Opið bréf til landsliðsmanna Íslands í blaki Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar 18. maí 2024 16:31 Sælir félagar Ég skrifa til ykkar fyrst og fremst sem mannréttindarsinni en einnig sem unnandi blakíþróttarinnar og fyrverandi fyrirliði blaklandsliðs Íslands. Karlalandslið Íslands í blaki hefur á dagskrá sinni að spila við landslið Ísraels nú um helgina. Þið eruð í nokk öfundsverðri stöðu. Þeirri stöðu að geta haft áhrif til góðs á alþjóða vísu. Það er tækifæri sem ekki öllum gefst. Kannski finnst ykkur þetta erftitt og auðvitað hefði stjórn Blaksambands Íslands aldrei átt að samþykkja að spila við Ísrael. En svona er staðan og ég vona að þið hafið þá manngæsku og þann manndóm til að bera að nýta ykkur þetta tækifæri. Þið getið sleppt því að mæta í leikinn eða mætt, farið inn á völlinn og gert ekki neitt. Sleppt því að spila við fulltrúa þessa ríkis sem skipulega er að útrýma palestínsku þjóðinni. Ríki sem er að drepa afa og ömmur, feður og mæður og er að drepa og limlesta lítil börn. Hugsið um þetta og takið svo rétta ákvörðun. Ákvörðun sem þið getið verið stoltir af út lífið. Ekki er hægt að fela sig á bak við að íþróttir séu ópólitískar. Rússum hefur verið vikið úr öllum alþjóðlegum keppnum vegna stríðsins í Úkraínu og Ísrael notar íþróttir til að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi í mjög svo pólitískum tilgangi. Ég hvet ykkur því kæru landsliðsmenn að taka höndum saman og sína í verki að þið sem mannskjur viljið ekki láta nota ykkur á þann hátt og grípið til aðgerða af einhverju tagi. Að spila við Ísrael er eins og að spila við landslið þýskalands nasismans í byrjun árs 1945 þegar þeir sem vildu, vissu um útrýmingabúðir nasista. Ísraelar eru með sínar útrýmingarbúðir á Gasa og það vita allir sem vilja vita. Á meðan þið lásuð þetta bréf drap ísraelski herinn palestínskt barn. Höfundur er fyrrverandi fyrirliði blaklandsliðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Blak Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Sælir félagar Ég skrifa til ykkar fyrst og fremst sem mannréttindarsinni en einnig sem unnandi blakíþróttarinnar og fyrverandi fyrirliði blaklandsliðs Íslands. Karlalandslið Íslands í blaki hefur á dagskrá sinni að spila við landslið Ísraels nú um helgina. Þið eruð í nokk öfundsverðri stöðu. Þeirri stöðu að geta haft áhrif til góðs á alþjóða vísu. Það er tækifæri sem ekki öllum gefst. Kannski finnst ykkur þetta erftitt og auðvitað hefði stjórn Blaksambands Íslands aldrei átt að samþykkja að spila við Ísrael. En svona er staðan og ég vona að þið hafið þá manngæsku og þann manndóm til að bera að nýta ykkur þetta tækifæri. Þið getið sleppt því að mæta í leikinn eða mætt, farið inn á völlinn og gert ekki neitt. Sleppt því að spila við fulltrúa þessa ríkis sem skipulega er að útrýma palestínsku þjóðinni. Ríki sem er að drepa afa og ömmur, feður og mæður og er að drepa og limlesta lítil börn. Hugsið um þetta og takið svo rétta ákvörðun. Ákvörðun sem þið getið verið stoltir af út lífið. Ekki er hægt að fela sig á bak við að íþróttir séu ópólitískar. Rússum hefur verið vikið úr öllum alþjóðlegum keppnum vegna stríðsins í Úkraínu og Ísrael notar íþróttir til að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi í mjög svo pólitískum tilgangi. Ég hvet ykkur því kæru landsliðsmenn að taka höndum saman og sína í verki að þið sem mannskjur viljið ekki láta nota ykkur á þann hátt og grípið til aðgerða af einhverju tagi. Að spila við Ísrael er eins og að spila við landslið þýskalands nasismans í byrjun árs 1945 þegar þeir sem vildu, vissu um útrýmingabúðir nasista. Ísraelar eru með sínar útrýmingarbúðir á Gasa og það vita allir sem vilja vita. Á meðan þið lásuð þetta bréf drap ísraelski herinn palestínskt barn. Höfundur er fyrrverandi fyrirliði blaklandsliðs Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun