Uppgjör: FH - Afturelding 29-32 | Mosfellingar taka forystuna Hinrik Wöhler skrifar 19. maí 2024 19:00 Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði 13 mörk fyrir Mosfellinga í kvöld. Vísir/Anton Brink FH tók á móti Aftureldingu í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Aftureldingar og leiða Mosfellingar einvígið 1-0. Það var gott sem fullt hús í Kaplakrika þegar leikurinn fór af stað í kvöld. Heimamenn byrjuðu mun betur og voru komnir í 9-5 eftir rúmlega tíu mínútur. Varnarleikur og markvarsla Mosfellinga var ekki upp á marga fiska í byrjun leiks. Hafnfirðingar léku á alls oddi á meðan og sundurspiluðu vörn Aftureldingar. Vísir/Anton Brink Mosfellingar náðu sér ekki á strik í upphafi leiks og sóknarleikurinn var oft klaufalegur. Þorsteinn Leó Gunnarsson var sá eini með lífsmarki í sóknarleik Aftureldingar en hann skoraði fyrstu fimm mörk gestanna. Þegar fyrri hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður var FH komið í sex marka forystu. Þá tóku gestirnir loks við sér og þéttu vörnina. Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og staðan orðin 13-11. Vísir/Anton Brink Liðin skiptust á að skora sem eftir lifði af fyrri hálfleik og leiddu heimamenn með einu marki í hálfleik, 17-16. Þorsteinn Leó Gunnarsson var magnaður í fyrri hálfleik en hann var kominn með átta mörk úr jafnmörgum tilraunum í skyttustöðunni. Síðari hálfleikur var jafn og spennuþrunginn. Liðin skiptust á að leiða leikinn og sama var upp á teningnum í sóknarleik liðanna, Ásbjörn Friðriksson leiddi sóknarleik FH og Þorsteinn Leó var atkvæðamestur fyrir gestina. Þegar tíu mínútur voru eftir leiddu Mosfellingar með tveimur mörkum, 29-27. Jovan Kukobat í marki Aftureldingar byrjaði að verja og heimamenn náðu ekki að nýta sér liðsmuninn þegar Gunnar Kristinn Þórsson og Ihor Kopyshynskyi fengu tvær mínútur með stuttu millibili hjá Aftureldingu. Á endanum náði Afturelding að sigla heim þriggja marka baráttusigri og leiðir einvígið 1-0. Þrjá leiki þarf að sigra til að verða Íslandsmeistari og er næsti leikur í Mosfellsbæ þann 22. maí. Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Þó markvarsla beggja liða var ekki upp á marga fiska þá datt Jovan Kukobat í gang á hárréttum tíma fyrir Mosfellinga. Lokaði markinu á síðustu tíu mínútum leiksins og það gerði herslumuninn á lokamínútum leiksins. Stjörnur og skúrkar Frammistaða Þorsteins Leó Gunnarssonar var upp á tíu. Þrettán mörk í kvöld og FH-ingar réðu ekki við skyttuna. Hann kláraði sóknir Aftureldingar þegar samherjar hans voru komnir í vandræði og hamraði boltanum oftar en ekki upp í samskeytin langt fyrir utan. Hornamenn Aftureldingar, Árni Bragi Eyjólfsson og Ihor Kopyshynskyi, voru með 100% nýtingu í kvöld og níu mörk samanlagt. Góð frammistaða frá kollegunum. Ásbjörn Friðriksson átti mjög góðan leik fyrir heimamenn en hann setti níu mörk úr ellefu skotum og var allt í öllu í sóknarleiknum. Það var ekki mikið um markvörslu í leiknum, Brynjar Vignir Sigurjónsson, fann sig alls ekki í marki Aftureldingar. Sömuleiðis hefur Daníel Freyr Andrésson átt betri daga í marki FH. Dómarar Árni Snær Magnússon og Þorvar Harðarson fengu það hlutverk að dæma leikinn í kvöld. Leikurinn var ansi oft stöðvaður og fékk minna að flæða en spennustigið líklegast hátt hjá dómurum jafnt og leikmönnum. Þeir héldu þó ágætlega um leikinn og geta þeir gengið þokkalega hnarreistir af velli. Stemning og umgjörð Eins og við mátti búast þá var þétt setið í Kaplakrika í kvöld. Ljósasýning og konfetti fyrir leik, umgjörð og stemning sem sæmir úrslitaeinvígi. Leiknum seinkaði um nokkrar mínútur þar sem það þurfti að þrífa konfetti sem hékk í loftinu og heyrðist ekki manna á milli á meðan leiknum stóð. Kofinn var troðfullur í kvöld og má búast við hinu sama í Mosfellsbæ á miðvikudag. Sigursteinn: „Fengum tækifæri til að koma inn í leikinn“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH.Vísir/Anton Brink Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ánægður með frammistöðuna í byrjun leiks en var svekktur með að hafa ekki náð að klára leikinn. „Fyrstu 20 mínúturnar voru góðar en svo gáfum við óþarflega eftir og vorum í smá brasi varnarlega, þar af leiðandi markvarslan líka. Við fengum tækifæri til að koma inn í leikinn en fórum líka illa með þau en því miður og þetta er mjög svekkjandi. Þetta er leikur eitt og þurfum að setja hausinn í næsta leik í Mosó,“ sagði Sigursteinn eftir leikinn í kvöld. Eftir 20 mínútur leit leikurinn mjög vel út fyrir FH-inga en svo fór að síga á ógæfuhliðina fyrir Hafnfirðinga. „Það er mjög erfitt að segja, þetta er handbolti og hann er leikur sviptinga. Þetta kemur alltaf í handbolta að lið komi til baka en við fórum aðeins út úr ‚concepti‘ varnarlega og það er þar sem þetta fór í fyrri hálfleik. Svo er þetta bara hörkuleikur í seinni hálfleik á móti sterku liði,“ sagði Sigursteinn. Aron Pálmarsson var ekki með liðinu í kvöld og Sigursteinn gat ekki svarað því hvort hann verði með í næsta leik liðanna. „Það verður bara að koma í ljós, get bara ekki gefið þér heiðarlagt svar með það.“ Næsti leikur er á miðvikudaginn og Sigursteinn horfir brattur á framhaldið. „Við erum bara í úrslitakeppni og hún gengur út á þetta, lið þurfa að koma til baka og við ætlum að gera það.“ Ásbjörn: „Þurfum að fara aðeins betur með boltann þegar við erum yfir“ Ásbjörn Friðriksson í leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Ásbjörn Friðriksson var markahæstur í liði FH í kvöld með níu mörk en var svekktur með slæman kafla liðsins undir lok fyrri hálfleiks. „Við förum ekki nægilega vel með þennan kafla og þeir ná smá tökum á sínum varnarleik. Við eigum einhverjar tvær óagaðar sóknir og þetta er fljótt að fara niður í tvö mörk aftur. Svo munar bara einu í hálfleik og þá er þetta bara hörkuleikur. Þeir voru aðeins bara klókari,“ sagði Ásbjörn. Ásbjörn skrifar tapið meðal annars á færanýtingu og hefði viljað gera mun betur í síðari hálfleik. „Við bara skorum ekki úr færunum okkar og þeir verja, við tökum nokkrar slakar línusendingar. Bara svipað hjá þeim þegar við komust yfir. Við þurfum að fara aðeins betur með boltann þegar við erum yfir, klárlega. Þeir finna smá lausnir og Þorsteinn Leó skorar einhver átta mörk í fyrri hálfleik og þannig eftir á er bara gott að vera einu marki yfir í hálfleik. Við náum ekki nægilega góðum varnarleik í síðari hálfleik og ekki nægilega mörgum hröðum upphlaupum í framhaldinu, hefðum getað gert það betur,“ bætti Ásbjörn við. Það var frábær stemning í Kaplakrika í kvöld og var Ásbjörn mjög sáttur með stuðninginn en að sama skapi afar ósáttur með að tapa leiknum á heimavelli. „Þetta eru frábærir leikir og gaman að spila þetta, en virkilega fúlt að tapa í Krikanum. Sérstaklega þegar mér fannst það vera forsendur til að klára leikinn. Kukobat lokar einhverjum þremur dauðafærum á síðustu tíu mínútum sem riðu baggamuninn í lokin. Algjörar ‚x-factor‘ vörslur, þannig það var dýrt fyrir okkur,“ sagði Ásbjörn að lokum. Olís-deild karla FH Afturelding
FH tók á móti Aftureldingu í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Aftureldingar og leiða Mosfellingar einvígið 1-0. Það var gott sem fullt hús í Kaplakrika þegar leikurinn fór af stað í kvöld. Heimamenn byrjuðu mun betur og voru komnir í 9-5 eftir rúmlega tíu mínútur. Varnarleikur og markvarsla Mosfellinga var ekki upp á marga fiska í byrjun leiks. Hafnfirðingar léku á alls oddi á meðan og sundurspiluðu vörn Aftureldingar. Vísir/Anton Brink Mosfellingar náðu sér ekki á strik í upphafi leiks og sóknarleikurinn var oft klaufalegur. Þorsteinn Leó Gunnarsson var sá eini með lífsmarki í sóknarleik Aftureldingar en hann skoraði fyrstu fimm mörk gestanna. Þegar fyrri hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður var FH komið í sex marka forystu. Þá tóku gestirnir loks við sér og þéttu vörnina. Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og staðan orðin 13-11. Vísir/Anton Brink Liðin skiptust á að skora sem eftir lifði af fyrri hálfleik og leiddu heimamenn með einu marki í hálfleik, 17-16. Þorsteinn Leó Gunnarsson var magnaður í fyrri hálfleik en hann var kominn með átta mörk úr jafnmörgum tilraunum í skyttustöðunni. Síðari hálfleikur var jafn og spennuþrunginn. Liðin skiptust á að leiða leikinn og sama var upp á teningnum í sóknarleik liðanna, Ásbjörn Friðriksson leiddi sóknarleik FH og Þorsteinn Leó var atkvæðamestur fyrir gestina. Þegar tíu mínútur voru eftir leiddu Mosfellingar með tveimur mörkum, 29-27. Jovan Kukobat í marki Aftureldingar byrjaði að verja og heimamenn náðu ekki að nýta sér liðsmuninn þegar Gunnar Kristinn Þórsson og Ihor Kopyshynskyi fengu tvær mínútur með stuttu millibili hjá Aftureldingu. Á endanum náði Afturelding að sigla heim þriggja marka baráttusigri og leiðir einvígið 1-0. Þrjá leiki þarf að sigra til að verða Íslandsmeistari og er næsti leikur í Mosfellsbæ þann 22. maí. Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Þó markvarsla beggja liða var ekki upp á marga fiska þá datt Jovan Kukobat í gang á hárréttum tíma fyrir Mosfellinga. Lokaði markinu á síðustu tíu mínútum leiksins og það gerði herslumuninn á lokamínútum leiksins. Stjörnur og skúrkar Frammistaða Þorsteins Leó Gunnarssonar var upp á tíu. Þrettán mörk í kvöld og FH-ingar réðu ekki við skyttuna. Hann kláraði sóknir Aftureldingar þegar samherjar hans voru komnir í vandræði og hamraði boltanum oftar en ekki upp í samskeytin langt fyrir utan. Hornamenn Aftureldingar, Árni Bragi Eyjólfsson og Ihor Kopyshynskyi, voru með 100% nýtingu í kvöld og níu mörk samanlagt. Góð frammistaða frá kollegunum. Ásbjörn Friðriksson átti mjög góðan leik fyrir heimamenn en hann setti níu mörk úr ellefu skotum og var allt í öllu í sóknarleiknum. Það var ekki mikið um markvörslu í leiknum, Brynjar Vignir Sigurjónsson, fann sig alls ekki í marki Aftureldingar. Sömuleiðis hefur Daníel Freyr Andrésson átt betri daga í marki FH. Dómarar Árni Snær Magnússon og Þorvar Harðarson fengu það hlutverk að dæma leikinn í kvöld. Leikurinn var ansi oft stöðvaður og fékk minna að flæða en spennustigið líklegast hátt hjá dómurum jafnt og leikmönnum. Þeir héldu þó ágætlega um leikinn og geta þeir gengið þokkalega hnarreistir af velli. Stemning og umgjörð Eins og við mátti búast þá var þétt setið í Kaplakrika í kvöld. Ljósasýning og konfetti fyrir leik, umgjörð og stemning sem sæmir úrslitaeinvígi. Leiknum seinkaði um nokkrar mínútur þar sem það þurfti að þrífa konfetti sem hékk í loftinu og heyrðist ekki manna á milli á meðan leiknum stóð. Kofinn var troðfullur í kvöld og má búast við hinu sama í Mosfellsbæ á miðvikudag. Sigursteinn: „Fengum tækifæri til að koma inn í leikinn“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH.Vísir/Anton Brink Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ánægður með frammistöðuna í byrjun leiks en var svekktur með að hafa ekki náð að klára leikinn. „Fyrstu 20 mínúturnar voru góðar en svo gáfum við óþarflega eftir og vorum í smá brasi varnarlega, þar af leiðandi markvarslan líka. Við fengum tækifæri til að koma inn í leikinn en fórum líka illa með þau en því miður og þetta er mjög svekkjandi. Þetta er leikur eitt og þurfum að setja hausinn í næsta leik í Mosó,“ sagði Sigursteinn eftir leikinn í kvöld. Eftir 20 mínútur leit leikurinn mjög vel út fyrir FH-inga en svo fór að síga á ógæfuhliðina fyrir Hafnfirðinga. „Það er mjög erfitt að segja, þetta er handbolti og hann er leikur sviptinga. Þetta kemur alltaf í handbolta að lið komi til baka en við fórum aðeins út úr ‚concepti‘ varnarlega og það er þar sem þetta fór í fyrri hálfleik. Svo er þetta bara hörkuleikur í seinni hálfleik á móti sterku liði,“ sagði Sigursteinn. Aron Pálmarsson var ekki með liðinu í kvöld og Sigursteinn gat ekki svarað því hvort hann verði með í næsta leik liðanna. „Það verður bara að koma í ljós, get bara ekki gefið þér heiðarlagt svar með það.“ Næsti leikur er á miðvikudaginn og Sigursteinn horfir brattur á framhaldið. „Við erum bara í úrslitakeppni og hún gengur út á þetta, lið þurfa að koma til baka og við ætlum að gera það.“ Ásbjörn: „Þurfum að fara aðeins betur með boltann þegar við erum yfir“ Ásbjörn Friðriksson í leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Ásbjörn Friðriksson var markahæstur í liði FH í kvöld með níu mörk en var svekktur með slæman kafla liðsins undir lok fyrri hálfleiks. „Við förum ekki nægilega vel með þennan kafla og þeir ná smá tökum á sínum varnarleik. Við eigum einhverjar tvær óagaðar sóknir og þetta er fljótt að fara niður í tvö mörk aftur. Svo munar bara einu í hálfleik og þá er þetta bara hörkuleikur. Þeir voru aðeins bara klókari,“ sagði Ásbjörn. Ásbjörn skrifar tapið meðal annars á færanýtingu og hefði viljað gera mun betur í síðari hálfleik. „Við bara skorum ekki úr færunum okkar og þeir verja, við tökum nokkrar slakar línusendingar. Bara svipað hjá þeim þegar við komust yfir. Við þurfum að fara aðeins betur með boltann þegar við erum yfir, klárlega. Þeir finna smá lausnir og Þorsteinn Leó skorar einhver átta mörk í fyrri hálfleik og þannig eftir á er bara gott að vera einu marki yfir í hálfleik. Við náum ekki nægilega góðum varnarleik í síðari hálfleik og ekki nægilega mörgum hröðum upphlaupum í framhaldinu, hefðum getað gert það betur,“ bætti Ásbjörn við. Það var frábær stemning í Kaplakrika í kvöld og var Ásbjörn mjög sáttur með stuðninginn en að sama skapi afar ósáttur með að tapa leiknum á heimavelli. „Þetta eru frábærir leikir og gaman að spila þetta, en virkilega fúlt að tapa í Krikanum. Sérstaklega þegar mér fannst það vera forsendur til að klára leikinn. Kukobat lokar einhverjum þremur dauðafærum á síðustu tíu mínútum sem riðu baggamuninn í lokin. Algjörar ‚x-factor‘ vörslur, þannig það var dýrt fyrir okkur,“ sagði Ásbjörn að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti