„Þurfum að fara að spila fyrir merkið“ Hjörvar Ólafsson skrifar 29. júlí 2024 21:34 Aron Sigurðarson, leikmaður KR, átti fínan leik á kantinum. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Aron Sigurðarson, kantmaður KR-inga, fannst frammistaða liðsins verðskulda meira en eitt stig þegar liðið fékk KA í heimsókn í Bestu deild karla í fótbolta á Meistaravöllum í kvöld. „Þetta eru blendnar tilfinningar. Það er auðvitað frábært að ná að jafna á lokamínútunni en við vorum með mikla yfirburði í þessum leik og hefðum átt að nýta það betur. Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik og á löngum köflum í seinni hálfleik. Við náðum hins vegar að nýta færin og því fór sem fór,“ sagði Aron um leikinn. „Það slökknaði á okkur í rúmar 10 mínútur og þeir gerðu vel í að skora tvö mörk á þeim kafla. Þetta er bara saga sumarsins. Við höfum náð góðum spilköflum í öllum leikjum sumarsins og oftar en ekki berið sterkari aðilinn án þess að ná að sigla sigrum heim,“ sagði hann svekktur. „Við erum að leka mörkum og við þurfum einfaldlega að fara að leggja meira á okkur. Það er heiður að spila fyrir okkur og við þurfum að klára hlaupin okkar í varnarleikinum. Spila bara fyrir merkið og sýna meiri dugnað þegar kemur að því að verjast,“ sagði Aron. „Við erum að spila vel úti á vellinum en eins og í kvöld þá fæ ég færi til þess að koma okkur í 2-0 og það hefði breytt stöðunni umtalsvert. Við þurfum að klára færin betur og vera meira sharp þegar við erum að verjast í okkar vítateig,“ sagði þessi hæfileikaríki leikmaður. „Við erum í fallbaráttu eins og staðan er núna en það er nóg af leikjum eftir til þess að klífa upp töfluna. Það er bara áfram gakk og fara að spila heilan leik jafn vel og við gerðum lungann úr þessum leik. Við höfum sýnt í allt sumar hvað við getum en við þurfum að gera betur í vítateigunum,“ sagði KR-ingurinn um framhaldið. Besta deild karla KR Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Körfubolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Í beinni: Rangers - Tottenham | Spursarar í Skotlandi Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sjá meira
„Þetta eru blendnar tilfinningar. Það er auðvitað frábært að ná að jafna á lokamínútunni en við vorum með mikla yfirburði í þessum leik og hefðum átt að nýta það betur. Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik og á löngum köflum í seinni hálfleik. Við náðum hins vegar að nýta færin og því fór sem fór,“ sagði Aron um leikinn. „Það slökknaði á okkur í rúmar 10 mínútur og þeir gerðu vel í að skora tvö mörk á þeim kafla. Þetta er bara saga sumarsins. Við höfum náð góðum spilköflum í öllum leikjum sumarsins og oftar en ekki berið sterkari aðilinn án þess að ná að sigla sigrum heim,“ sagði hann svekktur. „Við erum að leka mörkum og við þurfum einfaldlega að fara að leggja meira á okkur. Það er heiður að spila fyrir okkur og við þurfum að klára hlaupin okkar í varnarleikinum. Spila bara fyrir merkið og sýna meiri dugnað þegar kemur að því að verjast,“ sagði Aron. „Við erum að spila vel úti á vellinum en eins og í kvöld þá fæ ég færi til þess að koma okkur í 2-0 og það hefði breytt stöðunni umtalsvert. Við þurfum að klára færin betur og vera meira sharp þegar við erum að verjast í okkar vítateig,“ sagði þessi hæfileikaríki leikmaður. „Við erum í fallbaráttu eins og staðan er núna en það er nóg af leikjum eftir til þess að klífa upp töfluna. Það er bara áfram gakk og fara að spila heilan leik jafn vel og við gerðum lungann úr þessum leik. Við höfum sýnt í allt sumar hvað við getum en við þurfum að gera betur í vítateigunum,“ sagði KR-ingurinn um framhaldið.
Besta deild karla KR Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Körfubolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Í beinni: Rangers - Tottenham | Spursarar í Skotlandi Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sjá meira