Eigum við að banna síma í skólum? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 15:30 Næstum öll íslensk börn í grunnskólum á Íslandi eiga eigin farsíma, 95% barna í 4.–7. bekk og 98% barna í 8.–10. bekk. Ég ætla að gefa mér að í langflestir þessara síma séu snjallsímar sem þýðir að í einu litlu tæki eru börnin með hlaðborð af afþreyingarefni af ýmsum toga með sér í vasanum allan daginn alla daga. Snjallsímar eru svo sannarlega frábær fyrirbrigði sem geta sparað okkur mikinn tíma. Fyrir utan að vera sími er þetta fullkomin tölva, myndavél, landakort, bókasafn, orðabók, tónlistasafn - já og veski. Þú getur í raun gert nánast allt í gegnum þetta litla tæki. En áhrif þessarar tækni er ekki bara jákvæð. Við sjáum nú ýmsar birtingarmyndir ofnotkunar á skjátíma og afleiðingar þess fyrir heilann okkar og þroska hans. Samfélagsmiðlar eru af sérfræðingum taldir allt of stýrandi á nútímahegðun. Við glímum við kvíða og vanmátt hjá ungu fólki meðal annars vegna óheilbrigðra fyrirmynda á samfélagsmiðlum. Ég spurði ráðherra menntamála hvort hann teldi farsímanotkun hafa áhrif á námsárangur og hvort hann hyggist beita sér fyrir banni eða hömlum á slíkri notkun. Í stuttu máli var svar ráðherrans að það væri ekki á verksviði ráðuneytisins að banna slíkt enda sé rekstur grunnskóla á höndum sveitastjórna og samkvæmt lögum og reglugerðum liggi svigrúmið hjá grunnskólum og sveitarfélögunum til að banna eða útfæra reglur þar að lútandi. En fram kom að ráðuneytið vinni engu að síður að leiðbeinandi viðmiðum um notkun farsíma í grunnskólum og er starfshópur að störfum sem ljúka á störfum um mitt ár Í nýlegri skýrslu UNESCO frá 2023 um tækni í menntun eru ríki hvött til þess að móta sér stefnu í notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Í skýrslunni er lögð áhersla á að teknar séu meðvitaðar ákvarðanir um stefnu þegar kemur að upplýsingatækni í skólastarfi og að tækni, þ.m.t. snjallsímar, verði í kennslustundum einvörðungu notuð til uppbyggingar á þekkingu. Mikilvægt sé einnig að líta til fjölbreyttra þátta eins og persónuverndar barna og neikvæðra afleiðinga upplýsingatækni, þ.m.t. neteineltis og stafræns kynferðisofbeldis. Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um hættur sem geta stafað af of mikilli notkun upplýsingatækni og langtímaskjánotkun og snjalltækjanotkun. Auk þess benda nýjar rannsóknir frá mörgum löndum, þ.m.t. Íslandi, til þess að mikil aukning sé í skjánotkun, sérstaklega hjá börnum, og að aukningin hafi m.a. neikvæð áhrif á svefn og andlega og líkamlega heilsu barna. Í UNESCO-skýrslunni kemur einnig fram að mörg ríki hafi mætt þessum áskorunum með því að takmarka skjánotkun í skólum en innan við fjórðungur ríkja hafi í löggjöf eða opinberri stefnumörkun lagt bann við notkun farsíma í skólum. Sum lönd virðast vera að taka algjöra U-beygju og hreinlega banna síma og skjátækni í skólum og hverfa aftur til bóka og blaðs og blýants. Nýr menntamálaráðherra Svíþjóðar hefur verið skýr hvað þetta varðar og kallar eftir afturhvarfi til hefðbundinna kennsluhátta þar sem börnin skuli lesa bækur í stað þess að lesa af skjá og að verkefni skuli unnin með blaði og penna en ekki tölvu. Ég elska tækni og tel rétt að við nýtum kosti tækninnar en við þurfum að hafa varann á, sérstaklega þegar kemur að börnunum okkar. Umræða um símabann hefur orðið háværari og hafa einhverjir skólar stigið það skref. Aðrir hafa talið að síma eigi að nota sem námstæki sem hluta af þeirri þróun sem ný tækni færir okkur. Ég aðhyllist almennt ekki boð og bönn en ég vil hvetja grunnskóla landsins til að marka sér stefnu í þessum málum. Við þurfum sem samfélag að bæta námsárangur barna á Íslandi og við þurfum að tryggja öryggi og vellíðan þeirra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Alþingi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Næstum öll íslensk börn í grunnskólum á Íslandi eiga eigin farsíma, 95% barna í 4.–7. bekk og 98% barna í 8.–10. bekk. Ég ætla að gefa mér að í langflestir þessara síma séu snjallsímar sem þýðir að í einu litlu tæki eru börnin með hlaðborð af afþreyingarefni af ýmsum toga með sér í vasanum allan daginn alla daga. Snjallsímar eru svo sannarlega frábær fyrirbrigði sem geta sparað okkur mikinn tíma. Fyrir utan að vera sími er þetta fullkomin tölva, myndavél, landakort, bókasafn, orðabók, tónlistasafn - já og veski. Þú getur í raun gert nánast allt í gegnum þetta litla tæki. En áhrif þessarar tækni er ekki bara jákvæð. Við sjáum nú ýmsar birtingarmyndir ofnotkunar á skjátíma og afleiðingar þess fyrir heilann okkar og þroska hans. Samfélagsmiðlar eru af sérfræðingum taldir allt of stýrandi á nútímahegðun. Við glímum við kvíða og vanmátt hjá ungu fólki meðal annars vegna óheilbrigðra fyrirmynda á samfélagsmiðlum. Ég spurði ráðherra menntamála hvort hann teldi farsímanotkun hafa áhrif á námsárangur og hvort hann hyggist beita sér fyrir banni eða hömlum á slíkri notkun. Í stuttu máli var svar ráðherrans að það væri ekki á verksviði ráðuneytisins að banna slíkt enda sé rekstur grunnskóla á höndum sveitastjórna og samkvæmt lögum og reglugerðum liggi svigrúmið hjá grunnskólum og sveitarfélögunum til að banna eða útfæra reglur þar að lútandi. En fram kom að ráðuneytið vinni engu að síður að leiðbeinandi viðmiðum um notkun farsíma í grunnskólum og er starfshópur að störfum sem ljúka á störfum um mitt ár Í nýlegri skýrslu UNESCO frá 2023 um tækni í menntun eru ríki hvött til þess að móta sér stefnu í notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Í skýrslunni er lögð áhersla á að teknar séu meðvitaðar ákvarðanir um stefnu þegar kemur að upplýsingatækni í skólastarfi og að tækni, þ.m.t. snjallsímar, verði í kennslustundum einvörðungu notuð til uppbyggingar á þekkingu. Mikilvægt sé einnig að líta til fjölbreyttra þátta eins og persónuverndar barna og neikvæðra afleiðinga upplýsingatækni, þ.m.t. neteineltis og stafræns kynferðisofbeldis. Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um hættur sem geta stafað af of mikilli notkun upplýsingatækni og langtímaskjánotkun og snjalltækjanotkun. Auk þess benda nýjar rannsóknir frá mörgum löndum, þ.m.t. Íslandi, til þess að mikil aukning sé í skjánotkun, sérstaklega hjá börnum, og að aukningin hafi m.a. neikvæð áhrif á svefn og andlega og líkamlega heilsu barna. Í UNESCO-skýrslunni kemur einnig fram að mörg ríki hafi mætt þessum áskorunum með því að takmarka skjánotkun í skólum en innan við fjórðungur ríkja hafi í löggjöf eða opinberri stefnumörkun lagt bann við notkun farsíma í skólum. Sum lönd virðast vera að taka algjöra U-beygju og hreinlega banna síma og skjátækni í skólum og hverfa aftur til bóka og blaðs og blýants. Nýr menntamálaráðherra Svíþjóðar hefur verið skýr hvað þetta varðar og kallar eftir afturhvarfi til hefðbundinna kennsluhátta þar sem börnin skuli lesa bækur í stað þess að lesa af skjá og að verkefni skuli unnin með blaði og penna en ekki tölvu. Ég elska tækni og tel rétt að við nýtum kosti tækninnar en við þurfum að hafa varann á, sérstaklega þegar kemur að börnunum okkar. Umræða um símabann hefur orðið háværari og hafa einhverjir skólar stigið það skref. Aðrir hafa talið að síma eigi að nota sem námstæki sem hluta af þeirri þróun sem ný tækni færir okkur. Ég aðhyllist almennt ekki boð og bönn en ég vil hvetja grunnskóla landsins til að marka sér stefnu í þessum málum. Við þurfum sem samfélag að bæta námsárangur barna á Íslandi og við þurfum að tryggja öryggi og vellíðan þeirra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar