Spilar úti í vetur en kemur svo heim fyrir fullt og allt næsta sumar: „Þetta er fólkið mitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2024 18:42 Aron Einar Gunnarsson segir að Þór ætli að hjálpa honum að komast aftur inn á fótboltavöllinn en hann hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri. stöð 2 Aron Einar Gunnarsson segir tilfinninguna að hafa skrifað undir samning við uppeldisfélagið sitt góða. Hann stefnir á að spila sem atvinnumaður í vetur en á næsta tímabili verður hann alkominn heim til Þórs. Aron skrifaði undir tveggja ára samning við Þór að viðstöddu margmenni í félagsheimilinu Hamri í dag. „Ég held þú sjáir það á brosinu,“ sagði Aron í samtali við íþróttadeild, aðspurður um tilfinninguna að hafa vera kominn heim í Þór. „Þetta hefur alltaf verið planið, að koma heim. Ég fékk gæsahúð þegar ég keyrði inn á svæðið áðan, fékk vellíðunartilfinningu að vera kominn með takka- og hlaupaskóna í staðinn fyrir að vera á æfingu í sumarfríi. Það var gott og skemmtilegt augnablik; að vita að þetta sé rétt ákvörðun.“ Aron segir að hann sé ekki bara að koma heim til hjálpa Þór. Félagið sé einnig að hjálpa honum að komast aftur á skrið eftir meiðsli sem hafa plagað hann undanfarna mánuði. „Það er ekki bara ég að koma heim til aðstoða liðið heldur líka þeir að leyfa mér að spila og koma mér í gang. Eftir það, við lok félagaskiptagluggans, er svo planið að fara á lán og taka eitt ár úti áður en ég kem endanlega heim næsta sumar,“ sagði Aron. Ekki margt í boði Hann hefur meðal annars verið orðaður við Kortrijk í Belgíu sem Freyr Alexandersson stýrir. Aron segir samt ekkert öruggt í þessum efnum. „Það er ekkert niðurneglt varðandi þetta. Þetta snýst líka um hvernig ég kem inn í þetta hjá Þór, hvernig ég spila og þetta veltur svolítið á því hvernig ég kem til baka úr þessum meiðslum inn á fótboltavöllinn. Ég hef ekki verið mikið þar upp á síðkastið og það eru ekkert mörg lið í boði fyrir 35 ára gamlan leikmann sem er búinn að vera meiddur í ár. Ég átta mig alveg á því,“ sagði Aron. „Eins og staðan er í dag er ég fyrst og fremst að reyna að koma mér til baka og Þórsararnir eru að hjálpa mér í því.“ Klippa: Viðtal við Aron Einar Aron segir að það hafi aldrei verið inni í myndinni að spila fyrir annað lið en Þór á Íslandi. „Nei, alls ekki. Þetta var alltaf planið, alltaf planið að klára hér og ég opnaði ekki samtal við neitt annað,“ sagði Aron sem segist vera að koma til Þórs sem leikmaður og sé ekki á leiðinni í eitthvað starf utan vallar. Sérstök upplifun Þórsarar tjölduðu miklu til og héldu veglegan blaðamannafund fyrir Aron. Móttökurnar í Hamri hlýjuðu honum. „Ég var mjög stoltur, líka vitandi að þetta er fólkið mitt. Þetta er Þórsblóðið og fjölskyldan er öll komin heim og saman. Það er sérstakt fyrir mig að upplifa það. Ég er virkilega stoltur af því að upplifa það hversu margir komu. Ég vissi ekkert hvernig þetta myndi þróast en það er ánægjulegt hversu margir gerðu sér ferð í Hamar til að vera með mér í þessu,“ sagði Aron að endingu. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Aron skrifaði undir tveggja ára samning við Þór að viðstöddu margmenni í félagsheimilinu Hamri í dag. „Ég held þú sjáir það á brosinu,“ sagði Aron í samtali við íþróttadeild, aðspurður um tilfinninguna að hafa vera kominn heim í Þór. „Þetta hefur alltaf verið planið, að koma heim. Ég fékk gæsahúð þegar ég keyrði inn á svæðið áðan, fékk vellíðunartilfinningu að vera kominn með takka- og hlaupaskóna í staðinn fyrir að vera á æfingu í sumarfríi. Það var gott og skemmtilegt augnablik; að vita að þetta sé rétt ákvörðun.“ Aron segir að hann sé ekki bara að koma heim til hjálpa Þór. Félagið sé einnig að hjálpa honum að komast aftur á skrið eftir meiðsli sem hafa plagað hann undanfarna mánuði. „Það er ekki bara ég að koma heim til aðstoða liðið heldur líka þeir að leyfa mér að spila og koma mér í gang. Eftir það, við lok félagaskiptagluggans, er svo planið að fara á lán og taka eitt ár úti áður en ég kem endanlega heim næsta sumar,“ sagði Aron. Ekki margt í boði Hann hefur meðal annars verið orðaður við Kortrijk í Belgíu sem Freyr Alexandersson stýrir. Aron segir samt ekkert öruggt í þessum efnum. „Það er ekkert niðurneglt varðandi þetta. Þetta snýst líka um hvernig ég kem inn í þetta hjá Þór, hvernig ég spila og þetta veltur svolítið á því hvernig ég kem til baka úr þessum meiðslum inn á fótboltavöllinn. Ég hef ekki verið mikið þar upp á síðkastið og það eru ekkert mörg lið í boði fyrir 35 ára gamlan leikmann sem er búinn að vera meiddur í ár. Ég átta mig alveg á því,“ sagði Aron. „Eins og staðan er í dag er ég fyrst og fremst að reyna að koma mér til baka og Þórsararnir eru að hjálpa mér í því.“ Klippa: Viðtal við Aron Einar Aron segir að það hafi aldrei verið inni í myndinni að spila fyrir annað lið en Þór á Íslandi. „Nei, alls ekki. Þetta var alltaf planið, alltaf planið að klára hér og ég opnaði ekki samtal við neitt annað,“ sagði Aron sem segist vera að koma til Þórs sem leikmaður og sé ekki á leiðinni í eitthvað starf utan vallar. Sérstök upplifun Þórsarar tjölduðu miklu til og héldu veglegan blaðamannafund fyrir Aron. Móttökurnar í Hamri hlýjuðu honum. „Ég var mjög stoltur, líka vitandi að þetta er fólkið mitt. Þetta er Þórsblóðið og fjölskyldan er öll komin heim og saman. Það er sérstakt fyrir mig að upplifa það. Ég er virkilega stoltur af því að upplifa það hversu margir komu. Ég vissi ekkert hvernig þetta myndi þróast en það er ánægjulegt hversu margir gerðu sér ferð í Hamar til að vera með mér í þessu,“ sagði Aron að endingu. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti