„Vonandi getum við búið til alls konar vesen hérna á heimavelli“ Arnar Skúli Atlason skrifar 30. júlí 2024 21:59 Stólarnir hans Donna sýndu mikinn karakter í kvöld. vísir/hag Halldór Jón Sigurðarsson (Donni), þjálfari Tindastóls, var kampakátur eftir jafntefli í kvöld, 3-3, á móti Þór/KA. Eftir að hafa lent 3-1 undir um miðbik seinni hálfleiks jafnaði Tindastóll úr vítaspyrnu í uppbótartíma. „Þór/KA er geggjað lið með geggjaða þjálfara vel skipulagt og ótrúlega vel spilandi og góðar. Mér fannst frábært að ná stigi hérna í dag úr því sem komið var. Við lentum í svolítið djúpri holu, 3-1 undir, og mér fannst seinni hálfleikurinn í þessum leik bara frábær. Tindastóll betra liðið á vellinum og fyllilega skilið að ná stigi. Mér hefði fundist það ósanngjarnt ef Þór/KA hefðu unnið í dag.“ Donni kastaði teningunum miðjan seinni hálfleikinn þegar hann gerði breytingar á sínu liði, bætti í sóknina og uppskar eftir því. „Við búum til skiptingar sem sköpuðu þessi mörk. Við breytum engu en við setjum aðeins sóknarþenkjandi leikmenn inná. Ég er ekki viss um að það hefði endilega skilað. Allir leikmenn stóðu sig stórkostlega í þessum leik heilt yfir, frammistaðan var góð fannst mér og sérstaklega í seinni hálfleik. Mér fannst við stýra leiknum vel með og án bolta. Þriðja markið þeirra var rangstaða og átti kannski ekki að standa. Við skulum láta það liggja á milli hluta hvort þetta átti að vera víti eða ekki mér fannst við eiga þetta skilið, berjast vel og vinna vel og búa til góð færi og eiga skilið og eiga inni að ná að jafna þetta í lokin.“ Tindastóll fær Þrótt í næstu umferð, lið á svipuðum stað í deildinni og er að berjast fyrir lífi sínu og deildinni en Tindastóll tapaði fyrir þeim í fyrri umferðinni í jöfnum leik. Donni er gríðarlega spenntur fyrir næstu leikjum í deildinni. „Já klárlega. Þróttur er geggjað lið líka og það verður spennandi verkefni. Það er lið sem er á svipuðu róli og við. Mér fannst við áttum að vinna fyrri leikinn á móti þeim við komum svona pínu særð eftir það. Vonandi getum við byggt ofan á þessa góðu frammistöðu sem var í seinni hálfleik og búið til alls konar vesen hérna á heimavelli.“ Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
„Þór/KA er geggjað lið með geggjaða þjálfara vel skipulagt og ótrúlega vel spilandi og góðar. Mér fannst frábært að ná stigi hérna í dag úr því sem komið var. Við lentum í svolítið djúpri holu, 3-1 undir, og mér fannst seinni hálfleikurinn í þessum leik bara frábær. Tindastóll betra liðið á vellinum og fyllilega skilið að ná stigi. Mér hefði fundist það ósanngjarnt ef Þór/KA hefðu unnið í dag.“ Donni kastaði teningunum miðjan seinni hálfleikinn þegar hann gerði breytingar á sínu liði, bætti í sóknina og uppskar eftir því. „Við búum til skiptingar sem sköpuðu þessi mörk. Við breytum engu en við setjum aðeins sóknarþenkjandi leikmenn inná. Ég er ekki viss um að það hefði endilega skilað. Allir leikmenn stóðu sig stórkostlega í þessum leik heilt yfir, frammistaðan var góð fannst mér og sérstaklega í seinni hálfleik. Mér fannst við stýra leiknum vel með og án bolta. Þriðja markið þeirra var rangstaða og átti kannski ekki að standa. Við skulum láta það liggja á milli hluta hvort þetta átti að vera víti eða ekki mér fannst við eiga þetta skilið, berjast vel og vinna vel og búa til góð færi og eiga skilið og eiga inni að ná að jafna þetta í lokin.“ Tindastóll fær Þrótt í næstu umferð, lið á svipuðum stað í deildinni og er að berjast fyrir lífi sínu og deildinni en Tindastóll tapaði fyrir þeim í fyrri umferðinni í jöfnum leik. Donni er gríðarlega spenntur fyrir næstu leikjum í deildinni. „Já klárlega. Þróttur er geggjað lið líka og það verður spennandi verkefni. Það er lið sem er á svipuðu róli og við. Mér fannst við áttum að vinna fyrri leikinn á móti þeim við komum svona pínu særð eftir það. Vonandi getum við byggt ofan á þessa góðu frammistöðu sem var í seinni hálfleik og búið til alls konar vesen hérna á heimavelli.“
Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira