Voru sérstaklega varaðir við árás frá ISKP Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2024 19:59 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Sergei Karpukhin Degi áður en sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu gaf út opinbera viðvörun um mögulegar árásir öfgamanna á tónleika eða aðra samkomustaði í Moskvu höfðu starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Moskvu sent rússneskum kollegum sínum sambærileg skilaboð. Viðvörunin innihélt meiri upplýsingar en birtar voru degi síðar en Bandaríkjamenn vöruðu sérstaklega við árás frá vígamönnum Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP. Bandaríkjamenn sögðust hafa fylgst náið með hópnum og töldu ógnina trúverðuga, samkvæmt heimildarmönnum New York Times úr leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Degi síðar, þann 7. mars, þegar opinbera viðvörunin var birt lýstu forsvarsmenn Leyniþjónustu Rússlands (FSB) því yfir að komið hefði verið í veg fyrir árás vígamanna ISKP á bænahús gyðinga í Moskvu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti því þó yfir, nokkrum dögum síðar, að opinbera viðvörunin væri tilraun til kúgunar og henni hefði verið ætlað að „ógna“ rússnesku samfélagi og efla til deilna. Þremur dögum eftir það, ruddust fjórir menn inn í tónleikahúsið og hófu þar skothríð. Á þrettán mínútum er talið að þeir hafi skotið um fimm hundruð skotum og kveikt í húsinu. Að minnsta kosti 143 eru dánir vegna árásarinnar og er óttast að talan gæti hækkað enn frekar þar sem fregnir hafa borist af því að margra sé saknað. Mennirnir flúðu af vettvangi eftir árásina og eru sagðir hafa verið handteknir á leið til Úkraínu. Pútín, aðrir ráðamenn í Rússlandi og málpípur Kreml í ríkisreknum miðlum og annars staðar hafa ítrekað haldið því fram að árásarmennirnir tengist Úkraínu og hafa einnig bendlað Bandaríkin og Bretland við árásina. Í frétt New York Times segir að í nýlegu minnisblaði frá leyniþjónustum Rússlands hafi verið varað við aukinni hættu á árásum öfgamanna frá Tadsíkistan sem tengdust ISKP. Mennirnir fjórir sem hafa verið handteknir fyrir að fremja árásina eru allir frá Tadsíkistan. Íslamska ríkið lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni og birti myndefni frá henni sem árásarmennirnir tóku upp. Talsmaður samtakanna ítrekaði í yfirlýsingu sem birt var í dag vegna tíu ára afmælis stofnunar Kalífadæmisins að vígamenn samtakanna hefðu gert árásina í Moskvu og aðrar í Mið-Asíu, einkum í Íran. Íslamska ríkið í Khorasan er iðulega kallað ISIS-K en réttara er að kalla þau ISKP, þar sem skammstöfunin ISIS er tilvísun í Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi. ISKP er Íslamska ríkið í Khorasan. Talsmaðurinn vísaði til þess að vígamenn Íslamska ríkisins hefðu barist við rússneska hermenn bæði í Afríku og í Sýrlandi og hrósaði hann ISKP vegna árásarinnar í Moskvu. Þá kallaði hann eftir frekari árásum um heiminn allan. Þúsundir Rússa gengu til liðs við kalífadæmi ISIS á árum áður. Hafa einbeint sér að annars konar „öfgamönnum“ Í viðtölum við NYT segja embættismenn í Bandaríkjunum og Evrópu að þó viðvörun hafi verið gefin út um mögulega hættu sé erfitt að koma í veg fyrir árásir af þessu tagi. Þeir segja þó að Pútín hafi notað leyniþjónustur Rússlands gegn mótmælendum og andstæðingum ríkisstjórnar sinnar í Rússlandi og að starfsmenn FSB hafi sömuleiðis einblínt á Úkraínu og Vesturlönd. Sjá einnig : Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Sú deild FSB sem á að stöðva öfgamenn af ýmsu tagi hefur tekið við sífellt fleiri verkefnum þar sem skilgreiningin á öfgamönnum hefur víkkað töluvert. Á undanförnum árum hefur þessi deild að mestu beitt sér gegn íslömskum öfgamönnum og ný-nasistum en við listann hafa bæst pólitískir aðgerðasinnar, stuðningsmenn Alexei Navalní, hinsegin fólk, Vottar Jehófa og alls konar aðgerðasinnar. Ráðamenn í Bandaríkjunum telja útsendara þessarar deildar hafa komið að því að eitra fyrir Navalní á sínum tíma. Listi yfir skráð öfgasamtök í Rússlandi hefur lengst gífurlega á undanförnum árum. Hundruðum samtaka hefur verið bætt við hann. „Í raun er FSB pólitískt afl og endurspeglar áhyggjur Kreml,“ segir einn sérfræðingur bresku hugveitunnar RUSI, elstu hugveitu heims sem fjallar um hernaðarmál. Hann segir stjórnvöld í Rússlandi einbeita sér að því að beita FSB gegn pólitískum andstæðingum og Úkraínumönnum. Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Úkraína Bandaríkin Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01 Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47 Fjórir menn fyrir dómara vegna hryðjuverkanna Fjórir menn hafa verið leiddir fyrir dómara vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í nágrenni Moskvu á föstudagskvöldið. Tveir þeirra játuðu skýlaust að hafa framið voðaverkin. 137 manns létu lífið þegar hópur manna hófu skothríð í Crocus City-tónleikahöllinni og meira en 150 særðust. 24. mars 2024 21:37 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Viðvörunin innihélt meiri upplýsingar en birtar voru degi síðar en Bandaríkjamenn vöruðu sérstaklega við árás frá vígamönnum Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP. Bandaríkjamenn sögðust hafa fylgst náið með hópnum og töldu ógnina trúverðuga, samkvæmt heimildarmönnum New York Times úr leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Degi síðar, þann 7. mars, þegar opinbera viðvörunin var birt lýstu forsvarsmenn Leyniþjónustu Rússlands (FSB) því yfir að komið hefði verið í veg fyrir árás vígamanna ISKP á bænahús gyðinga í Moskvu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti því þó yfir, nokkrum dögum síðar, að opinbera viðvörunin væri tilraun til kúgunar og henni hefði verið ætlað að „ógna“ rússnesku samfélagi og efla til deilna. Þremur dögum eftir það, ruddust fjórir menn inn í tónleikahúsið og hófu þar skothríð. Á þrettán mínútum er talið að þeir hafi skotið um fimm hundruð skotum og kveikt í húsinu. Að minnsta kosti 143 eru dánir vegna árásarinnar og er óttast að talan gæti hækkað enn frekar þar sem fregnir hafa borist af því að margra sé saknað. Mennirnir flúðu af vettvangi eftir árásina og eru sagðir hafa verið handteknir á leið til Úkraínu. Pútín, aðrir ráðamenn í Rússlandi og málpípur Kreml í ríkisreknum miðlum og annars staðar hafa ítrekað haldið því fram að árásarmennirnir tengist Úkraínu og hafa einnig bendlað Bandaríkin og Bretland við árásina. Í frétt New York Times segir að í nýlegu minnisblaði frá leyniþjónustum Rússlands hafi verið varað við aukinni hættu á árásum öfgamanna frá Tadsíkistan sem tengdust ISKP. Mennirnir fjórir sem hafa verið handteknir fyrir að fremja árásina eru allir frá Tadsíkistan. Íslamska ríkið lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni og birti myndefni frá henni sem árásarmennirnir tóku upp. Talsmaður samtakanna ítrekaði í yfirlýsingu sem birt var í dag vegna tíu ára afmælis stofnunar Kalífadæmisins að vígamenn samtakanna hefðu gert árásina í Moskvu og aðrar í Mið-Asíu, einkum í Íran. Íslamska ríkið í Khorasan er iðulega kallað ISIS-K en réttara er að kalla þau ISKP, þar sem skammstöfunin ISIS er tilvísun í Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi. ISKP er Íslamska ríkið í Khorasan. Talsmaðurinn vísaði til þess að vígamenn Íslamska ríkisins hefðu barist við rússneska hermenn bæði í Afríku og í Sýrlandi og hrósaði hann ISKP vegna árásarinnar í Moskvu. Þá kallaði hann eftir frekari árásum um heiminn allan. Þúsundir Rússa gengu til liðs við kalífadæmi ISIS á árum áður. Hafa einbeint sér að annars konar „öfgamönnum“ Í viðtölum við NYT segja embættismenn í Bandaríkjunum og Evrópu að þó viðvörun hafi verið gefin út um mögulega hættu sé erfitt að koma í veg fyrir árásir af þessu tagi. Þeir segja þó að Pútín hafi notað leyniþjónustur Rússlands gegn mótmælendum og andstæðingum ríkisstjórnar sinnar í Rússlandi og að starfsmenn FSB hafi sömuleiðis einblínt á Úkraínu og Vesturlönd. Sjá einnig : Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Sú deild FSB sem á að stöðva öfgamenn af ýmsu tagi hefur tekið við sífellt fleiri verkefnum þar sem skilgreiningin á öfgamönnum hefur víkkað töluvert. Á undanförnum árum hefur þessi deild að mestu beitt sér gegn íslömskum öfgamönnum og ný-nasistum en við listann hafa bæst pólitískir aðgerðasinnar, stuðningsmenn Alexei Navalní, hinsegin fólk, Vottar Jehófa og alls konar aðgerðasinnar. Ráðamenn í Bandaríkjunum telja útsendara þessarar deildar hafa komið að því að eitra fyrir Navalní á sínum tíma. Listi yfir skráð öfgasamtök í Rússlandi hefur lengst gífurlega á undanförnum árum. Hundruðum samtaka hefur verið bætt við hann. „Í raun er FSB pólitískt afl og endurspeglar áhyggjur Kreml,“ segir einn sérfræðingur bresku hugveitunnar RUSI, elstu hugveitu heims sem fjallar um hernaðarmál. Hann segir stjórnvöld í Rússlandi einbeita sér að því að beita FSB gegn pólitískum andstæðingum og Úkraínumönnum.
Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Úkraína Bandaríkin Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01 Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47 Fjórir menn fyrir dómara vegna hryðjuverkanna Fjórir menn hafa verið leiddir fyrir dómara vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í nágrenni Moskvu á föstudagskvöldið. Tveir þeirra játuðu skýlaust að hafa framið voðaverkin. 137 manns létu lífið þegar hópur manna hófu skothríð í Crocus City-tónleikahöllinni og meira en 150 særðust. 24. mars 2024 21:37 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Sjá meira
Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01
Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47
Fjórir menn fyrir dómara vegna hryðjuverkanna Fjórir menn hafa verið leiddir fyrir dómara vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í nágrenni Moskvu á föstudagskvöldið. Tveir þeirra játuðu skýlaust að hafa framið voðaverkin. 137 manns létu lífið þegar hópur manna hófu skothríð í Crocus City-tónleikahöllinni og meira en 150 særðust. 24. mars 2024 21:37
ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02