Reyndi að selja efni í kjarnorkuvopn til Írans Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2024 16:40 Takeshi Ebisawaer hér í Kaupmannahöfn að skoða vopn sem hann vildi kaupa í skiptum fyrir geislavirk efni sem hann hafði fengið frá leiðtoga uppreisnarhóps í Mjanmar. AP/Ríkissaksóknari New York Japanskur glæpaforingi reyndi að selja bandarískum flugumanni geislavirk efni sem hægt er að nota til að smíða kjarnorkusprengju. Glæpaforinginn vildi einnig kaupa vopn handa uppreisnarmönnum í Mjanmar og selja fíkniefni í New York. Geislavirku efnin mun hinn sextugi Takeshi Ebisawa hafa fengið frá leiðtoga uppreisnarhóps í Mjanmar, sem einnig kallast Búrma. Uppreisnarhópar þar eiga í umfangsmiklum átökum við herforingjastjórn sem tók völd í landinu árið 2021. Talið er að uppreisnarmennirnir hafi grafið efnin úr jörðu. Ebisawa bauðst til að selja efnin og kaupa í staðinn vopn fyrir uppreisnarhópinn. Ebisawa bauð bandarískum löggæslumanni, sem sagðist geta komið efnunum til herforingja frá Íran, að kaupa úran og plútóníum sem hægt væri að nota efnin í kjarnorkusprengju. í staðinn vildi glæpaforinginn fá 6,85 milljónir dala og leitaðist hann einnig eftir því að fá vopn handa uppreisnarmönnunum. Í ákærunni gegn Ebisawa, sem birt var í gær, segir að hann hafi viljað M60 vélbyssur og AK-47 árásarriffla. Árið 2021 ferðaðist Ebisawa til Kaupmannahafnar þar sem hann hitti bandarískan og danska flugumenn til að skoða vopn sem honum var boðið að kaupa. Á sama tíma hittu menn á hans vegum bandarískan flugumann á hóteli í Taílandi, þar sem hann fékk að sjá sýni af geislavirku efnunum, samkvæmt frétt Washington Post. Ebisawa og Taílenskur maður sem heitir Somphop Singhasiri og hefur einnig verið ákærður í málinu, reyndu svo einnig að selja hundruð kílóa af metamfetamíni og heróíni sem selja átti áfram í New York í Bandaríkjunum. Mennirnir voru handteknir í New York í apríl 2022 ásamt tveimur öðrum mönnum sem að málinu koma. Japan Íran Bandaríkin Mjanmar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Geislavirku efnin mun hinn sextugi Takeshi Ebisawa hafa fengið frá leiðtoga uppreisnarhóps í Mjanmar, sem einnig kallast Búrma. Uppreisnarhópar þar eiga í umfangsmiklum átökum við herforingjastjórn sem tók völd í landinu árið 2021. Talið er að uppreisnarmennirnir hafi grafið efnin úr jörðu. Ebisawa bauðst til að selja efnin og kaupa í staðinn vopn fyrir uppreisnarhópinn. Ebisawa bauð bandarískum löggæslumanni, sem sagðist geta komið efnunum til herforingja frá Íran, að kaupa úran og plútóníum sem hægt væri að nota efnin í kjarnorkusprengju. í staðinn vildi glæpaforinginn fá 6,85 milljónir dala og leitaðist hann einnig eftir því að fá vopn handa uppreisnarmönnunum. Í ákærunni gegn Ebisawa, sem birt var í gær, segir að hann hafi viljað M60 vélbyssur og AK-47 árásarriffla. Árið 2021 ferðaðist Ebisawa til Kaupmannahafnar þar sem hann hitti bandarískan og danska flugumenn til að skoða vopn sem honum var boðið að kaupa. Á sama tíma hittu menn á hans vegum bandarískan flugumann á hóteli í Taílandi, þar sem hann fékk að sjá sýni af geislavirku efnunum, samkvæmt frétt Washington Post. Ebisawa og Taílenskur maður sem heitir Somphop Singhasiri og hefur einnig verið ákærður í málinu, reyndu svo einnig að selja hundruð kílóa af metamfetamíni og heróíni sem selja átti áfram í New York í Bandaríkjunum. Mennirnir voru handteknir í New York í apríl 2022 ásamt tveimur öðrum mönnum sem að málinu koma.
Japan Íran Bandaríkin Mjanmar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira