Íbúar í Árborg verða orðnir 33 þúsund árið 2050 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2024 12:30 Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Árborgar, sem var frummælandi á opnum fundi á Selfossi í gær þar sem hann fór yfir ýmis mál í Sveitarfélaginu Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Sveitarfélaginu Árborg verða orðnir þrjátíu og þrjú þúsund árið 2050 samkvæmt nýjum íbúaþróunartölum en eru í dag um tólf þúsund. Mesta áskorunin er nægilegt magn af heitu vatni fyrir alla nýju íbúana, en kalda vatnið er ekkert vandamál, það kemur nóg af því frá Ingólfsfjalli. Sveinn Ægir Birgisson var gestur á opnum fundi Sjálfstæðisfélagsins í Árborg í gær en hann situr í bæjarstjórn fyrir hönd flokksins og er meðal annars formaður Eigna- og veitunefndar. Sjálfstæðisflokkurinn er í hreinum meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Sveinn Ægir kom víða í erindi sínum. Hann sagði til dæmis frá því að það ætti að bæta sex deildum við leikskólann Jötunheima á Selfossi, en hann er sex deilda í dag. Þá er verið að byggja og byggja við nýjasta skóla sveitarfélagsins, Stekkjarskóla á Selfossi og þá hefur verið stofnaður starfshópur um uppbyggingu sundlaugarmannvirkja í Árborg svo eitthvað sé nefnt. Málefni Selfossveitna og heita vatnsins á Selfossi komu líka til umræðu á fundinum en vegna mikillar fólksfjölgunar í bæjarfélaginu þá vantar meira og meira af heitu vatni og er stöðugt verið að bora og leit af nýju heitu vatni. „Það sem í rauninni gefur okkur líka upp er að efnablandan á vatninu er ekkert endilega sú sama í sumum af þessum holum, sem gefur okkur jafnvel vísbendingu um að það séu tvö hitaveitukerfi innanbæjar á Selfossi, þar að segja tveir pottar, sem eru aðskildir. En við vitum líka alveg að við þurfum svo ógeðslega mikið vatn á næstu árum að við verðum að fara að leita lengra og fari í meiri fjárfestingu og dýrar fjárfestingar til að fá vatn,” sagði Sveinn Ægir. Í máli Sveins Ægis kom fram að nýrri spá um íbúaþróun í Árborg er gert ráð fyrir að íbúarnir verði orðnir um 33 þúsund árið 2050 en þeir eru í dag tæplega 12 þúsund. Það er því mikil vinna fram undan við að bora eftir heitu vatni og vonast til þess að finna það. Hann sagði jafnframt að kalda vatnið væri ekki vandamálið, það kæmi nóg af því frá Ingólfsfjalli. „En kannski er tími heitavatns, ódýrs heitavatns að renna undir lok af því að við þurfum að fara að sækja lengra og þá gefur auga leið að það er meiri kostnaður, bæði að dæla vatninu og leggja lagnir. Í kalda vatninu þá eru það 10 sekúndulítrar per þúsund manns, það er þumalputta reglan en við erum að afhenda um 120 sekúndulítra í dag en við getum léttilega bætt við okkur meira af köldu vatni. Maður hefur minni áhyggjur af kalda vatninu, heitavatnið er hitamálið,” sagði Sveinn Ægir. Nú er verið að bora á fullum krafti eftir heitu vatni við Ölfusá rétt við Hótel Selfoss en endanleg niðurstaða vegna borunarinnar liggur ekki fyrir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mannfjöldi Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Sveinn Ægir Birgisson var gestur á opnum fundi Sjálfstæðisfélagsins í Árborg í gær en hann situr í bæjarstjórn fyrir hönd flokksins og er meðal annars formaður Eigna- og veitunefndar. Sjálfstæðisflokkurinn er í hreinum meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Sveinn Ægir kom víða í erindi sínum. Hann sagði til dæmis frá því að það ætti að bæta sex deildum við leikskólann Jötunheima á Selfossi, en hann er sex deilda í dag. Þá er verið að byggja og byggja við nýjasta skóla sveitarfélagsins, Stekkjarskóla á Selfossi og þá hefur verið stofnaður starfshópur um uppbyggingu sundlaugarmannvirkja í Árborg svo eitthvað sé nefnt. Málefni Selfossveitna og heita vatnsins á Selfossi komu líka til umræðu á fundinum en vegna mikillar fólksfjölgunar í bæjarfélaginu þá vantar meira og meira af heitu vatni og er stöðugt verið að bora og leit af nýju heitu vatni. „Það sem í rauninni gefur okkur líka upp er að efnablandan á vatninu er ekkert endilega sú sama í sumum af þessum holum, sem gefur okkur jafnvel vísbendingu um að það séu tvö hitaveitukerfi innanbæjar á Selfossi, þar að segja tveir pottar, sem eru aðskildir. En við vitum líka alveg að við þurfum svo ógeðslega mikið vatn á næstu árum að við verðum að fara að leita lengra og fari í meiri fjárfestingu og dýrar fjárfestingar til að fá vatn,” sagði Sveinn Ægir. Í máli Sveins Ægis kom fram að nýrri spá um íbúaþróun í Árborg er gert ráð fyrir að íbúarnir verði orðnir um 33 þúsund árið 2050 en þeir eru í dag tæplega 12 þúsund. Það er því mikil vinna fram undan við að bora eftir heitu vatni og vonast til þess að finna það. Hann sagði jafnframt að kalda vatnið væri ekki vandamálið, það kæmi nóg af því frá Ingólfsfjalli. „En kannski er tími heitavatns, ódýrs heitavatns að renna undir lok af því að við þurfum að fara að sækja lengra og þá gefur auga leið að það er meiri kostnaður, bæði að dæla vatninu og leggja lagnir. Í kalda vatninu þá eru það 10 sekúndulítrar per þúsund manns, það er þumalputta reglan en við erum að afhenda um 120 sekúndulítra í dag en við getum léttilega bætt við okkur meira af köldu vatni. Maður hefur minni áhyggjur af kalda vatninu, heitavatnið er hitamálið,” sagði Sveinn Ægir. Nú er verið að bora á fullum krafti eftir heitu vatni við Ölfusá rétt við Hótel Selfoss en endanleg niðurstaða vegna borunarinnar liggur ekki fyrir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mannfjöldi Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira