„Kastaði upp um nóttina áður en ég fór á sviðið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2024 10:31 Halla ætlar sér á Bessastaði. Hún hefur aldrei setið auðum höndum, stofnað fleiri fyrirtæki en eitt, elskar fólk og fallega hönnun svo ekki sé talað um matinn sem maðurinn hennar býr til. Sindri fór í morgunkaffi til Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda á dögunum og fékk að kynnast henni betur. Hún tók þátt í því að stofna Háskólann í Reykjavík, Auði Capital og er forstjóri B Team. Halla er alltaf með annan fótinn í New York en býr einnig í fallegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum en saman eiga þau tvo uppkomin börn. Sindri hitti Höllu í morgunkaffi klukkan 9 um morguninn. Elskar morguninn „Þetta er í rauninni frekar seint fyrir mig. Ég vakna oft klukkan fimm á morgnanna,“ segir Halla og spurði þá Sindri strax í kjölfarið, af hverju svona snemma? „Ég er kannski bara kona á breytingaskeiðinu. Það er ekki nægilega mikið talað um það að við vöknum fyrr þá. Það hefur alveg áhrif á svefninn, lífið og heilsuna. Ég var alltaf b-týpa en núna finnst mér bara morgnarnir æðislegir. Morgunstund gefur gull í mund.“ Hún segist vera alin upp á Kársnesinu í Kópavogi og eiginlega búin að búa í öllum götum þar. „Pabbi var pípari og mamma þroskaþjálfi og þau unnu í rauninni bæði á Kársnesinu og því var allt líf mitt þar,“ segir Halla. Halla var á sínum tíma í Verzlunarskóla Íslands en þaðan lá leiðin í skiptinám til Bandaríkjanna eftir tveggja ára nám í Versló. Þar var hún í Indiana. Hún fór því næst í viðskiptafræði í Alabama með áherslu á stjórnun og mannauðsstjórnun. Því næst fór hún í MBA nám. Hún fór fljótlega eftir heimkomu að vinna að því að stofna nýjan háskóla, Háskólann í Reykjavík. En Halla hefur sannarlega gert margt og eitt af því er að halda TED fyrirlestur fjórum sinnum. Hlustar ekki á herbergisfélagann „Í fyrsta skipti sem ég steig á sviðið þar þá var ég svo stressuð að ég steingleymdi öllu sem ég átti að segja. Ég kastaði upp um nóttina áður en ég fór á sviðið að halda þennan fyrirlestur. Ég held að það séu mistök að segja að við séum öll með sjálfstraustið til að gera það sem við gerum, ég hef eiginlega aldrei haft sjálfstraustið til að stofna fyrirtæki eða fara í forsetaframboð eða vera mamma. En ég hef hins vegar reynt að hlusta ekki á herbergisfélagann í hausnum á mér sem efast um mig og ég hef þess í stað reynt að finna hugrekkið í hjarta mínu,“ segir Halla sem fer yfir það í innslaginu hér að neðan af hverju hana langi að verða forseti Íslands. Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Halla Tómasdóttir Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
Sindri fór í morgunkaffi til Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda á dögunum og fékk að kynnast henni betur. Hún tók þátt í því að stofna Háskólann í Reykjavík, Auði Capital og er forstjóri B Team. Halla er alltaf með annan fótinn í New York en býr einnig í fallegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum en saman eiga þau tvo uppkomin börn. Sindri hitti Höllu í morgunkaffi klukkan 9 um morguninn. Elskar morguninn „Þetta er í rauninni frekar seint fyrir mig. Ég vakna oft klukkan fimm á morgnanna,“ segir Halla og spurði þá Sindri strax í kjölfarið, af hverju svona snemma? „Ég er kannski bara kona á breytingaskeiðinu. Það er ekki nægilega mikið talað um það að við vöknum fyrr þá. Það hefur alveg áhrif á svefninn, lífið og heilsuna. Ég var alltaf b-týpa en núna finnst mér bara morgnarnir æðislegir. Morgunstund gefur gull í mund.“ Hún segist vera alin upp á Kársnesinu í Kópavogi og eiginlega búin að búa í öllum götum þar. „Pabbi var pípari og mamma þroskaþjálfi og þau unnu í rauninni bæði á Kársnesinu og því var allt líf mitt þar,“ segir Halla. Halla var á sínum tíma í Verzlunarskóla Íslands en þaðan lá leiðin í skiptinám til Bandaríkjanna eftir tveggja ára nám í Versló. Þar var hún í Indiana. Hún fór því næst í viðskiptafræði í Alabama með áherslu á stjórnun og mannauðsstjórnun. Því næst fór hún í MBA nám. Hún fór fljótlega eftir heimkomu að vinna að því að stofna nýjan háskóla, Háskólann í Reykjavík. En Halla hefur sannarlega gert margt og eitt af því er að halda TED fyrirlestur fjórum sinnum. Hlustar ekki á herbergisfélagann „Í fyrsta skipti sem ég steig á sviðið þar þá var ég svo stressuð að ég steingleymdi öllu sem ég átti að segja. Ég kastaði upp um nóttina áður en ég fór á sviðið að halda þennan fyrirlestur. Ég held að það séu mistök að segja að við séum öll með sjálfstraustið til að gera það sem við gerum, ég hef eiginlega aldrei haft sjálfstraustið til að stofna fyrirtæki eða fara í forsetaframboð eða vera mamma. En ég hef hins vegar reynt að hlusta ekki á herbergisfélagann í hausnum á mér sem efast um mig og ég hef þess í stað reynt að finna hugrekkið í hjarta mínu,“ segir Halla sem fer yfir það í innslaginu hér að neðan af hverju hana langi að verða forseti Íslands.
Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Halla Tómasdóttir Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið