Umfjöllun: Stjarnan - Grindavík 73-77 | Gestirnir náðu öðru sætinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. apríl 2024 21:00 Daniella Rodriguez var mögnuð í kvöld. Vísir/Diego Grindavík sótti 77-73 sigur gegn Stjörnunni úr Garðabænum í síðustu umferð Subway deildar kvenna. Sigurinn og samhliða tap Njarðvíkur fleytti Grindavík upp í 2. sæti deildarinnar. Þær mæta því Þór Akureyri í úrslitakeppninni. Stjarnan var föst í fimmta sætinu fyrir leik og mætir Haukum í úrslitakeppninni. Grindavík byrjaði leikinn betur og setti niður þrist í fyrstu sókn. Stjörnuliðið var ekki að sýna sínar bestu hliðar til að byrja með, lengi að skila sér til baka og áttu nokkrar erfiðar sóknir. Það breyttist allt með leikhléi undir lok fyrsta leikhluta þar sem þjálfarinn trekkti sínar konur í gang. Stjarnan spilaði mun betur eftir það og fóru fljótt frá því að vera sex stigum undir í að leiða með sjö stigum. Grindavík hleypti þeim þó aldrei langt undan og svaraði áhlaupinu vel, þegar liðin gengu til búningsherbergja munaði tveimur stigum, 38-36, Stjörnunni í vil. Grindavíkurkonur komu af krafti út í seinni hálfleik. Spiluðu þétta vörn og það virtist um sinn sem öll skot færu ofan í. Það entist þó ekki lengi, Stjarnan kveikti aftur á sér um miðjan þriðja leikhluta og liðin tókust hart á allt til enda. Síðasta fjórðunginn skiptust liðin á því að taka forystuna og engin leið var að spá fyrir um sigurvegara. Það voru á endanum Grindvíkingar sem héldu út, þær lokuðu vel á síðustu sóknir Stjörnunnar og settu niður skot á mikilvægum tímapunktum. Leikurinn fjaraði svo bara út síðustu sekúndurnar í rólegheitum, ekki nóg undir til að Stjarnan færi að berjast blóðugt fyrir sigrinum. Af hverju vann Grindavík? Bæði lið áttu góða spretti en Grindavík var betra liðið á lengri köflum. Svöruðu áhlaupum Stjörnunnar alltaf vel og sóttu af hörku fram á síðustu mínútu. Hvað gekk illa? Stjarnan átti nokkrar slæmar sóknir í röð undir lokin, hvort þreytan var farin að segja til sín skal ósagt. Of oft vondar ákvarðanir og alltof langar sóknir. Hverjar stóðu upp úr? Danielle Rodriguez átti stórkostlegan leik í kvöld. Ósnertanleg í seinni hálfleik. Hekla Nökkvadóttir, spilaði lítið, en setti stórt skot niður í lokin. Stjörnumegin var Denia Davis-Stewart með mikla yfirburði en ekki góða skotnýtingu. Hvað gerist næst? Þetta var síðasti leikur deildarkeppninnar. Úrslitakeppnin hefst eftir tæpa viku, mánudaginn 8. apríl. Þar keppir Stjarnan við Hauka og Grindavík mætir Þór frá Akureyri. Subway-deild kvenna Stjarnan UMF Grindavík
Grindavík sótti 77-73 sigur gegn Stjörnunni úr Garðabænum í síðustu umferð Subway deildar kvenna. Sigurinn og samhliða tap Njarðvíkur fleytti Grindavík upp í 2. sæti deildarinnar. Þær mæta því Þór Akureyri í úrslitakeppninni. Stjarnan var föst í fimmta sætinu fyrir leik og mætir Haukum í úrslitakeppninni. Grindavík byrjaði leikinn betur og setti niður þrist í fyrstu sókn. Stjörnuliðið var ekki að sýna sínar bestu hliðar til að byrja með, lengi að skila sér til baka og áttu nokkrar erfiðar sóknir. Það breyttist allt með leikhléi undir lok fyrsta leikhluta þar sem þjálfarinn trekkti sínar konur í gang. Stjarnan spilaði mun betur eftir það og fóru fljótt frá því að vera sex stigum undir í að leiða með sjö stigum. Grindavík hleypti þeim þó aldrei langt undan og svaraði áhlaupinu vel, þegar liðin gengu til búningsherbergja munaði tveimur stigum, 38-36, Stjörnunni í vil. Grindavíkurkonur komu af krafti út í seinni hálfleik. Spiluðu þétta vörn og það virtist um sinn sem öll skot færu ofan í. Það entist þó ekki lengi, Stjarnan kveikti aftur á sér um miðjan þriðja leikhluta og liðin tókust hart á allt til enda. Síðasta fjórðunginn skiptust liðin á því að taka forystuna og engin leið var að spá fyrir um sigurvegara. Það voru á endanum Grindvíkingar sem héldu út, þær lokuðu vel á síðustu sóknir Stjörnunnar og settu niður skot á mikilvægum tímapunktum. Leikurinn fjaraði svo bara út síðustu sekúndurnar í rólegheitum, ekki nóg undir til að Stjarnan færi að berjast blóðugt fyrir sigrinum. Af hverju vann Grindavík? Bæði lið áttu góða spretti en Grindavík var betra liðið á lengri köflum. Svöruðu áhlaupum Stjörnunnar alltaf vel og sóttu af hörku fram á síðustu mínútu. Hvað gekk illa? Stjarnan átti nokkrar slæmar sóknir í röð undir lokin, hvort þreytan var farin að segja til sín skal ósagt. Of oft vondar ákvarðanir og alltof langar sóknir. Hverjar stóðu upp úr? Danielle Rodriguez átti stórkostlegan leik í kvöld. Ósnertanleg í seinni hálfleik. Hekla Nökkvadóttir, spilaði lítið, en setti stórt skot niður í lokin. Stjörnumegin var Denia Davis-Stewart með mikla yfirburði en ekki góða skotnýtingu. Hvað gerist næst? Þetta var síðasti leikur deildarkeppninnar. Úrslitakeppnin hefst eftir tæpa viku, mánudaginn 8. apríl. Þar keppir Stjarnan við Hauka og Grindavík mætir Þór frá Akureyri.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti