Krefjast þess að HÍ beiti sér með sama hætti gegn Ísrael og Rússlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 10. maí 2024 06:47 Íris segir HÍ þurfa að bregðast við sama hætti og gert var þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Hópurinn Háskólafólk fyrir Palestínu krefst þess að Háskóli Íslands beiti sér fyrir friði á Gasa og taki skýra afstöðu gegn þjóðarmorði og stríðsglæpum. Hópurinn vill að HÍ beiti sér með sama hætti og hann gerði þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Rektor segir árásirnar ekki sambærilegar. „Ef stjórn Háskóla Íslands er ekki fær um að skilja nauðsyn þess að taka ofangreinda afstöðu, er það skylda okkar sem starfsfólks og stúdenta að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma þeim í skilning um það,“ segir í aðsendri grein um málið sem birt var í gær á vef Vísis. Íris Ellenberger, dósent við Deild faggreinakennslu við Háskóla Íslands, er ein þeirra sex sem skrifa undir greinina. Aðrir sem skrifa undir hana eru þau Auður Magndís Auðardóttir, lektor við Deild menntunar og margbreytileika, Elí Hörpu Önundarbur, meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og aðjunkt við deild menntunar og margbreytileika, Íris Ellenberger, dósent við Deild faggreinakennslu, Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir, doktorsnemi í Heimspeki og Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði. „Þessi félagsskapur sem við skrifum fyrir hönd á Vísi er tiltölulega nýstofnaður,“ segir hún en að í hópnum sé fólk sem hafi verið að beita sér fyrir Palestínu á vettvangi háskólans lengur. Málþing á Nakba-deginum Hún segir hópinn með margt á prjónunum. Sem dæmi verði þau með málþing þann 15. maí sem sé Nakba-dagurinn eða sá dagur þar sem Palestínumenn minnast þess þegar um 750 þúsund þeirra voru hraktir á flótta eftir formlega stofnun Ísraelsríkis árið 1948. „Svo eru allskonar aðgerðir og uppákomur í bígerð. Það eru bæði stúdentar og kennarar í hópnum. Stúdenta skipulögðu lautarferð 1. Maí og það má vænta fleiri aðgerða frá þeim. Við erum svo að fara með tillögu að sniðgönguyfirlýsingu inn á deildir háskólanna og ýmislegt annað planað,“ segir Íris. Krafa hópsins er að háskólinn beiti sér af sama krafti í málefnum Palestínu og þau gerðu í málefnum Úkraínu en í greininni sem birtist í gær vísa þau í yfirlýsingu af hálfu Háskólans á vef þeirra þar sem segir: Háskóli Íslands fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og lýsir yfir samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins. Þá eru ýmis sérstök úrræði fyrir nemendur af úkraínskum uppruna og upplýst að samstarfi hafi verið slitið við ýmsar rússneskar stofnanir sem hafi stutt innrásina. „Þarna kom bæði fram konkret yfirlýsing sem fylgdu tilmæli um aðgerðir. Það hefur ekkert gerst í málefnum Palestínu,“ segir Íris og að rektor hafi vísað til þess að um sé að ræða „pólitískt álitamál“ en ekki viljað tala um þjóðarmorð. „Það er ekki bara okkar álit að þetta sé þjóðarmorð. Alþjóðlegar stofnanir hafa staðfest það,“ segir Íris og að þau sem tilheyri hópnum sjái ekki mun á þessum tveimur árásum. „Nema þá kannski þó að í öðru tilfellinu er um skýrt þjóðarmorð að ræða en í því tilfelli nýtur innrásin víðtæks stuðnings Vesturlanda. En þá er kannski þeim meiri ástæða fyrir háskólann til að taka afstöðu í þessu máli og beita sér í því.“ Íris telur háskólann eigi að taka afstöðu í svona máli. Það sé kennd siðfræði í skólanum og nemendum kennt að bregðast við á siðferðislegum grunni í málum sem þessum. „Það er að mörgu leyti óskiljanlegt hvers vegna yfirstjórn Háskóla Íslands bregst ekki við siðferðislega í þessu máli.“ Yrði ekki fyrsti háskólinn Skyldi Háskóli Íslands taka afstöðu og gefa út einhver tilmæli segir Íris að hann yrði ekki fyrsti háskólinn til að gera það. Fjölmargir háskólar hafi gert það og samtímis samstarfi við ísraelska háskóla slitið á sama tíma og ekki farið í nýtt samstarf fyrr en átökunum lýkur. Íris segist hafa vitneskju um það að við Háskóla Íslands séu ýmis samstarfsverkefni í gangi við ísraelska háskóla en hún viti ekki hversu umfangsmikil þau eru. Það sé ekki skráð yfirlit neins staðar yfir rannsóknasamstarf við erlenda háskóla. Spurð um stuðning innan háskólans við þessa kröfu hópsins segir Íris að hún skynji mikinn stuðning og vísar til dæmis til yfirlýsingar frá því í nóvember sem 350 starfsmenn skólans skrifuðu undir. Þar lýstu þau stuðningi við palestínska þjóð, kölluðu eftir vopnahléi og lýstu yfir sniðgöngu við ísraelskar stofnanir. Alls starfa rúmlega tvö þúsund manns við HÍ en auk þeirra eru um þrjú þúsund stundakennarar við skólann. Íris segir að hennar mati sé það óskiljanlegt að ekki sé brugðist við með sama hætti við innrásinni í Úkraínu og árásinni á Gasa. „Þetta eru algerlega hliðstæð mál. Þessar innrásir eru algjörlega sambærilegar,“ segir Íris. Málið var rætt á síðasta fundi háskólaráðs og í fundargerð ráðsins þar sem fulltrúi stúdenta lagði fram bókun þar sem vakin var athygli á fjölsóttum viðburðum á vegum þeirra er tengjast Palestínu og vísað í yfirlýsingu Stúdentaráðs þar sem þess var krafist að mynd bregðast við stríðsglæpum Ísraelsríkis með sama hætti og hann gerði gegn Rússlandi árið 2022. Fulltrúar stúdenta spurðu hvort Háskólinn ætlaði að bregðast við kröfunum, hvort Háskólinn ætli að fylgja eigin fordæmi og slíta samstarfi við Ísraelska háskóla og stofnanir, og hvenær Háskólinn hyggist taka afstöðu í málinu? Í fundargerð háskólaráðs segir að rektor hafi brugðist við og lagt áherslu á að stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs væru harmleikur sem mikilvægt væri að ljúka sem allra fyrst. Það væri ekki rétt fyrir HÍ að taka afstöðu í málinu en nemendum og starfsfólki væri frjálst að gera það. Rektor nefndi að hann hafi ítrekað þessi sjónarmið í samtölum við fulltrúa Stúdentaráðs og hafi fundað sérstaklega með þeim sem héldu viðburðinn 1. maí. Hvað varðar samanburðinn við innrás Rússlands í Úkraínu segir í fundargerðinni að mati rektors sé „ekki við þar sem ólíku er saman að jafna.“ Í því tilviki hafi rektorar rússneskra háskóla stutt innrásina og af þeirri ástæðu stóðu Samtök evrópskra háskóla (EUA) saman að því að hætta tímabundið samstarfi við rússneska háskóla. „Háskóli Íslands er ekki með neina samstarfssamninga við ísraelska háskóla, en einstökum fræðimönnum er frjálst að vinna með kollegum sínum hvar í heimi sem er samkvæmt þeirra eigin mati,“ segir jafnframt í fundargerðinni. Íris segir þessi viðbrögð ekki gefa til kynna að HÍ ætli sér að bregðast frekar við málinu. Mótmælt um allan heim Stúdentar og starfsmenn háskóla um allan heim hafa mótmælt síðustu vikur og mánuði vegna átakanna á Gasa. Víðast hvar eru svipaðar kröfur um sniðgöngu og stuðning við palestínsku þjóðina. Mótmælin hafa haft töluverð áhrif og þurfti sem dæmi að aflýsa útskriftarhátíð við Columbia háskóla í Bandaríkjunum. Þúsundir stúdenta hafa verið handtekin í Bandaríkjunum síðustu vikur. Í frétt Al Jazeera um stúdentamótmæli í heiminum í vikunni segir að mótmælt hafi verið í Ástralíu líka og víða í Evrópu. Sem dæmi hafi mótmælabúðum verið komið upp við háskóla í Oxford og Cambridge í Bretlandi. Í umfjöllun Al Jazeera er einnig farið yfir það hvar háskólar hafi orðið við einhverjum kröfum nemenda. Sem dæmi hafi Brown háskóli í Bandaríkjunum hafi samþykkt að losa fé úr fyrirtækjum sem það tengist sem tengjast Ísrael. Fleiri háskólar hafa gengið að þessari kröfu. Við Goldsmith háskóla í Bretlandi samþykkti háskólinn að setja sér nýjar siðareglur um fjárfestingu og að nefna einn fyrirlestrarsal í fjölmiðlafræðideildinni eftir fréttamanni Al Jazeera sem lést við störf í loftárásum Ísraelshers. Ísraelsher skýtur á Rafah Reyk lagði yfir landamæraborgina Rafah á Gasaströndinni og sprengingar heyrðust í gær eftir að Ísraelsher gerði árás á austurhluta borgarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni sögðu þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. Ísraelsher hefur safnað mannskap og skriðdrekur saman í suðurhluta Ísrael við landamæri Gasa. Vísir/EPA Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopnum til Ísrael fyrirskipi Benjamín Netanjahú forsætisráðherra árás inn í Rafah. Borgin er sú eina á Gasa sem Ísraelsher hefur ekki ráðist að fullu inn í. Talsmaður Ísraelshers sagði í gær að ákvörðun Biden skipti engu; herinn byggi nú þegar að nægum vopnum til að ná markmiðum sínum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, var einnig vígreifur og sagði Ísraelsmenn myndu standa eina ef til þess kæmi. Háskólar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira
„Ef stjórn Háskóla Íslands er ekki fær um að skilja nauðsyn þess að taka ofangreinda afstöðu, er það skylda okkar sem starfsfólks og stúdenta að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma þeim í skilning um það,“ segir í aðsendri grein um málið sem birt var í gær á vef Vísis. Íris Ellenberger, dósent við Deild faggreinakennslu við Háskóla Íslands, er ein þeirra sex sem skrifa undir greinina. Aðrir sem skrifa undir hana eru þau Auður Magndís Auðardóttir, lektor við Deild menntunar og margbreytileika, Elí Hörpu Önundarbur, meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og aðjunkt við deild menntunar og margbreytileika, Íris Ellenberger, dósent við Deild faggreinakennslu, Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir, doktorsnemi í Heimspeki og Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði. „Þessi félagsskapur sem við skrifum fyrir hönd á Vísi er tiltölulega nýstofnaður,“ segir hún en að í hópnum sé fólk sem hafi verið að beita sér fyrir Palestínu á vettvangi háskólans lengur. Málþing á Nakba-deginum Hún segir hópinn með margt á prjónunum. Sem dæmi verði þau með málþing þann 15. maí sem sé Nakba-dagurinn eða sá dagur þar sem Palestínumenn minnast þess þegar um 750 þúsund þeirra voru hraktir á flótta eftir formlega stofnun Ísraelsríkis árið 1948. „Svo eru allskonar aðgerðir og uppákomur í bígerð. Það eru bæði stúdentar og kennarar í hópnum. Stúdenta skipulögðu lautarferð 1. Maí og það má vænta fleiri aðgerða frá þeim. Við erum svo að fara með tillögu að sniðgönguyfirlýsingu inn á deildir háskólanna og ýmislegt annað planað,“ segir Íris. Krafa hópsins er að háskólinn beiti sér af sama krafti í málefnum Palestínu og þau gerðu í málefnum Úkraínu en í greininni sem birtist í gær vísa þau í yfirlýsingu af hálfu Háskólans á vef þeirra þar sem segir: Háskóli Íslands fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og lýsir yfir samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins. Þá eru ýmis sérstök úrræði fyrir nemendur af úkraínskum uppruna og upplýst að samstarfi hafi verið slitið við ýmsar rússneskar stofnanir sem hafi stutt innrásina. „Þarna kom bæði fram konkret yfirlýsing sem fylgdu tilmæli um aðgerðir. Það hefur ekkert gerst í málefnum Palestínu,“ segir Íris og að rektor hafi vísað til þess að um sé að ræða „pólitískt álitamál“ en ekki viljað tala um þjóðarmorð. „Það er ekki bara okkar álit að þetta sé þjóðarmorð. Alþjóðlegar stofnanir hafa staðfest það,“ segir Íris og að þau sem tilheyri hópnum sjái ekki mun á þessum tveimur árásum. „Nema þá kannski þó að í öðru tilfellinu er um skýrt þjóðarmorð að ræða en í því tilfelli nýtur innrásin víðtæks stuðnings Vesturlanda. En þá er kannski þeim meiri ástæða fyrir háskólann til að taka afstöðu í þessu máli og beita sér í því.“ Íris telur háskólann eigi að taka afstöðu í svona máli. Það sé kennd siðfræði í skólanum og nemendum kennt að bregðast við á siðferðislegum grunni í málum sem þessum. „Það er að mörgu leyti óskiljanlegt hvers vegna yfirstjórn Háskóla Íslands bregst ekki við siðferðislega í þessu máli.“ Yrði ekki fyrsti háskólinn Skyldi Háskóli Íslands taka afstöðu og gefa út einhver tilmæli segir Íris að hann yrði ekki fyrsti háskólinn til að gera það. Fjölmargir háskólar hafi gert það og samtímis samstarfi við ísraelska háskóla slitið á sama tíma og ekki farið í nýtt samstarf fyrr en átökunum lýkur. Íris segist hafa vitneskju um það að við Háskóla Íslands séu ýmis samstarfsverkefni í gangi við ísraelska háskóla en hún viti ekki hversu umfangsmikil þau eru. Það sé ekki skráð yfirlit neins staðar yfir rannsóknasamstarf við erlenda háskóla. Spurð um stuðning innan háskólans við þessa kröfu hópsins segir Íris að hún skynji mikinn stuðning og vísar til dæmis til yfirlýsingar frá því í nóvember sem 350 starfsmenn skólans skrifuðu undir. Þar lýstu þau stuðningi við palestínska þjóð, kölluðu eftir vopnahléi og lýstu yfir sniðgöngu við ísraelskar stofnanir. Alls starfa rúmlega tvö þúsund manns við HÍ en auk þeirra eru um þrjú þúsund stundakennarar við skólann. Íris segir að hennar mati sé það óskiljanlegt að ekki sé brugðist við með sama hætti við innrásinni í Úkraínu og árásinni á Gasa. „Þetta eru algerlega hliðstæð mál. Þessar innrásir eru algjörlega sambærilegar,“ segir Íris. Málið var rætt á síðasta fundi háskólaráðs og í fundargerð ráðsins þar sem fulltrúi stúdenta lagði fram bókun þar sem vakin var athygli á fjölsóttum viðburðum á vegum þeirra er tengjast Palestínu og vísað í yfirlýsingu Stúdentaráðs þar sem þess var krafist að mynd bregðast við stríðsglæpum Ísraelsríkis með sama hætti og hann gerði gegn Rússlandi árið 2022. Fulltrúar stúdenta spurðu hvort Háskólinn ætlaði að bregðast við kröfunum, hvort Háskólinn ætli að fylgja eigin fordæmi og slíta samstarfi við Ísraelska háskóla og stofnanir, og hvenær Háskólinn hyggist taka afstöðu í málinu? Í fundargerð háskólaráðs segir að rektor hafi brugðist við og lagt áherslu á að stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs væru harmleikur sem mikilvægt væri að ljúka sem allra fyrst. Það væri ekki rétt fyrir HÍ að taka afstöðu í málinu en nemendum og starfsfólki væri frjálst að gera það. Rektor nefndi að hann hafi ítrekað þessi sjónarmið í samtölum við fulltrúa Stúdentaráðs og hafi fundað sérstaklega með þeim sem héldu viðburðinn 1. maí. Hvað varðar samanburðinn við innrás Rússlands í Úkraínu segir í fundargerðinni að mati rektors sé „ekki við þar sem ólíku er saman að jafna.“ Í því tilviki hafi rektorar rússneskra háskóla stutt innrásina og af þeirri ástæðu stóðu Samtök evrópskra háskóla (EUA) saman að því að hætta tímabundið samstarfi við rússneska háskóla. „Háskóli Íslands er ekki með neina samstarfssamninga við ísraelska háskóla, en einstökum fræðimönnum er frjálst að vinna með kollegum sínum hvar í heimi sem er samkvæmt þeirra eigin mati,“ segir jafnframt í fundargerðinni. Íris segir þessi viðbrögð ekki gefa til kynna að HÍ ætli sér að bregðast frekar við málinu. Mótmælt um allan heim Stúdentar og starfsmenn háskóla um allan heim hafa mótmælt síðustu vikur og mánuði vegna átakanna á Gasa. Víðast hvar eru svipaðar kröfur um sniðgöngu og stuðning við palestínsku þjóðina. Mótmælin hafa haft töluverð áhrif og þurfti sem dæmi að aflýsa útskriftarhátíð við Columbia háskóla í Bandaríkjunum. Þúsundir stúdenta hafa verið handtekin í Bandaríkjunum síðustu vikur. Í frétt Al Jazeera um stúdentamótmæli í heiminum í vikunni segir að mótmælt hafi verið í Ástralíu líka og víða í Evrópu. Sem dæmi hafi mótmælabúðum verið komið upp við háskóla í Oxford og Cambridge í Bretlandi. Í umfjöllun Al Jazeera er einnig farið yfir það hvar háskólar hafi orðið við einhverjum kröfum nemenda. Sem dæmi hafi Brown háskóli í Bandaríkjunum hafi samþykkt að losa fé úr fyrirtækjum sem það tengist sem tengjast Ísrael. Fleiri háskólar hafa gengið að þessari kröfu. Við Goldsmith háskóla í Bretlandi samþykkti háskólinn að setja sér nýjar siðareglur um fjárfestingu og að nefna einn fyrirlestrarsal í fjölmiðlafræðideildinni eftir fréttamanni Al Jazeera sem lést við störf í loftárásum Ísraelshers. Ísraelsher skýtur á Rafah Reyk lagði yfir landamæraborgina Rafah á Gasaströndinni og sprengingar heyrðust í gær eftir að Ísraelsher gerði árás á austurhluta borgarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni sögðu þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. Ísraelsher hefur safnað mannskap og skriðdrekur saman í suðurhluta Ísrael við landamæri Gasa. Vísir/EPA Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopnum til Ísrael fyrirskipi Benjamín Netanjahú forsætisráðherra árás inn í Rafah. Borgin er sú eina á Gasa sem Ísraelsher hefur ekki ráðist að fullu inn í. Talsmaður Ísraelshers sagði í gær að ákvörðun Biden skipti engu; herinn byggi nú þegar að nægum vopnum til að ná markmiðum sínum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, var einnig vígreifur og sagði Ísraelsmenn myndu standa eina ef til þess kæmi.
Háskólar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Sjá meira