sem fyrst, en unnið er í málinu. Ef það eru einhver önnur landsbyggðar dreifikerfi sem ég veit ekki af, þá endilega bara hafa samband. Það eru bara pínu breyttir tímar í dag. Síminn er af miklum metnaði að taka yfir flettiskilta auglýsingamarkaðinn, það bara hjálpar Skjá 1 sem vonandi mun njóta góðs af breyttum áherslum varðandi raunhæft áhorf í stað þessa glataða kerfis þar sem „örfáir urðu að fjölmörgum“ eða um 500 hræður, með því að heimfæra sama aldur og kyn uppá alla landsmenn sem svo allir horfðu auðvitað á RÚV í stað þess að nýta raunáhorf sem gilda mælingu, en IPTV kerfi Símans & Vodafone auk CDN dreifingar geta nákvæmlega tilgreint raunáhorf á þeirri mínútu sem það á sér stað. Hvað sem öðru líður þá er Ríkið ekki að fara af markaði þannig að baráttan um auglýsingamarkaðinn verður alltaf rangt gefin og línulegt sjónvarp er að virka enn þá í dag, Skjár 1 er alveg að sanna þá fullyrðingu. 47 þúsund heimsóknir á spilarann og rúmlega 280.000 áhorf sanna það. En að lokum, verður staðan virkilega sú eftir 25 ár að Ríkið sogi allt fé í Ríkismiðilinn með línulega dagskrá og tvær útvarpsstöðvar og að 5 sjónvarpsstöðvar og 15 útvarpsstöðvar hafa horfið frá deginum í dag til ársins 2050? Höfundur er áhugamaður um sjónvarp & frjálsa fjölmiðlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Síminn Sýn Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ég mun líklega aldrei á þessu æviskeiði reka miðil sem fær forgjöf frá Ríkinu fyrir 5,6 milljarða króna eins og RÚV fékk bara í fyrra, en ég segi það enn og aftur, ef ráðamenn þjóðarinnar gyrða sig ekki í brók og fara að gefa afþreyingarmiðlum jafnan vettvang til að stunda sína „þjónustu“ við landsmenn þá verða þetta alltaf örlög miðlanna að fara í þrot með reglulegu millibili. Það er bara staðreynd. Nýgerður „þjónustusamningur“ Ríkisins við Rúv er brandari. Í mín 25 ár á sjónvarpsmarkaði hefur nákvæmlega ekkert breyst og mun ekki breytast, svo einfalt! Það er bara fyndið að sjá ráðherra og ráðamenn berja sér á brjóst að telja sig vera að standa vörð um íslenskuna þegar aldrei var hugað að sérhæfðum íslenskum streymisleigum sem „voru“ af veikum mætti að reyna að halda uppi íslenskunni í samkeppni við erlenda risa sem nenna ekki einu sinni að henda í íslenskan texta. Hvort það kemur annað tímabil þar sem innlendir aðilar þora að taka slaginn, vonandi. Ég er allavega pass með streymisleigur í bili. Ég gerði tilraun með streymisveituna Filmflex sem gekk í rúmt ár, ekkert gjaldþrot þar á bæ, afskrifaði rúmlega 150 þúsund krónur þar, en önnur íslensk streymisveita fór í þrot uppá 75 milljónir skilst mér. Ég veit ekki til þess að það sé nein önnur sérhæfð íslensk streymisveita með eigið dreifikerfi starfandi í dag. (Íslenskað vod efni hjá fjarskiptafélögunum fellur ekki undir þá skilgreiningu). Og af hverju gætu sumir spurt sig ættu skattborgarar þessa lands að vera að halda afþreyingar miðlum gangandi? Svörin við því eru margþætt, en s.k. fjölmiðlastyrkir eru ekki ætlaðir fjölmiðlum með afþreyingu efsta á blaði hjá sér, heldur eru þeir eingöngu ætlaðir fréttamiðlum. Meir að segja héraðsfréttablað getur sótt um styrk hjá Fjölmiðlanefnd en afþreyingarmiðilinn Skjár 1 getur það ekki. Það er ekki eins og ég hafi ekki ritað um þetta áður, en ég var að henda í eins og eina sjónvarpsrás úr bílskúrnum heima hjá mér um daginn, enda á ég töluvert af sýningarréttindum af myndunum sem prýddu ofangreinda streymisleigu og ég valdi bara nýja dreifileið til að koma þeim á framfæri um cdn eða „content delivery network“ sem er ný streymisleið sem gerir fjöldanum kleift að móttaka um eigin snjalltæki hágæða sjónvarpsstraum án þess að hann hökti eins og margir upplifðu á kóvid tímum þegar streymið var að ryðja sér til rúms hér á landi. En „samkeppni“ milli miðla um áhorf, er hún ekki bara horfin og allir vinir? Það er komið að því að auka dreifingu Skjás 1 og ég er að spá í að koma efni á aðra fjarskiptamiðla, en þá virðist allt vera með hangandi haus á þeim bæjum, allavega hjá Sýn & Símanum en ég hef sent nokkra tölvupósta og tekið vel í setja Skjá 1 á IPTV myndlyklakerfin, svo fremi að þeir sem nýti sér þá dreifileið greiði fyrir hana, og bið um hugmyndir og viðræður, en engin svör hafa borist þrátt fyrir nokkrar ítrekanir. Kannski eru blessaðir mennirnir enn í jólafríi, en Nova, það er allavega fullreynt að reyna að berja hausnum við þann stein. Getum alveg gleymt því bara. Verð víst að læra að setja upp sjálfur öpp fyrir Apple Tv & Android og bið landsmenn um þolinmæði á meðan ég klóra mig tæknilega fram úr því. Vonandi næst að koma þessu á dreifikerfi Kapalvæðingar á Suðurnesjum sem fyrst, en unnið er í málinu. Ef það eru einhver önnur landsbyggðar dreifikerfi sem ég veit ekki af, þá endilega bara hafa samband. Það eru bara pínu breyttir tímar í dag. Síminn er af miklum metnaði að taka yfir flettiskilta auglýsingamarkaðinn, það bara hjálpar Skjá 1 sem vonandi mun njóta góðs af breyttum áherslum varðandi raunhæft áhorf í stað þessa glataða kerfis þar sem „örfáir urðu að fjölmörgum“ eða um 500 hræður, með því að heimfæra sama aldur og kyn uppá alla landsmenn sem svo allir horfðu auðvitað á RÚV í stað þess að nýta raunáhorf sem gilda mælingu, en IPTV kerfi Símans & Vodafone auk CDN dreifingar geta nákvæmlega tilgreint raunáhorf á þeirri mínútu sem það á sér stað. Hvað sem öðru líður þá er Ríkið ekki að fara af markaði þannig að baráttan um auglýsingamarkaðinn verður alltaf rangt gefin og línulegt sjónvarp er að virka enn þá í dag, Skjár 1 er alveg að sanna þá fullyrðingu. 47 þúsund heimsóknir á spilarann og rúmlega 280.000 áhorf sanna það. En að lokum, verður staðan virkilega sú eftir 25 ár að Ríkið sogi allt fé í Ríkismiðilinn með línulega dagskrá og tvær útvarpsstöðvar og að 5 sjónvarpsstöðvar og 15 útvarpsstöðvar hafa horfið frá deginum í dag til ársins 2050? Höfundur er áhugamaður um sjónvarp & frjálsa fjölmiðlun.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar