Forseti jafnréttis og hugsjóna í þágu samfélagsins Þóra Leósdóttir skrifar 30. maí 2024 13:01 Þegar orðið á götunni sagði að Katrín Jakobsdóttir hygðist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands þá hugsaði ég - hættu nú alveg, það væri galið! Ég vildi alls ekki missa hana sem forsætisráðherra, hún var jú límið í þessari ríkisstjórn og hélt öllu saman þarna niður á Austurvelli. Það tók mig um það bil sólarhring að komast yfir vonbrigðin svo áttaði ég mig á þeim fjölmörgu tækifærum sem felast í því að Katrín verði forseti Íslands. Kona hugsaði glöð í bragði: Ég ætla að kjósa Katrínu og leggja mitt af mörkum henni til stuðnings. Hvers vegna? Ég tel afar mikilvægt að kona verði næsti forseti lýðveldisins. Það er brýnt að börn og ungmenni upplifi að kona geti verið forseti. Að auki er röðin einfaldlega komin að kvenmanni. Við vitum öll hvað það breytti miklu, innan lands og utan þegar Vigdís Finnbogadóttir var forseti. Að öðrum kvenframbjóðendum ólöstuðum þá hefur Katrín það sem til þarf. Jafnréttismál eru samofin öllu því sem hefur áhrif á líf okkar, líðan og velferð. Katrín hefur á sínum starfsferli sett jafnréttis- og mannréttindamál á oddinn. Jákvæð þróun loftslagsmála, náttúruverndar, efnahagsmála, listsköpunar og menningar byggir á jafnrétti og virðingu fyrir mannréttindum. Það var því mikið gæfuspor þegar jafnréttismálin voru færð til forsætisráðuneytisins 2019 og skrifstofa jafnréttismála sett á laggirnar. Þannig varð loks unnt að leiða og samhæfa jafnréttisstarf stjórnvalda þvert á ráðuneyti og málaflokka. Katrín hefur markvisst unnið að því að efla og auka jafnrétti og velsæld í íslensku samfélagi til hagsbóta fyrir öll kyn. Dæmi um slík mál eru lög um fæðingarorlof, þungunarrof, kynrænt sjálfræði og kynferðislega friðhelgi auk aðgerða gegn haturstjáningu og kynbundnu ofbeldi. Nefna má að auki verkefni um mannréttindastofnun, endurmat á virði kvennastarfa og ýmsar áætlanir í þágu launajafnréttis. Sem forsætisráðherra gekk Katrín út af kontórnum og tók þátt í kvennaverkfalli ásamt 99.999 konum og kvárum á Arnarhóli þann 24. október síðastliðinn þar sem jörðin titraði af samstöðu og baráttuhug, þannig var hún og er ein af okkur! Við manneskjur höfum eðlislæga þörf fyrir að vera, gera og tilheyra. Við þurfum konu í forsetaembættið sem hefur hugrekki og hugsjónir í þágu samfélagsins að leiðarljósi. Katrín Jakobsdóttir er sú kona, hún hefur velsæld og hagsmuni þjóðarinnar ávallt í huga og veit að það þrífst enginn einstaklingur án samfélags. Ég kýs Katrínu fyrrverandi alþingiskonu og forsætisráðherra með þakklæti í huga og er stolt af því. Höfundur er iðjuþjálfi og elíta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar orðið á götunni sagði að Katrín Jakobsdóttir hygðist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands þá hugsaði ég - hættu nú alveg, það væri galið! Ég vildi alls ekki missa hana sem forsætisráðherra, hún var jú límið í þessari ríkisstjórn og hélt öllu saman þarna niður á Austurvelli. Það tók mig um það bil sólarhring að komast yfir vonbrigðin svo áttaði ég mig á þeim fjölmörgu tækifærum sem felast í því að Katrín verði forseti Íslands. Kona hugsaði glöð í bragði: Ég ætla að kjósa Katrínu og leggja mitt af mörkum henni til stuðnings. Hvers vegna? Ég tel afar mikilvægt að kona verði næsti forseti lýðveldisins. Það er brýnt að börn og ungmenni upplifi að kona geti verið forseti. Að auki er röðin einfaldlega komin að kvenmanni. Við vitum öll hvað það breytti miklu, innan lands og utan þegar Vigdís Finnbogadóttir var forseti. Að öðrum kvenframbjóðendum ólöstuðum þá hefur Katrín það sem til þarf. Jafnréttismál eru samofin öllu því sem hefur áhrif á líf okkar, líðan og velferð. Katrín hefur á sínum starfsferli sett jafnréttis- og mannréttindamál á oddinn. Jákvæð þróun loftslagsmála, náttúruverndar, efnahagsmála, listsköpunar og menningar byggir á jafnrétti og virðingu fyrir mannréttindum. Það var því mikið gæfuspor þegar jafnréttismálin voru færð til forsætisráðuneytisins 2019 og skrifstofa jafnréttismála sett á laggirnar. Þannig varð loks unnt að leiða og samhæfa jafnréttisstarf stjórnvalda þvert á ráðuneyti og málaflokka. Katrín hefur markvisst unnið að því að efla og auka jafnrétti og velsæld í íslensku samfélagi til hagsbóta fyrir öll kyn. Dæmi um slík mál eru lög um fæðingarorlof, þungunarrof, kynrænt sjálfræði og kynferðislega friðhelgi auk aðgerða gegn haturstjáningu og kynbundnu ofbeldi. Nefna má að auki verkefni um mannréttindastofnun, endurmat á virði kvennastarfa og ýmsar áætlanir í þágu launajafnréttis. Sem forsætisráðherra gekk Katrín út af kontórnum og tók þátt í kvennaverkfalli ásamt 99.999 konum og kvárum á Arnarhóli þann 24. október síðastliðinn þar sem jörðin titraði af samstöðu og baráttuhug, þannig var hún og er ein af okkur! Við manneskjur höfum eðlislæga þörf fyrir að vera, gera og tilheyra. Við þurfum konu í forsetaembættið sem hefur hugrekki og hugsjónir í þágu samfélagsins að leiðarljósi. Katrín Jakobsdóttir er sú kona, hún hefur velsæld og hagsmuni þjóðarinnar ávallt í huga og veit að það þrífst enginn einstaklingur án samfélags. Ég kýs Katrínu fyrrverandi alþingiskonu og forsætisráðherra með þakklæti í huga og er stolt af því. Höfundur er iðjuþjálfi og elíta.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun