Náttúruhamfaratrygging vill hlutdeild í tekjum af fasteignunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2024 11:09 Því er enn ósvarað hversu lengi ríkið ætlar að halda utan um fasteignirnar og hvað verður gert til að halda þeim við. Vísir/Arnar Náttúruhamfaratrygging Íslands gerir athugasemd við að á sama tíma og gert sé ráðfyrir að fjármálaráðherra sé heimilt að ráðstafa eignum NTÍ til að fjármagna kaup á heimilum Grindvíkinga, sé ekki gert ráð fyrir að stofnunin fái neitt í staðinn. Þannig sé ekki gert ráð fyrir að NTÍ fái eignarhlutdeild í fasteignunum, veðrétt né hlut í eignaumsýslufélaginu sem til stendur að stofna um kaupinn. Þetta kemur fram í umsögn NTÍ um frumvarp um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík en undir hana rita Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ, og Sigurður Kári Kristjánsson stjórnarformaður. Benda þau á að um framlag NTÍ gæti numið á bilinu 10 til 15 milljörðum króna en eigið fé stofnunarinnar er 60 milljarðar króna. Gjaldþol stofnunarinnar muni dragast saman og nauðsynlegt að endurskoða fjármögnun hennar til framtíðar. Í umsögninni segir einnig að á sama tíma og gert sé ráð fyrir að fjármunum NTÍ verði varið í uppkaup án endurgjalds, sé jafnframt horft til þess að í ókominni framtíð verði fasteignunum mögulega ráðstafað aftur til fyrri eigenda eða þær fénýttar, til útleigu eða sölu. NTÍ telji rétt að ef til þessa komi sé rétt að endursöluverð fasteignanna eða leigutekjur af þim verði ráðstafað aftur til NTÍ, að minnsta kosti í hlutfalli við hlutdeild stofnunarinnar við fjármögnun aðgerðanna. Þá er einnig fjallað um tjónakostnað sem NTÍ kemur mögulega til með að greiða út vegna umræddra fasteigna: „NTÍ hefur lagt áherslu á mikilvægi þess í aðdraganda þessarar lagasetningar að í lagatextanum sé tekið fram að komi til þess að eignaumsýslufélagið geri bótakröfur á NTÍ vegna þeirra eigna sem keyptar verða af eigendum íbúðarhúsnæðis í Grindavík, verði litið svo á að þeir fjármunir sem teknir verða úr sjóðum NTÍ og lagðir til eignaumsýslufélagsins gangi upp í tjónakostnað NTÍ áður en til þess kemur að NTÍ greiði tjónabæturtil eignaumsýslufélagsins,“ segir í umsögninni. „Bótaskylt tjón sem kann að greinast á eignum eftir að eignarhald færist yfir til eignaumsýslufélagsins þurfi því að nema hærri fjárhæð en sú fjárhæð sem tekin verður úr sjóði NTÍ áður en til bótagreiðslu kæmi til handa eignaumsýslufélaginu frá NTÍ. Að öðrum kosti verður að líta svo á að sjóðir NTÍ verði bæði nýttir til uppkaupa á fasteignum í Grindavík og síðan til greiðslu bóta vegna sömu fasteigna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Launmorð á götum New York Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Sjá meira
Þannig sé ekki gert ráð fyrir að NTÍ fái eignarhlutdeild í fasteignunum, veðrétt né hlut í eignaumsýslufélaginu sem til stendur að stofna um kaupinn. Þetta kemur fram í umsögn NTÍ um frumvarp um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík en undir hana rita Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ, og Sigurður Kári Kristjánsson stjórnarformaður. Benda þau á að um framlag NTÍ gæti numið á bilinu 10 til 15 milljörðum króna en eigið fé stofnunarinnar er 60 milljarðar króna. Gjaldþol stofnunarinnar muni dragast saman og nauðsynlegt að endurskoða fjármögnun hennar til framtíðar. Í umsögninni segir einnig að á sama tíma og gert sé ráð fyrir að fjármunum NTÍ verði varið í uppkaup án endurgjalds, sé jafnframt horft til þess að í ókominni framtíð verði fasteignunum mögulega ráðstafað aftur til fyrri eigenda eða þær fénýttar, til útleigu eða sölu. NTÍ telji rétt að ef til þessa komi sé rétt að endursöluverð fasteignanna eða leigutekjur af þim verði ráðstafað aftur til NTÍ, að minnsta kosti í hlutfalli við hlutdeild stofnunarinnar við fjármögnun aðgerðanna. Þá er einnig fjallað um tjónakostnað sem NTÍ kemur mögulega til með að greiða út vegna umræddra fasteigna: „NTÍ hefur lagt áherslu á mikilvægi þess í aðdraganda þessarar lagasetningar að í lagatextanum sé tekið fram að komi til þess að eignaumsýslufélagið geri bótakröfur á NTÍ vegna þeirra eigna sem keyptar verða af eigendum íbúðarhúsnæðis í Grindavík, verði litið svo á að þeir fjármunir sem teknir verða úr sjóðum NTÍ og lagðir til eignaumsýslufélagsins gangi upp í tjónakostnað NTÍ áður en til þess kemur að NTÍ greiði tjónabæturtil eignaumsýslufélagsins,“ segir í umsögninni. „Bótaskylt tjón sem kann að greinast á eignum eftir að eignarhald færist yfir til eignaumsýslufélagsins þurfi því að nema hærri fjárhæð en sú fjárhæð sem tekin verður úr sjóði NTÍ áður en til bótagreiðslu kæmi til handa eignaumsýslufélaginu frá NTÍ. Að öðrum kosti verður að líta svo á að sjóðir NTÍ verði bæði nýttir til uppkaupa á fasteignum í Grindavík og síðan til greiðslu bóta vegna sömu fasteigna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Launmorð á götum New York Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Sjá meira