Uppgjör, viðtöl og myndir: FH - Tindastóll 4-1 | Heimakonur aftur á sigurbraut Andri Már Eggertsson skrifar 26. júní 2024 21:09 Heimakonur fagna marki Vísir/Pawel Cieslikiewicz FH vann Tindastól á heimavelli 4-1. Heimakonur byrjuðu með látum og gerðu tvö mörk á fyrstu tólf mínútunum. Jordyn Rhodes minnkaði muninn fyrir gestina en FH svaraði með tveimur mörkum. Það var hart barist í teignumVísir/Pawel Cieslikiewicz FH byrjaði leikinn með látum. Heimakonur pressuðu hátt og fengu strax færi. Eftir fjórar mínútur átti Elísa Lana Sigurjónsdóttir skot í stöngina og FH hélt áfram að banka. Eftir tíu mínútna leik náði Tindastóll ekki að hreinsa boltann nógu langt frá markinu eftir þunga sókn FH sem varð til þess að Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir fékk boltann fyrir utan teig þar sem hún lét vaða og boltinn söng í netinu. FH - Tindastóll Besta Deild kvenna Sumar 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Tveimur mínútum síðar bætti Ída Marín Hermannsdóttir við öðru marki FH. Breukelen Lachelle Woodard komst heldur auðveldlega inn fyrir vörn Tindastóls og renndi boltanum á Ídu sem skoraði. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og heimakonur voru 2-0 yfir í hálfleik. Laufey Harpa Halldórsdóttir að munda vinstri fótinnVísir/Pawel Cieslikiewicz Jordyn Rhodes glaopnaði leikinn á 68. mínútu þegar hún minnkaði muninn. Jordyn vann boltann nánast á miðju og tók frábæran sprett í átt að marki FH og komst inn í teig þar sem hún lagði boltann í hornið og skoraði. Tindastóll minnkaði muninn í 2-1Vísir/Pawel Cieslikiewicz FH fékk dauðafæri til að gera út um leikinn en inn vildi boltinn ekki. Helena Ósk Hálfdánardóttir slapp ein inn fyrir vörn Tindastóls og átti skot sem Monica varði í stöngina en Hildigunnur náði frákastinu en hitti ekki boltann af stuttu færi. Stuttu seinna gerði Elísa Lana Sigurjónsdóttir þriðja mark FH þar sem hún átti hnitmiðað skot fyrir utan teig með tvo varnarmenn fyrir framan sig en boltinn endaði í markinu. FH - Tindastóll Besta Deild kvenna Sumar 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Eins og í fyrri hálfleik var FH ekki lengi að fylgja marki eftir með öðru marki. Boltinn fór af varnarmanni Tindastóls og beint á Helenu Ósk Hálfdánardóttur sem skoraði af stuttu færi. FH vann að lokum 4-1 sigur. FH fagnaði 4-1 sigriVísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Ída Marín Hermannsdóttir skoraði annað mark FH tveimur mínútum eftir að heimakonur brutu ísinn. Gestirnir voru enn þá að svekkja sig á að hafa lent undir og voru alls ekki vakandi sem FH nýtti sér og bætti við öðru marki. Stjörnur og skúrkar Það voru margar í liði FH sem spiluðu vel í kvöld. Elísa Lana Sigurjónsdóttir skoraði þriðja markið sem gekk frá leiknum og hún var óheppin að hafa ekki skorað fleiri mörk. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði fyrsta mark FH sem var flottasta mark leiksins þar sem hún átti þrumuskot fyrir utan teig. Viðbrögð leikmanna Tindastóls við því að fá á sig mörk voru ekki upp á marga fiska. Eftir að FH komst í 1-0 skoraði liðið annað mark tveimur mínútum síðar. Eftir að FH komst í 3-1 skoraði liðið fjórða markið fjórum mínútum síðar. Þetta skrifast á algjört einbeitingarleysi hjá varnarmönnum Tindastóls. Dómarinn Ásmundur Þór Sveinsson dæmdi leik kvöldsins. Í fyrri hálfleik kom umdeilt atvik þar sem Breukelen Lachelle Woodard, leikmaður FH, virtist hafa gefið fyrirliða Tindastóls, Bryndísi Rut Haraldsdóttur, olnbogaskot en dómararnir misstu af atvikinu. Bryndís lá eftir en ekkert var dæmt. Ásmundur Þór Sveinsson dæmdi leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Atvikið gerðist í fyrri hálfleik í stöðunni 2-0 og það hefði breytt leiknum hefði FH lent einum færri. Dómarinn fær því 4 í einkunn. Stemning og umgjörð Sólin skein í Hafnarfirðinum og aðstæður voru frábærar á Kaplakrikavelli. Alls sáu 187 áhorfendur leikinn og heimamenn voru duglegir að tromma þegar það átti við. Það hefur gengið vel hjá FH á heimavelli og í síðustu fjórum leikjum hefur liðið fengið 10 stig á heimavelli. „Þetta voru taktísk mistök hjá mér“ Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, var svekktur eftir 4-1 tap gegn FH. „Við áttum vonda kafla í byrjun. Við ætluðum að pressa þær hátt sem klikkaði algjörlega og við gáfum þeim annað markið en fyrsta markið var fínt hjá þeim. Við náðum að skipuleggja okkur betur í hálfleik og komum vel út í seinni hálfleik þar sem við vorum betri fyrstu 15-20 mínúturnar,“ sagði Halldór í viðtali eftir leik. FH byrjaði töluvert betur sem skilaði tveimur mörkum á tólf mínútum. Halldór var ekki viss hvað útskýrði þessa byrjun liðsins. „Ég veit ekki hvað útskýrði þessa byrjun. Við fórum með liðið hátt upp á völlinn sem voru taktísk mistök hjá mér og við breyttum því og það virkaði betur. Þetta voru taktísk mistök hjá mér og áfram gakk.“ Halldór sagðist ekki hafa séð atvikið þegar Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, fékk olnbogaskot í andlitið. „Ég sá ekkert en sá að hún lá aðeins seinna. Þetta var frá boltanum og ég var að horfa á boltann en ég veit að Bryndís Rut hefur aldrei á ævi sinni logið svo við skulum trúa henni,“ sagði Halldór Jón að lokum. Besta deild kvenna FH Tindastóll
FH vann Tindastól á heimavelli 4-1. Heimakonur byrjuðu með látum og gerðu tvö mörk á fyrstu tólf mínútunum. Jordyn Rhodes minnkaði muninn fyrir gestina en FH svaraði með tveimur mörkum. Það var hart barist í teignumVísir/Pawel Cieslikiewicz FH byrjaði leikinn með látum. Heimakonur pressuðu hátt og fengu strax færi. Eftir fjórar mínútur átti Elísa Lana Sigurjónsdóttir skot í stöngina og FH hélt áfram að banka. Eftir tíu mínútna leik náði Tindastóll ekki að hreinsa boltann nógu langt frá markinu eftir þunga sókn FH sem varð til þess að Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir fékk boltann fyrir utan teig þar sem hún lét vaða og boltinn söng í netinu. FH - Tindastóll Besta Deild kvenna Sumar 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Tveimur mínútum síðar bætti Ída Marín Hermannsdóttir við öðru marki FH. Breukelen Lachelle Woodard komst heldur auðveldlega inn fyrir vörn Tindastóls og renndi boltanum á Ídu sem skoraði. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og heimakonur voru 2-0 yfir í hálfleik. Laufey Harpa Halldórsdóttir að munda vinstri fótinnVísir/Pawel Cieslikiewicz Jordyn Rhodes glaopnaði leikinn á 68. mínútu þegar hún minnkaði muninn. Jordyn vann boltann nánast á miðju og tók frábæran sprett í átt að marki FH og komst inn í teig þar sem hún lagði boltann í hornið og skoraði. Tindastóll minnkaði muninn í 2-1Vísir/Pawel Cieslikiewicz FH fékk dauðafæri til að gera út um leikinn en inn vildi boltinn ekki. Helena Ósk Hálfdánardóttir slapp ein inn fyrir vörn Tindastóls og átti skot sem Monica varði í stöngina en Hildigunnur náði frákastinu en hitti ekki boltann af stuttu færi. Stuttu seinna gerði Elísa Lana Sigurjónsdóttir þriðja mark FH þar sem hún átti hnitmiðað skot fyrir utan teig með tvo varnarmenn fyrir framan sig en boltinn endaði í markinu. FH - Tindastóll Besta Deild kvenna Sumar 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Eins og í fyrri hálfleik var FH ekki lengi að fylgja marki eftir með öðru marki. Boltinn fór af varnarmanni Tindastóls og beint á Helenu Ósk Hálfdánardóttur sem skoraði af stuttu færi. FH vann að lokum 4-1 sigur. FH fagnaði 4-1 sigriVísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Ída Marín Hermannsdóttir skoraði annað mark FH tveimur mínútum eftir að heimakonur brutu ísinn. Gestirnir voru enn þá að svekkja sig á að hafa lent undir og voru alls ekki vakandi sem FH nýtti sér og bætti við öðru marki. Stjörnur og skúrkar Það voru margar í liði FH sem spiluðu vel í kvöld. Elísa Lana Sigurjónsdóttir skoraði þriðja markið sem gekk frá leiknum og hún var óheppin að hafa ekki skorað fleiri mörk. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði fyrsta mark FH sem var flottasta mark leiksins þar sem hún átti þrumuskot fyrir utan teig. Viðbrögð leikmanna Tindastóls við því að fá á sig mörk voru ekki upp á marga fiska. Eftir að FH komst í 1-0 skoraði liðið annað mark tveimur mínútum síðar. Eftir að FH komst í 3-1 skoraði liðið fjórða markið fjórum mínútum síðar. Þetta skrifast á algjört einbeitingarleysi hjá varnarmönnum Tindastóls. Dómarinn Ásmundur Þór Sveinsson dæmdi leik kvöldsins. Í fyrri hálfleik kom umdeilt atvik þar sem Breukelen Lachelle Woodard, leikmaður FH, virtist hafa gefið fyrirliða Tindastóls, Bryndísi Rut Haraldsdóttur, olnbogaskot en dómararnir misstu af atvikinu. Bryndís lá eftir en ekkert var dæmt. Ásmundur Þór Sveinsson dæmdi leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Atvikið gerðist í fyrri hálfleik í stöðunni 2-0 og það hefði breytt leiknum hefði FH lent einum færri. Dómarinn fær því 4 í einkunn. Stemning og umgjörð Sólin skein í Hafnarfirðinum og aðstæður voru frábærar á Kaplakrikavelli. Alls sáu 187 áhorfendur leikinn og heimamenn voru duglegir að tromma þegar það átti við. Það hefur gengið vel hjá FH á heimavelli og í síðustu fjórum leikjum hefur liðið fengið 10 stig á heimavelli. „Þetta voru taktísk mistök hjá mér“ Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, var svekktur eftir 4-1 tap gegn FH. „Við áttum vonda kafla í byrjun. Við ætluðum að pressa þær hátt sem klikkaði algjörlega og við gáfum þeim annað markið en fyrsta markið var fínt hjá þeim. Við náðum að skipuleggja okkur betur í hálfleik og komum vel út í seinni hálfleik þar sem við vorum betri fyrstu 15-20 mínúturnar,“ sagði Halldór í viðtali eftir leik. FH byrjaði töluvert betur sem skilaði tveimur mörkum á tólf mínútum. Halldór var ekki viss hvað útskýrði þessa byrjun liðsins. „Ég veit ekki hvað útskýrði þessa byrjun. Við fórum með liðið hátt upp á völlinn sem voru taktísk mistök hjá mér og við breyttum því og það virkaði betur. Þetta voru taktísk mistök hjá mér og áfram gakk.“ Halldór sagðist ekki hafa séð atvikið þegar Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, fékk olnbogaskot í andlitið. „Ég sá ekkert en sá að hún lá aðeins seinna. Þetta var frá boltanum og ég var að horfa á boltann en ég veit að Bryndís Rut hefur aldrei á ævi sinni logið svo við skulum trúa henni,“ sagði Halldór Jón að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti