Náttúrubarnið Katrín Jakobsdóttir Álfhildur Leifsdóttir, Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og Sigríður Gísladóttir skrifa 28. maí 2024 08:31 Það þarf enginn að efast um mikilvægi náttúru- og umhverfisverndar fyrir Katrínu Jakobsdóttur. Löngu áður en slík mál komust í hámæli hjá almenningi eða náðu útbreiðslu í allri stjórnmálaflórunni voru þetta hennar hjartans mál og í raun ein ástæða þess hún hóf stjórnmálaþátttöku. Íslensk náttúra og umhverfismál skipta þjóðina afar miklu máli og því er mikilvægt að forseti Íslands sé manneskja sem hefur sýnt það í orðum og gjörðum að hún beri hag náttúrunnar fyrir brjósti. Fyrir þremur árum talaði Katrín á málþingi Landverndar um þá staðreynd að á hálendi Íslands er að finna ein stærstu óbyggðu víðerni í Evrópu. Þar fór hún yfir hve umræða um náttúruvernd sé nátengd fullveldishugsuninni og hve þakklát við getum verið fyrir að almenningur megi njóta friðaðra Þingvalla óspilltra. Hún sagði það á okkar ábyrgð að vernda hin miklu verðmæti sem við eigum í víðernum hálendisins, fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Töfrana, víðáttuna, kyrrðina, birtuna og litrófið allt. Við eigum að geta notið ósnortinnar náttúru hvort sem við erum ríðandi í Austurdal í Skagafirði, siglandi um Breiðafjörð, hjólandi um Fjörðurnar eða hlaupandi í Dyrfjöllum. Að hennar sögn skiptir miklu máli að gera fólki kleift að stofna og starfrækja samtök til að berjast fyrir jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. Enda gegna slík samtök þýðingarmiklu hlutverki í að viðhalda þeim réttindum sem þegar hafa áunnist, veita stjórnvöldum aðhald og sjá til þess að réttindi fólks og fjölbreyttrar náttúru séu tryggð. Katrín hefur sem dæmi verið félagi í Landvernd gegnum tíðina og skilur mikilvægi frjálsra umhverfisverndarsamtaka og það aðhald sem slík samtök veita stjórnvöldum. Umhverfismál þurfa nefnilega að samtvinnast skynsamlegri stefnu í samfélags- og atvinnumálum, að við vinnum úr auðlindum okkar með hugviti og nýsköpun og ávallt með það í huga að öflugt atvinnulíf snúist um meira en eina lausn. Hún hefur ekki látið sitja við að tala um þessa hluti heldur fylgt þeim fast eftir á Alþingi og hvar sem hún kemur. Hún hefur þannig staðið fyrir lagabreytingum um takmörkun á erlendu eignarhaldi jarða hérlendis og varað við því að landið okkar safnist á hendur fárra erlendra auðmanna í öðrum tilgangi en til landbúnaðarnotkunar og sjálfbærrar nýtingar. Þannig setur hún náttúruna í fyrsta sæti. Hún hefur talað fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá, að sameign þjóðarinnar sé tryggð og að við ráðum sjálf yfir auðlindum okkar. Að öll grundvallarmál sem hefðu langtímaáhrif á samfélagið og ágreiningur væri um, líkt og sala Landsvirkjunar sem dæmi, yrðu tilefni til notkunar á málskotsréttinum (Kappræður RÚV, mín 30). Að loft, láð og lögur séu ekki óþrjótandi auðlind heldur dýrmæti sem okkur ber að standa vörð um og gæta um aldur og ævi með sjálfbærni og hófsemi að leiðarljósi. Sem forseti mun hún standa með náttúrunni, okkur öllum og framtíðinni til heilla. Katrín gerir sér einnig grein fyrir því að til skapa réttlátt og sterkt samfélag er mikilvægt að hagsmunir fólks og náttúru fara saman og að í hversdagslífi okkar allra sé rúm fyrir náttúru- og umhverfisvernd. Fyrir 15 árum þýddu Katrín og Gunnar maður hennar bók um umhverfisvænt uppeldi, á tíma þegar náttúruvernd og umhverfisvænn lífsstíll þóttu ekki jafn mikilvæg leiðarljós í samfélaginu og þau gera nú. Af því tilefni sagði Gunnar í viðtali að við höfum áhrif á náttúruna, samfélagið og börnin okkar, beint eða óbeint og að við getum öll lagt okkar af mörkum við að vernda náttúruna og bæta samfélagið með umhverfisvernd og nægjusemi. Katrín predikar ekki bara hófsemi, heldur er hún nægjusöm í sinni íbúð í blokk, fer gangandi flestra sinna ferða og lengst af á gömlum smábíl og er þannig sannarlega ekki aðeins vegprestur heldur fyrirmynd. Fyrirmynd sem við getum verið innilega stolt af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf enginn að efast um mikilvægi náttúru- og umhverfisverndar fyrir Katrínu Jakobsdóttur. Löngu áður en slík mál komust í hámæli hjá almenningi eða náðu útbreiðslu í allri stjórnmálaflórunni voru þetta hennar hjartans mál og í raun ein ástæða þess hún hóf stjórnmálaþátttöku. Íslensk náttúra og umhverfismál skipta þjóðina afar miklu máli og því er mikilvægt að forseti Íslands sé manneskja sem hefur sýnt það í orðum og gjörðum að hún beri hag náttúrunnar fyrir brjósti. Fyrir þremur árum talaði Katrín á málþingi Landverndar um þá staðreynd að á hálendi Íslands er að finna ein stærstu óbyggðu víðerni í Evrópu. Þar fór hún yfir hve umræða um náttúruvernd sé nátengd fullveldishugsuninni og hve þakklát við getum verið fyrir að almenningur megi njóta friðaðra Þingvalla óspilltra. Hún sagði það á okkar ábyrgð að vernda hin miklu verðmæti sem við eigum í víðernum hálendisins, fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Töfrana, víðáttuna, kyrrðina, birtuna og litrófið allt. Við eigum að geta notið ósnortinnar náttúru hvort sem við erum ríðandi í Austurdal í Skagafirði, siglandi um Breiðafjörð, hjólandi um Fjörðurnar eða hlaupandi í Dyrfjöllum. Að hennar sögn skiptir miklu máli að gera fólki kleift að stofna og starfrækja samtök til að berjast fyrir jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. Enda gegna slík samtök þýðingarmiklu hlutverki í að viðhalda þeim réttindum sem þegar hafa áunnist, veita stjórnvöldum aðhald og sjá til þess að réttindi fólks og fjölbreyttrar náttúru séu tryggð. Katrín hefur sem dæmi verið félagi í Landvernd gegnum tíðina og skilur mikilvægi frjálsra umhverfisverndarsamtaka og það aðhald sem slík samtök veita stjórnvöldum. Umhverfismál þurfa nefnilega að samtvinnast skynsamlegri stefnu í samfélags- og atvinnumálum, að við vinnum úr auðlindum okkar með hugviti og nýsköpun og ávallt með það í huga að öflugt atvinnulíf snúist um meira en eina lausn. Hún hefur ekki látið sitja við að tala um þessa hluti heldur fylgt þeim fast eftir á Alþingi og hvar sem hún kemur. Hún hefur þannig staðið fyrir lagabreytingum um takmörkun á erlendu eignarhaldi jarða hérlendis og varað við því að landið okkar safnist á hendur fárra erlendra auðmanna í öðrum tilgangi en til landbúnaðarnotkunar og sjálfbærrar nýtingar. Þannig setur hún náttúruna í fyrsta sæti. Hún hefur talað fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá, að sameign þjóðarinnar sé tryggð og að við ráðum sjálf yfir auðlindum okkar. Að öll grundvallarmál sem hefðu langtímaáhrif á samfélagið og ágreiningur væri um, líkt og sala Landsvirkjunar sem dæmi, yrðu tilefni til notkunar á málskotsréttinum (Kappræður RÚV, mín 30). Að loft, láð og lögur séu ekki óþrjótandi auðlind heldur dýrmæti sem okkur ber að standa vörð um og gæta um aldur og ævi með sjálfbærni og hófsemi að leiðarljósi. Sem forseti mun hún standa með náttúrunni, okkur öllum og framtíðinni til heilla. Katrín gerir sér einnig grein fyrir því að til skapa réttlátt og sterkt samfélag er mikilvægt að hagsmunir fólks og náttúru fara saman og að í hversdagslífi okkar allra sé rúm fyrir náttúru- og umhverfisvernd. Fyrir 15 árum þýddu Katrín og Gunnar maður hennar bók um umhverfisvænt uppeldi, á tíma þegar náttúruvernd og umhverfisvænn lífsstíll þóttu ekki jafn mikilvæg leiðarljós í samfélaginu og þau gera nú. Af því tilefni sagði Gunnar í viðtali að við höfum áhrif á náttúruna, samfélagið og börnin okkar, beint eða óbeint og að við getum öll lagt okkar af mörkum við að vernda náttúruna og bæta samfélagið með umhverfisvernd og nægjusemi. Katrín predikar ekki bara hófsemi, heldur er hún nægjusöm í sinni íbúð í blokk, fer gangandi flestra sinna ferða og lengst af á gömlum smábíl og er þannig sannarlega ekki aðeins vegprestur heldur fyrirmynd. Fyrirmynd sem við getum verið innilega stolt af.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun