Eiginkona Morata í stríði við fjölmiðla: „Er þetta bara í lagi?“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 17:00 Alice Campello í stúkunni á EM með barn þeirra Alvaro Morata. Getty/Ian MacNicol Alice Campello hefur komið eiginmanni sínum, fótboltamanninum Alvaro Morata, til varnar og látið spænska fjölmiðla heyra það, eftir skrif þeirra um spænska landsliðsfyrirliðann sem í kvöld spilar undanúrslitaleik við Frakka á EM. Hálfgert stríð hefur verið í gangi á milli Morata og spænskra fjölmiðla en hann telur sig ekki njóta sannmælis hjá fjölmiðlum og hluta stuðningsmanna. Baulað var á Morata í vináttulandsleik gegn Brasilíu í mars og á Evrópumótinu hefur hann nýtt blaðaviðtöl til þess að tala um að sér hafi liðið betur þegar hann spilaði utan Spánar, og að hann gæti mögulega hætt í spænska landsliðinu eftir EM. Alice Campello og Alvaro Morata kyssast eftir leik Spánar og Albaníu í Düsseldorf á EM.Getty/Jean Catuffe Þessi ummæli hans hafa farið illa í marga og sérstaklega vakti grein í El Confidencial athygli en þar segir í fyrirsögn: „Morata, fyrirliði sem er Spáni til skammar, ekki bara vegna slakrar frammistöðu á EM.“ Morata er svo í greininni lýst sem vælukjóa og að ummæli hans séu það síðasta sem Spánverjar hafi þurft á að halda eftir arfaslaka frammistöðu hans innan vallar. Hegðun hans sé barnaleg hjá 31 árs gömlum leikmanni sem þar að auki sé með fyrirliðaband Spánverja. Hann sé skelfilegur talsmaður Spánar. Í fyrirsögn El Confidencial, sem hér hefur verið snarað yfir á ensku, segir að Morata valdi Spáni skömm.Skjáskot/El Confidencial Eiginkonan Alice er eins og gefur að skilja ekki beinlínis sammála þessum fullyrðingum og skrifar á Instagram: „Ég þoli ekki að vera eitthvað fórnarlamb og valda sundrung en þetta er ekki eðlilegt fyrir mér. Er þetta bara í lagi? Eina slaka frammistaðan sem ég sé er hjá blaðamanninum. Það er klikkun að í stað þess að styðja leikmanninn og landsliðið okkar þá skuli hann reyna að sökkva honum. Hvernig á maður að geta staðið sig sem best fyrir þjóð sína ef honum líður eins og hann sé rúinn trausti? Hver er tilgangurinn með þessari fyrirsögn? Að auka hatur gagnvart manneskju? Það eiga allir rétt á sinni skoðun og mega segja hana, en það eru margar leiðir til þess, sérstaklega þegar maður vinnur hjá fjölmiðli og getur haft áhrif á fjölda ungs fólks. Viljum við þetta í alvörunni? Við verðum að gera betur og megum ekki láta eins og svona lagað sé eðlilegt, hvort sem um Alvaro eða einhvern annan er að ræða.“ Morata hefur sjálfur talað um að sér líði betur utan Spánar og það sé ekki síst vegna áhrifa umræðunnar á fjölskyldu hans. Fjölskyldan verður á staðnum í kvöld þegar Spánn spilar í undanúrslitum. View this post on Instagram A post shared by Alice Campello Morata (@alicecampello) Alice skrifar: „Ekki gleyma að þessir leikmenn eiga móður, föður, eiginkonu og börn sem neyðast til að lesa svona villimennsku. Þetta blað er bara einfalt dæmi um þúsundir annarra svona skrifa á degi hverjum. Áður en við tölum ættum við að íhuga hvaða áhrif orð okkar hafa á aðra. Ég endurtek: Öllum er frjálst að segja sína skoðun, en ekki að særa aðra.“ Leikur Frakklands og Spánar hefst klukkan 19 í kvöld og sigurliðið spilar svo úrslitaleik EM á sunnudaginn, við Holland eða England. EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Hálfgert stríð hefur verið í gangi á milli Morata og spænskra fjölmiðla en hann telur sig ekki njóta sannmælis hjá fjölmiðlum og hluta stuðningsmanna. Baulað var á Morata í vináttulandsleik gegn Brasilíu í mars og á Evrópumótinu hefur hann nýtt blaðaviðtöl til þess að tala um að sér hafi liðið betur þegar hann spilaði utan Spánar, og að hann gæti mögulega hætt í spænska landsliðinu eftir EM. Alice Campello og Alvaro Morata kyssast eftir leik Spánar og Albaníu í Düsseldorf á EM.Getty/Jean Catuffe Þessi ummæli hans hafa farið illa í marga og sérstaklega vakti grein í El Confidencial athygli en þar segir í fyrirsögn: „Morata, fyrirliði sem er Spáni til skammar, ekki bara vegna slakrar frammistöðu á EM.“ Morata er svo í greininni lýst sem vælukjóa og að ummæli hans séu það síðasta sem Spánverjar hafi þurft á að halda eftir arfaslaka frammistöðu hans innan vallar. Hegðun hans sé barnaleg hjá 31 árs gömlum leikmanni sem þar að auki sé með fyrirliðaband Spánverja. Hann sé skelfilegur talsmaður Spánar. Í fyrirsögn El Confidencial, sem hér hefur verið snarað yfir á ensku, segir að Morata valdi Spáni skömm.Skjáskot/El Confidencial Eiginkonan Alice er eins og gefur að skilja ekki beinlínis sammála þessum fullyrðingum og skrifar á Instagram: „Ég þoli ekki að vera eitthvað fórnarlamb og valda sundrung en þetta er ekki eðlilegt fyrir mér. Er þetta bara í lagi? Eina slaka frammistaðan sem ég sé er hjá blaðamanninum. Það er klikkun að í stað þess að styðja leikmanninn og landsliðið okkar þá skuli hann reyna að sökkva honum. Hvernig á maður að geta staðið sig sem best fyrir þjóð sína ef honum líður eins og hann sé rúinn trausti? Hver er tilgangurinn með þessari fyrirsögn? Að auka hatur gagnvart manneskju? Það eiga allir rétt á sinni skoðun og mega segja hana, en það eru margar leiðir til þess, sérstaklega þegar maður vinnur hjá fjölmiðli og getur haft áhrif á fjölda ungs fólks. Viljum við þetta í alvörunni? Við verðum að gera betur og megum ekki láta eins og svona lagað sé eðlilegt, hvort sem um Alvaro eða einhvern annan er að ræða.“ Morata hefur sjálfur talað um að sér líði betur utan Spánar og það sé ekki síst vegna áhrifa umræðunnar á fjölskyldu hans. Fjölskyldan verður á staðnum í kvöld þegar Spánn spilar í undanúrslitum. View this post on Instagram A post shared by Alice Campello Morata (@alicecampello) Alice skrifar: „Ekki gleyma að þessir leikmenn eiga móður, föður, eiginkonu og börn sem neyðast til að lesa svona villimennsku. Þetta blað er bara einfalt dæmi um þúsundir annarra svona skrifa á degi hverjum. Áður en við tölum ættum við að íhuga hvaða áhrif orð okkar hafa á aðra. Ég endurtek: Öllum er frjálst að segja sína skoðun, en ekki að særa aðra.“ Leikur Frakklands og Spánar hefst klukkan 19 í kvöld og sigurliðið spilar svo úrslitaleik EM á sunnudaginn, við Holland eða England.
EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira