Breiðablik og Breiðablik með örugga sigra í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2024 22:30 Rakel Hönnudóttir setti óvænt á sig markmannshanska í kvöld og stóð vaktina með prýði. VÍSIR/VILHELM Karla- og kvennalið unnu leiki kvöldsins í Lengjubikarnum í fótbolta örugglega. Karlarnir unnu einstaklega þægilegan 5-0 sigur á Gróttu sem leikur í Lengjudeildinni á næstu leiktíð á meðan Blikar vonast til að berjast á toppi Bestu deildarinnar. Gamla brýnið Kristinn Steindórsson fór hreinlega á kostum í kvöld og skoraði þrennu á aðeins 13 mínútna kafla. Blikar leiddu með þremur mörkum í hálfleik og bættu við tveimur mörkum á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik. Dagur Örn Fjeldsted með fyrra og Damir Muminovic það seinna. Lokatölur 5-0 Blikum í vil. Leikur hafinn gegn Gróttu. pic.twitter.com/D7T6wU8Uz1— Blikar.is (@blikar_is) February 23, 2024 Breiðablik hefur nú unnið tvo af þremur leikjum sínum í riðli 1 í A-deild. Á sama tíma er Grótta á botninum eftir að fá á sig 10 mörk í þremur leikjum. Kvennalið Breiðabliks átti ekki í vandræðum með Selfoss. Það vakti athygli að Rakel Hönnudóttir, fyrrverandi landsliðskona, stóð vaktina í marki Breiðabliks en hún spilar vanalega á miðjunni. Breiðablik, sem reikna má að verði í toppbaráttu Bestu deildarinnar í sumar, fór nokkuð létt með Selfyssinga sem leika í Lengjudeildinni eftir fall úr þeirri Bestu síðasta haust. Barbára Sól Gísladóttir kom Blikum yfir snemma leiks en það reyndist eina mark fyrri hálfleiks. Í þeim síðari bættu Margrét Lea Gísladóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Birta Georgsdóttir við einu marki hver og lokatölur 4-0. Breiðablik hefur unnið báða leiki sína í riðli 1 í A-deild. Selfoss hefur hins vegar tapað báðum sínum leikjum og fengið á sig átta mörk. Þá gerðu Afturelding og Leiknir Reykjavík 3-3 jafntefli í riðli 4 í A-deild.. Elmar Kári Enesson Cogic skoraði öll mörk Aftureldingar og er greinilega enn í sömu markaskóm á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 17 mörk í 24 leikjum. Andi Hoti skoraði tvö fyrir Leikni R. og Omar Sowe eitt. Leiknir er með 5 stig í 2. sæti riðils 4 að loknum þremur leikjum á meðan Afturelding er í 4. sæti með fjögur stig. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Grótta UMF Selfoss Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Karlarnir unnu einstaklega þægilegan 5-0 sigur á Gróttu sem leikur í Lengjudeildinni á næstu leiktíð á meðan Blikar vonast til að berjast á toppi Bestu deildarinnar. Gamla brýnið Kristinn Steindórsson fór hreinlega á kostum í kvöld og skoraði þrennu á aðeins 13 mínútna kafla. Blikar leiddu með þremur mörkum í hálfleik og bættu við tveimur mörkum á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik. Dagur Örn Fjeldsted með fyrra og Damir Muminovic það seinna. Lokatölur 5-0 Blikum í vil. Leikur hafinn gegn Gróttu. pic.twitter.com/D7T6wU8Uz1— Blikar.is (@blikar_is) February 23, 2024 Breiðablik hefur nú unnið tvo af þremur leikjum sínum í riðli 1 í A-deild. Á sama tíma er Grótta á botninum eftir að fá á sig 10 mörk í þremur leikjum. Kvennalið Breiðabliks átti ekki í vandræðum með Selfoss. Það vakti athygli að Rakel Hönnudóttir, fyrrverandi landsliðskona, stóð vaktina í marki Breiðabliks en hún spilar vanalega á miðjunni. Breiðablik, sem reikna má að verði í toppbaráttu Bestu deildarinnar í sumar, fór nokkuð létt með Selfyssinga sem leika í Lengjudeildinni eftir fall úr þeirri Bestu síðasta haust. Barbára Sól Gísladóttir kom Blikum yfir snemma leiks en það reyndist eina mark fyrri hálfleiks. Í þeim síðari bættu Margrét Lea Gísladóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Birta Georgsdóttir við einu marki hver og lokatölur 4-0. Breiðablik hefur unnið báða leiki sína í riðli 1 í A-deild. Selfoss hefur hins vegar tapað báðum sínum leikjum og fengið á sig átta mörk. Þá gerðu Afturelding og Leiknir Reykjavík 3-3 jafntefli í riðli 4 í A-deild.. Elmar Kári Enesson Cogic skoraði öll mörk Aftureldingar og er greinilega enn í sömu markaskóm á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 17 mörk í 24 leikjum. Andi Hoti skoraði tvö fyrir Leikni R. og Omar Sowe eitt. Leiknir er með 5 stig í 2. sæti riðils 4 að loknum þremur leikjum á meðan Afturelding er í 4. sæti með fjögur stig.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Grótta UMF Selfoss Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira