Halla, ekki Kata Sævar Þór Jónsson skrifar 2. júní 2024 15:00 Nýafstaðnar forsetakosningar eru svo sannarlega sögulegar að mörgu leyti. Í mínum huga sýna þær og sanna mikilvægi embættisins og hversu nær það stendur hjarta landsmanna. Einnig tek ég undir orð Ólafs Ragnars Grímssonar að þjóðin hefur nú viðurkennt eða veitt embættinu aukið vægi og hlutverk. Niðurstaðan er skýr, þjóðin vill eiga sinn forseta. Í því felst að þjóðin vill ekki að stjórnmálastéttin ráði því hver verður forseti. Þessar kosningar hafa öðrum þræði snúist um elítuna gegn almenningnum, og alþýða manna hafði betur. Forsetinn tilheyrir þeim og augljóst að fólkið í landinu lítur á forsetann sem sinn málsvara, sinn bakvörð þegar stjórnmálaelítan misstígur sig. Við höfum í þessum kosningum verið minnt á það að fyrri forsetar hafi sumir komið úr röðum stjórnmálamanna og jafnvel af ráðherrastóli. Enginn hefur þó áður ætlað sér að fara beint úr forsætisráðuneytinu á Bessastaði, fyrir því eru engin fordæmi. Þá held ég að aðstæður í þjóðfélaginu hafi gjörbreyst eftir hrunið með þeim hætti að erfiðara sé fyrir stjórnmálamenn, sérstaklega þá sem gegnt hafa ráðherrastöðu, að sækjast eftir embætti forseta. Í hruninu og eftir hrun breyttist umræðan mikið og allar ríkisstjórnir síðan hafa legið undir stöðu ámæli og gagnrýni, mun meiri og harðvítugri en áður. Hvort sú gagnrýni er sanngjörn eða réttlát er annað mál. Þessi breyting hefur það í för með sér að ríkjandi ráðamenn njóta ekki lengur sama brautargengis til Bessastaða. Inn í þetta spilar einnig væntingar fólks til forsetans en þær breyttust eftir að Ólafur Ragnar virkjaði málskotsréttinn. Þegar hann braut það blað í sögunni þá breikkaði bilið milli embættisins og stjórnmálamanna. Þessir tveir atburðir hafa haft þær afleiðingar að í dag er töluvert lengra fyrir stjórnmálamann að stökkva til þess að komast á Álftanes. Þetta eru breyttar aðstæður sem þarf að horfast í augu við. Þó skal einnig varast að fullyrða of mikið um þetta - það er ekki hægt að fullyrða að þjóðin vilji fræðimenn, stjórnmálamann eða mannauðarstjóra í embættið. Þjóðin mun alltaf kjósa þann sem henni líst best á hverju sinni, óháð menntun eða stöðu, en það sem mun alltaf skipta sköpum er traust til viðkomandi, traust til þess að forsetinn standi fyrst og fremst með fólkinu í landinu og tilheyri þeim. Ef þessi tryggðabönd finnast ekki þá er þetta búið spil fyrir viðkomandi frambjóðanda. Að einhverju leyti var þetta líka uppi á teningnum þegar Ólafur Ragnar var fyrst kjörinn. Þá kom hann fram sem mjög sterkt mótvægi við sitjandi ráðamenn þess tíma, sem reyndu allt til þess að koma í veg fyrir kjör hans. Það þýðir ekkert að steyta hnefa framan í þjóðina og skammast í henni út af niðurstöðunum. Reynið frekar að skilja skilaboðin og hvað er að gerast í raun og veru. Að sama skapi er ekki mark takandi á gagnrýni þeirra sem hafa sprottið upp og gert lítið úr hæfni og getu Höllu Tómasdóttur, af því að þjóðin hafi kosið taktískt til að hafna Katrínu. Á móti má spyrja, af hverju þetta óánægjufylgi hafi þá ekki hoppað á vagn Höllu Hrundar því lengst af var hún sá frambjóðandi sem líklegust var til þess að bera sigur úr býtum. Halla Tómasdóttir mældist með mjög lítið fylgi til að byrja með. Það sem gerðist var einfaldlega það að Halla Tómasdóttir sýndi sig og sannaði í kappræðum og vann inn fylgi og traust með framkomu sinni. Sigurganga hennar byrjaði snemma í maí og var stöðug og óx ásmegin allt undir hið síðasta. Katrín ætlaði sér of hátt stökk. Ég veit ekki hvort hún hafi áttað sig á því að bilið væri orðið svona breitt á milli Bessastaða og stjórnarráðsins. Ég skrifaði um þetta grein skömmu eftir að hún tilkynnti um framboð sitt þar sem ég bar hana saman við Gunnar Thoroddssen. Þessar kosningar nú snerust um framangreint traust, það efast enginn um hæfi Katrínar til þess að gegna embættinu, né heldur hæfi Höllu Tómasdóttur og ýmissa annarra frambjóðenda, en ég tel að þjóðin hafi kosið þann sem hún treysti best. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sævar Þór Jónsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Nýafstaðnar forsetakosningar eru svo sannarlega sögulegar að mörgu leyti. Í mínum huga sýna þær og sanna mikilvægi embættisins og hversu nær það stendur hjarta landsmanna. Einnig tek ég undir orð Ólafs Ragnars Grímssonar að þjóðin hefur nú viðurkennt eða veitt embættinu aukið vægi og hlutverk. Niðurstaðan er skýr, þjóðin vill eiga sinn forseta. Í því felst að þjóðin vill ekki að stjórnmálastéttin ráði því hver verður forseti. Þessar kosningar hafa öðrum þræði snúist um elítuna gegn almenningnum, og alþýða manna hafði betur. Forsetinn tilheyrir þeim og augljóst að fólkið í landinu lítur á forsetann sem sinn málsvara, sinn bakvörð þegar stjórnmálaelítan misstígur sig. Við höfum í þessum kosningum verið minnt á það að fyrri forsetar hafi sumir komið úr röðum stjórnmálamanna og jafnvel af ráðherrastóli. Enginn hefur þó áður ætlað sér að fara beint úr forsætisráðuneytinu á Bessastaði, fyrir því eru engin fordæmi. Þá held ég að aðstæður í þjóðfélaginu hafi gjörbreyst eftir hrunið með þeim hætti að erfiðara sé fyrir stjórnmálamenn, sérstaklega þá sem gegnt hafa ráðherrastöðu, að sækjast eftir embætti forseta. Í hruninu og eftir hrun breyttist umræðan mikið og allar ríkisstjórnir síðan hafa legið undir stöðu ámæli og gagnrýni, mun meiri og harðvítugri en áður. Hvort sú gagnrýni er sanngjörn eða réttlát er annað mál. Þessi breyting hefur það í för með sér að ríkjandi ráðamenn njóta ekki lengur sama brautargengis til Bessastaða. Inn í þetta spilar einnig væntingar fólks til forsetans en þær breyttust eftir að Ólafur Ragnar virkjaði málskotsréttinn. Þegar hann braut það blað í sögunni þá breikkaði bilið milli embættisins og stjórnmálamanna. Þessir tveir atburðir hafa haft þær afleiðingar að í dag er töluvert lengra fyrir stjórnmálamann að stökkva til þess að komast á Álftanes. Þetta eru breyttar aðstæður sem þarf að horfast í augu við. Þó skal einnig varast að fullyrða of mikið um þetta - það er ekki hægt að fullyrða að þjóðin vilji fræðimenn, stjórnmálamann eða mannauðarstjóra í embættið. Þjóðin mun alltaf kjósa þann sem henni líst best á hverju sinni, óháð menntun eða stöðu, en það sem mun alltaf skipta sköpum er traust til viðkomandi, traust til þess að forsetinn standi fyrst og fremst með fólkinu í landinu og tilheyri þeim. Ef þessi tryggðabönd finnast ekki þá er þetta búið spil fyrir viðkomandi frambjóðanda. Að einhverju leyti var þetta líka uppi á teningnum þegar Ólafur Ragnar var fyrst kjörinn. Þá kom hann fram sem mjög sterkt mótvægi við sitjandi ráðamenn þess tíma, sem reyndu allt til þess að koma í veg fyrir kjör hans. Það þýðir ekkert að steyta hnefa framan í þjóðina og skammast í henni út af niðurstöðunum. Reynið frekar að skilja skilaboðin og hvað er að gerast í raun og veru. Að sama skapi er ekki mark takandi á gagnrýni þeirra sem hafa sprottið upp og gert lítið úr hæfni og getu Höllu Tómasdóttur, af því að þjóðin hafi kosið taktískt til að hafna Katrínu. Á móti má spyrja, af hverju þetta óánægjufylgi hafi þá ekki hoppað á vagn Höllu Hrundar því lengst af var hún sá frambjóðandi sem líklegust var til þess að bera sigur úr býtum. Halla Tómasdóttir mældist með mjög lítið fylgi til að byrja með. Það sem gerðist var einfaldlega það að Halla Tómasdóttir sýndi sig og sannaði í kappræðum og vann inn fylgi og traust með framkomu sinni. Sigurganga hennar byrjaði snemma í maí og var stöðug og óx ásmegin allt undir hið síðasta. Katrín ætlaði sér of hátt stökk. Ég veit ekki hvort hún hafi áttað sig á því að bilið væri orðið svona breitt á milli Bessastaða og stjórnarráðsins. Ég skrifaði um þetta grein skömmu eftir að hún tilkynnti um framboð sitt þar sem ég bar hana saman við Gunnar Thoroddssen. Þessar kosningar nú snerust um framangreint traust, það efast enginn um hæfi Katrínar til þess að gegna embættinu, né heldur hæfi Höllu Tómasdóttur og ýmissa annarra frambjóðenda, en ég tel að þjóðin hafi kosið þann sem hún treysti best. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun