Uppgjör: Keflavík - Valur 3-3 | Valur í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Kári Mímisson skrifar 9. júní 2024 15:15 Valur þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn Lengjudeildarliði Keflavíkur. Vísir/Diego Keflavík tók á móti Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla nú í dag. Eftir 90 mínútur var staðan 2-2 og því þurfti að grípa til framlengingar. Bæði lið náðu að skora sitt hvort markið í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Valsmenn unnu 5-3 og það er því Valur sem er fyrsta liðið til að tryggja sig inn í undanúrslit Mjólkurbikarsins þetta árið. Valsmenn byrjuðu leikinn miklu betur hér í dag og skoruðu fyrsta mark leiksins eftir rétt rúmlega hálftíma leik en þar var að verkum Patrick Pedersen eftir laglegt samspil liðsins. Stuttu seinna tókst heimamönnum þó að jafna þegar Ásgeir Páll Magnússon tókst að skora eftir klaufaleg mistök í vörn Vals. Ari Steinn Guðmundsson átti þá fyrirgjöf inn á teiginn þar sem Valsmönnum tókst ekki að koma boltanum í burtu áður en boltinn barst til Ásgeirs sem átti laust skot sem rúllaði í gegnum alla Valsvörnina og framhjá Frederik Schram í marki Vals. Staðan 1-1 í hálfleik. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og komust yfir með marki frá Degi Inga Valssyni eftir aukaspyrnu frá Ara Stein. Aftur voru Valsmenn klaufar að koma boltanum ekki í burtu úr teignum. Gestirnir frá Hlíðarenda tókst þó að jafna skömmu seinna eftir að Gunnlaugur Fannar varð fyrir því óláni að setja boltann í sitt eigið net. Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar tókst Jónatan Inga Jónssyni að skora snemma eftir fyrirgjöf frá Adam Ægi Pálssyni. Jónatan tók glæsilega á móti fyrirgjöfinni og tókst að leggja boltann fullkomlega fyrir sig áður en hann skoraði fram hjá Ásgeiri Orra í marki Keflavíkur. Allt stefndi í sigur Vals en á lokamínútu leiksins tókst Keflvíkingum að jafna þegar hinn 18 ára gamli Gabríel Aron Sævarsson skoraði rétt fyrir leikslok. Kári Sigfússon átti þá sendingu inn á teig þar sem Keflvíkingar voru búnir að fjölmenna til þess að freista þessa að jafna. Dagur Ingi tókst að skalla boltann áfram á Gabríel Aron sem náði skoti að marki sem virtist fara í gegnum Frederik Schram og þaðan í netið. Staðan því 3-3 eftir 120 mínútur og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Valsmenn tóku fyrstu spyrnuna sem Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði örugglega úr. Það sama gerðu Jónatan Ingi, Gylfi Þór, Adam Ægir. Hjá Keflavík skoruðu þeir Kári Sigfússon, Ásgeir Páll og Dagur Ingi, Frederik Schram varði hins vegar frá Nacho. Það var svo Kristinn Freyr Sigurðsson sem tók lokaspyrnu Vals og tryggði liðinu farseðilinn í undanúrslitin. Atvik leiksins Markið sem Gabríel Aron Sævarsson skoraði á lokamínútu leiksins verður að fá að vera atvik leiksins. Því miður fyrir Keflavík dugði það ekki til að lokum en draumar Keflavíkur um Bikarmeistaratitil fengu þó að lifa aðeins lengur. Stjörnur og skúrkar Ásgeir Orri var frábær í marki Keflavíkur þó svo að honum hafi ekki tekist að verja neina af vítaspyrnum Vals. Í rauninni má lemstrað lið Keflavíkur ganga stoltir frá þessum leik en liðið lék án Sindra Snæs Magnússonar, Sami Kamel og Frans Elvarssonar. Erfitt að nefna einhvern skúrk en Mamadou Diaw fór illa með nokkur færi í leiknum og þá var Frederik Schram ekki langt frá því að vera skúrkur með því að verja ekki skot Gabríels í lokamarkinu en svo ver hann vítið frá Nacho og breytist þá skyndilega í hetju. Dómarinn Pétur er einn af okkar bestu mönnum og stýrði þessu eins og sannur lögregluvarðstjóri og tókst að gera þetta án einhverra óþarfa spjalda, hann lyfti einu spjaldi í leiknum og það var eftir 120 mínútur. Frábær frammistaða hjá honum og hans teymi. Stemmingin og umgjörð Keflavík er alltaf Keflavík í Keflavík segja sumir. Mætingin á völlinn hefði nú alveg mátt vera betri miða við þetta fína veður sem boðið var upp á í dag. HS Orku völlurinn er orðinn grænn og fínn og svo í ofan á lag fengum við spennandi leik. Haraldur Freyr: „Get ekki verið annað en stoltur af liðinu“ Haraldur Freyr er þjálfari KeflavíkurVísir/Hulda Margrét Haraldur Freyr, þjálfari Keflavíkur, var að vonum svekktur eftir að ljóst var að liðið væri dottið úr leik í Mjólkurbikarnum þetta árið. Á sama tíma segist hann vera mjög sáttur með frammistöðu liðsins í dag og árangur liðsins á heimavelli að undanförnu. „Ég er auðvitað svekktur að vera dottinn úr leik en ég er þó mjög sáttur með frammistöðuna okkar í dag og hvernig við nálgumst leikinn. Strákarnir gerðu það sem fyrir þá var lagt og skipulagið hélt. Allir hálfleikarnir enda allir jafnir. Svo endar þetta bara í vító þar sem þetta getur farið á hvorn veginn sem er. Við lögðum þetta bara upp með að berja trú í menn. Mér fannst við trúa því að við gætum unnið þá hér í dag. Við höfum verið sterkir hér á þessum velli og unnið síðustu þrjá leiki hér gegn ÍA í bikarnum og svo síðustu tveir deildarleikir. Við höfum verið góðir hérna og okkur líður vel hérna og markatalan er 11-1 í þessum leikjum þannig að við vorum allir kokhraustir og klárir í að fá eitt besta lið landsins hingað og ætluðum að reyna að slá þá út úr bikarnum. Ég get ekki verið annað en stoltur af liðinu fyrir þessa frammistöðu en auðvitað er maður svekktur og pirraður að vera ekki í hattinum þegar dregið verður í undanúrslitin.“ Keflavík lék án nokkurra lykilmanna í dag spurður hver er staðan á þeim? „Frans er auðvitað bara í banni í dag og þá ætti að vera stutt í Sami og hefði hann mögulega getað verið með í dag. Sindri Snær tognaði í síðasta leik þannig að hann verður ekki með okkur næstu þrjár til fjórar vikurnar.“ Mjólkurbikar karla Keflavík ÍF Valur
Keflavík tók á móti Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla nú í dag. Eftir 90 mínútur var staðan 2-2 og því þurfti að grípa til framlengingar. Bæði lið náðu að skora sitt hvort markið í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Valsmenn unnu 5-3 og það er því Valur sem er fyrsta liðið til að tryggja sig inn í undanúrslit Mjólkurbikarsins þetta árið. Valsmenn byrjuðu leikinn miklu betur hér í dag og skoruðu fyrsta mark leiksins eftir rétt rúmlega hálftíma leik en þar var að verkum Patrick Pedersen eftir laglegt samspil liðsins. Stuttu seinna tókst heimamönnum þó að jafna þegar Ásgeir Páll Magnússon tókst að skora eftir klaufaleg mistök í vörn Vals. Ari Steinn Guðmundsson átti þá fyrirgjöf inn á teiginn þar sem Valsmönnum tókst ekki að koma boltanum í burtu áður en boltinn barst til Ásgeirs sem átti laust skot sem rúllaði í gegnum alla Valsvörnina og framhjá Frederik Schram í marki Vals. Staðan 1-1 í hálfleik. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og komust yfir með marki frá Degi Inga Valssyni eftir aukaspyrnu frá Ara Stein. Aftur voru Valsmenn klaufar að koma boltanum ekki í burtu úr teignum. Gestirnir frá Hlíðarenda tókst þó að jafna skömmu seinna eftir að Gunnlaugur Fannar varð fyrir því óláni að setja boltann í sitt eigið net. Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar tókst Jónatan Inga Jónssyni að skora snemma eftir fyrirgjöf frá Adam Ægi Pálssyni. Jónatan tók glæsilega á móti fyrirgjöfinni og tókst að leggja boltann fullkomlega fyrir sig áður en hann skoraði fram hjá Ásgeiri Orra í marki Keflavíkur. Allt stefndi í sigur Vals en á lokamínútu leiksins tókst Keflvíkingum að jafna þegar hinn 18 ára gamli Gabríel Aron Sævarsson skoraði rétt fyrir leikslok. Kári Sigfússon átti þá sendingu inn á teig þar sem Keflvíkingar voru búnir að fjölmenna til þess að freista þessa að jafna. Dagur Ingi tókst að skalla boltann áfram á Gabríel Aron sem náði skoti að marki sem virtist fara í gegnum Frederik Schram og þaðan í netið. Staðan því 3-3 eftir 120 mínútur og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Valsmenn tóku fyrstu spyrnuna sem Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði örugglega úr. Það sama gerðu Jónatan Ingi, Gylfi Þór, Adam Ægir. Hjá Keflavík skoruðu þeir Kári Sigfússon, Ásgeir Páll og Dagur Ingi, Frederik Schram varði hins vegar frá Nacho. Það var svo Kristinn Freyr Sigurðsson sem tók lokaspyrnu Vals og tryggði liðinu farseðilinn í undanúrslitin. Atvik leiksins Markið sem Gabríel Aron Sævarsson skoraði á lokamínútu leiksins verður að fá að vera atvik leiksins. Því miður fyrir Keflavík dugði það ekki til að lokum en draumar Keflavíkur um Bikarmeistaratitil fengu þó að lifa aðeins lengur. Stjörnur og skúrkar Ásgeir Orri var frábær í marki Keflavíkur þó svo að honum hafi ekki tekist að verja neina af vítaspyrnum Vals. Í rauninni má lemstrað lið Keflavíkur ganga stoltir frá þessum leik en liðið lék án Sindra Snæs Magnússonar, Sami Kamel og Frans Elvarssonar. Erfitt að nefna einhvern skúrk en Mamadou Diaw fór illa með nokkur færi í leiknum og þá var Frederik Schram ekki langt frá því að vera skúrkur með því að verja ekki skot Gabríels í lokamarkinu en svo ver hann vítið frá Nacho og breytist þá skyndilega í hetju. Dómarinn Pétur er einn af okkar bestu mönnum og stýrði þessu eins og sannur lögregluvarðstjóri og tókst að gera þetta án einhverra óþarfa spjalda, hann lyfti einu spjaldi í leiknum og það var eftir 120 mínútur. Frábær frammistaða hjá honum og hans teymi. Stemmingin og umgjörð Keflavík er alltaf Keflavík í Keflavík segja sumir. Mætingin á völlinn hefði nú alveg mátt vera betri miða við þetta fína veður sem boðið var upp á í dag. HS Orku völlurinn er orðinn grænn og fínn og svo í ofan á lag fengum við spennandi leik. Haraldur Freyr: „Get ekki verið annað en stoltur af liðinu“ Haraldur Freyr er þjálfari KeflavíkurVísir/Hulda Margrét Haraldur Freyr, þjálfari Keflavíkur, var að vonum svekktur eftir að ljóst var að liðið væri dottið úr leik í Mjólkurbikarnum þetta árið. Á sama tíma segist hann vera mjög sáttur með frammistöðu liðsins í dag og árangur liðsins á heimavelli að undanförnu. „Ég er auðvitað svekktur að vera dottinn úr leik en ég er þó mjög sáttur með frammistöðuna okkar í dag og hvernig við nálgumst leikinn. Strákarnir gerðu það sem fyrir þá var lagt og skipulagið hélt. Allir hálfleikarnir enda allir jafnir. Svo endar þetta bara í vító þar sem þetta getur farið á hvorn veginn sem er. Við lögðum þetta bara upp með að berja trú í menn. Mér fannst við trúa því að við gætum unnið þá hér í dag. Við höfum verið sterkir hér á þessum velli og unnið síðustu þrjá leiki hér gegn ÍA í bikarnum og svo síðustu tveir deildarleikir. Við höfum verið góðir hérna og okkur líður vel hérna og markatalan er 11-1 í þessum leikjum þannig að við vorum allir kokhraustir og klárir í að fá eitt besta lið landsins hingað og ætluðum að reyna að slá þá út úr bikarnum. Ég get ekki verið annað en stoltur af liðinu fyrir þessa frammistöðu en auðvitað er maður svekktur og pirraður að vera ekki í hattinum þegar dregið verður í undanúrslitin.“ Keflavík lék án nokkurra lykilmanna í dag spurður hver er staðan á þeim? „Frans er auðvitað bara í banni í dag og þá ætti að vera stutt í Sami og hefði hann mögulega getað verið með í dag. Sindri Snær tognaði í síðasta leik þannig að hann verður ekki með okkur næstu þrjár til fjórar vikurnar.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti