Uppgjör: Afturelding - FH 27-31 | FH-ingar Íslandsmeistarar Hinrik Wöhler skrifar 29. maí 2024 22:25 Aron Pálmarsson lyftir Íslandsmeistarabikarnum. vísir/diego FH varð Íslandsmeistari í handbolta í kvöld eftir að hafa sigrað Aftureldingu. Leikurinn fór 31-27 og var þetta þriðji sigur FH í úrsliteinvíginu. Það var allt undir í Mosfellsbæ í kvöld þegar Afturelding og FH mættust í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Það var löngu orðið uppselt á leikinn og það var troðfullt í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þegar leikurinn hófst. Leikurinn var í járnum til að byrja með og liðin skiptust á að skora. Spennustigið var hátt en gestirnir úr Hafnarfirði voru með yfirhöndina og voru einu til tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson og Jóhannes Berg Andrason drógu vagninn í sóknarleik FH í fyrri hálfleik og var staðan 9-9 um miðbik fyrri hálfleiks. Jakob Aronsson átti góðan leik fyrir Aftureldingu.vísir/diego Línumaðurinn Jakob Aronsson var öflugur fyrir Mosfellinga og var kominn með fimm mörk úr jafnmörgum tilraunum í fyrri hálfleik en stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson fann sig engan veginn í fyrri hálfleik og var ekki kominn á blað eftir 30 mínútur. Ásbjörn Friðriksson kom FH í þriggja marka forystu undir lok fyrri hálfleiks, 16-13, en Mosfellingar klóruðu í bakkann með einu marki og leiddu Hafnfirðingar með tveimur mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja. Fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiks voru jafnar líkt og í fyrri hálfleik. Eftir það gengu Hafnfirðingar á lagið og Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, datt í gang. Hart var tekist á í leiknum að Varmá.vísir/diego Mosfellingar gerðu klaufaleg mistök í sókninni og áttu í miklum erfiðleikum með að skora. Á meðan náðu Hafnfirðingar að opna vörn Aftureldingar. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hafði séð nóg og tók leikhlé um miðbik síðari hálfleiks í stöðunni 24-19, FH í vil. Heimamenn vöknuðu í skamma stund eftir leikhléið og náðu á endanum að minnka muninn í þrjú mörk þegar fimm mínútur voru eftir. Ásbjörn Friðriksson leiddi sóknarleik FH undir lok leiks, skoraði þrjú mörk í röð og virtist skora að vild þegar lítið var eftir. Leikurinn endaði með fjögurra marka sigri FH og sigruðu Hafnfirðingar einvígið 3-1. Íslandsmeistaratitillinn fer heim í Hafnarfjörðinn, í fyrsta sinn síðan 2011. FH-ingar fagna með stuðningsfólki sínu.vísir/diego Atvik leiksins Aron Pálmarsson að lyfta sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í meistaraflokki og þeim fyrsta hjá FH í þrettán ár er atvik kvöldsins. Jakob Aronsson, línumaður Aftureldingar, afrekaði það í leiknum að skora úr innkasti þegar Daníel Freyr var kominn úr marki FH. Eitthvað sem sést ekki á hverjum degi í handbolta. Hið fyrrnefnda atvik er líklegast aðeins sögulegra þó. Stjörnur og skúrkar Það er hægt að telja upp marga leikmenn FH sem stóðu sig með sóma í kvöld. Ásbjörn Friðriksson var öflugur í sóknarleiknum með sjö mörk og steig upp undir lok leiks. Daníel Freyr Andrésson varði eins og berserkur í síðari hálfleik og leyfði Mosfellingum ekki að komast inn í leikinn. Daníel Freyr Andrésson lék vel í marki FH.vísir/diego Jakob Aronsson átti einn af sínum betri leikjum í rauðu treyjunni í kvöld. Sjö mörk úr sjö skotum. Birgir Steinn Jónsson var sprækur á báðum endum vallarins, sex mörk frá honum í kvöld. Mosfellingar voru oft hikandi í sóknarleiknum og fundu ekki taktinn þegar mest á reyndi. Einnig áttu Hafnfirðingar ekki í miklum vandræðum með að finna glufur á vörn Mosfellinga. Birkir Benediktsson fann sig engan veginn í sókn Aftureldingar, sex tilraunir á markið án þess að skora. Hans síðasti leikur fyrir félagið bili og líklegast ekki endirinn sem hann óskaði sér. Dómarar Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdu leikinn í Mosfellsbæ í kvöld. Það var talsvert um tvær mínútur í fyrri hálfleik og fékk leikurinn að fljóta minna fyrir vikið. Það voru þó engin stór vafamál í leiknum, tvíeykið fór í skjáinn einu sinni og enduðu með að gefa Þorsteini Leó Gunnarssyni tvær mínútur. Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson skoða atvik á myndbandi.vísir/diego Stemning og umgjörð Það var allt upp á tíu í Mosfellsbænum í kvöld. Sprite Zero Klan tók valda smelli fyrir leik og kom fólki í gírinn. Það var löngu orðið uppselt og troðfullt báðum megin við völlinn. Stuðningsmenn beggja liða létu vel í sér heyra og sannarlega stemning og læti sem sæmir úrslitaeinvígi. Olís-deild karla FH Afturelding
FH varð Íslandsmeistari í handbolta í kvöld eftir að hafa sigrað Aftureldingu. Leikurinn fór 31-27 og var þetta þriðji sigur FH í úrsliteinvíginu. Það var allt undir í Mosfellsbæ í kvöld þegar Afturelding og FH mættust í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Það var löngu orðið uppselt á leikinn og það var troðfullt í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þegar leikurinn hófst. Leikurinn var í járnum til að byrja með og liðin skiptust á að skora. Spennustigið var hátt en gestirnir úr Hafnarfirði voru með yfirhöndina og voru einu til tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson og Jóhannes Berg Andrason drógu vagninn í sóknarleik FH í fyrri hálfleik og var staðan 9-9 um miðbik fyrri hálfleiks. Jakob Aronsson átti góðan leik fyrir Aftureldingu.vísir/diego Línumaðurinn Jakob Aronsson var öflugur fyrir Mosfellinga og var kominn með fimm mörk úr jafnmörgum tilraunum í fyrri hálfleik en stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson fann sig engan veginn í fyrri hálfleik og var ekki kominn á blað eftir 30 mínútur. Ásbjörn Friðriksson kom FH í þriggja marka forystu undir lok fyrri hálfleiks, 16-13, en Mosfellingar klóruðu í bakkann með einu marki og leiddu Hafnfirðingar með tveimur mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja. Fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiks voru jafnar líkt og í fyrri hálfleik. Eftir það gengu Hafnfirðingar á lagið og Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, datt í gang. Hart var tekist á í leiknum að Varmá.vísir/diego Mosfellingar gerðu klaufaleg mistök í sókninni og áttu í miklum erfiðleikum með að skora. Á meðan náðu Hafnfirðingar að opna vörn Aftureldingar. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hafði séð nóg og tók leikhlé um miðbik síðari hálfleiks í stöðunni 24-19, FH í vil. Heimamenn vöknuðu í skamma stund eftir leikhléið og náðu á endanum að minnka muninn í þrjú mörk þegar fimm mínútur voru eftir. Ásbjörn Friðriksson leiddi sóknarleik FH undir lok leiks, skoraði þrjú mörk í röð og virtist skora að vild þegar lítið var eftir. Leikurinn endaði með fjögurra marka sigri FH og sigruðu Hafnfirðingar einvígið 3-1. Íslandsmeistaratitillinn fer heim í Hafnarfjörðinn, í fyrsta sinn síðan 2011. FH-ingar fagna með stuðningsfólki sínu.vísir/diego Atvik leiksins Aron Pálmarsson að lyfta sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í meistaraflokki og þeim fyrsta hjá FH í þrettán ár er atvik kvöldsins. Jakob Aronsson, línumaður Aftureldingar, afrekaði það í leiknum að skora úr innkasti þegar Daníel Freyr var kominn úr marki FH. Eitthvað sem sést ekki á hverjum degi í handbolta. Hið fyrrnefnda atvik er líklegast aðeins sögulegra þó. Stjörnur og skúrkar Það er hægt að telja upp marga leikmenn FH sem stóðu sig með sóma í kvöld. Ásbjörn Friðriksson var öflugur í sóknarleiknum með sjö mörk og steig upp undir lok leiks. Daníel Freyr Andrésson varði eins og berserkur í síðari hálfleik og leyfði Mosfellingum ekki að komast inn í leikinn. Daníel Freyr Andrésson lék vel í marki FH.vísir/diego Jakob Aronsson átti einn af sínum betri leikjum í rauðu treyjunni í kvöld. Sjö mörk úr sjö skotum. Birgir Steinn Jónsson var sprækur á báðum endum vallarins, sex mörk frá honum í kvöld. Mosfellingar voru oft hikandi í sóknarleiknum og fundu ekki taktinn þegar mest á reyndi. Einnig áttu Hafnfirðingar ekki í miklum vandræðum með að finna glufur á vörn Mosfellinga. Birkir Benediktsson fann sig engan veginn í sókn Aftureldingar, sex tilraunir á markið án þess að skora. Hans síðasti leikur fyrir félagið bili og líklegast ekki endirinn sem hann óskaði sér. Dómarar Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdu leikinn í Mosfellsbæ í kvöld. Það var talsvert um tvær mínútur í fyrri hálfleik og fékk leikurinn að fljóta minna fyrir vikið. Það voru þó engin stór vafamál í leiknum, tvíeykið fór í skjáinn einu sinni og enduðu með að gefa Þorsteini Leó Gunnarssyni tvær mínútur. Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson skoða atvik á myndbandi.vísir/diego Stemning og umgjörð Það var allt upp á tíu í Mosfellsbænum í kvöld. Sprite Zero Klan tók valda smelli fyrir leik og kom fólki í gírinn. Það var löngu orðið uppselt og troðfullt báðum megin við völlinn. Stuðningsmenn beggja liða létu vel í sér heyra og sannarlega stemning og læti sem sæmir úrslitaeinvígi.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti