Fær enn martraðir eftir slysið í Top Gear Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2024 10:52 Flintoff segist á réttri leið en langur batavegur sé enn fram undan. Getty Fyrrum krikketspilarinn og sjónvarpsmaðurinn Freddie Flintoff hefur opnað sig um hræðilegt bílslys sem hann lenti í fyrir tæpum tveimur árum. Hann kveðst enn vera að jafna sig á slysinu. Flintoff tók við bílaþáttunum Top Gear á BBC árið 2019 en hafði áður verið í ýmsum sjónvarpsþáttum eftir að krikketferlinum lauk, þar á meðal A League of Their Own um árabil. Flintoff var hetja enska landsliðsins sem vann Ashes árið 2005 og var valinn íþróttamaður ársins árið 2005. Í desember 2022 snerist líf hans á hvolf er hann hlaut alvarlega áverka í andlit eftir alvarlegt bílslys við upptökur á Top Gear. Hann tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um slysið og eftirmála þess í viðtali við BBC. „Ég ætti ekki að vera hérna, eftir það sem gerðist,“ segir Flintoff. „Það er langur batavegur fram undan og vinnan er rétt að hefjast. Ég mun þurfa hjálp og ég er ekki bestur í að biðja um hana.“ Flintoff hefur gengist undir fjölda aðgerða eftir slysið.Getty Flintoff hefur gengist undir fjölda aðgerða eftir slysið og fór tæplega út úr húsi mánuðum saman, þar sem hann afskræmdist í framan vegna slyssins. Þegar hann fór út var það með grímu og gleraugu. „Þetta hefur verið töluvert erfiðara en ég hélt. Eins mikið og ég vildi fara út og gera hluti hefur það reynst erfiðara en ég bjóst við,“ „Ég glími við töluverðan kvíða, ég fæ martraðir og endurupplifi slysið. Það hefur verið mjög erfitt að glíma við þetta,“ segir Flintoff. Tökur á Top Gear voru settar á ís eftir slysið og í nóvember 2023 staðfesti BBC að þættirnir myndu ekki snúa aftur í náinni framtíð. Flintoff var beðinn afsökunar af BBC í mars 2023 og honum greiddar skaðabætur. Í september 2023 sneri Flintoff aftur í krikket. Hann hefur verið hluti af þjálfarateymi enska landsliðsins og er nú aðalþjálfari liðs Northern Superchargers. Krikket Bretland England Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
Flintoff tók við bílaþáttunum Top Gear á BBC árið 2019 en hafði áður verið í ýmsum sjónvarpsþáttum eftir að krikketferlinum lauk, þar á meðal A League of Their Own um árabil. Flintoff var hetja enska landsliðsins sem vann Ashes árið 2005 og var valinn íþróttamaður ársins árið 2005. Í desember 2022 snerist líf hans á hvolf er hann hlaut alvarlega áverka í andlit eftir alvarlegt bílslys við upptökur á Top Gear. Hann tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um slysið og eftirmála þess í viðtali við BBC. „Ég ætti ekki að vera hérna, eftir það sem gerðist,“ segir Flintoff. „Það er langur batavegur fram undan og vinnan er rétt að hefjast. Ég mun þurfa hjálp og ég er ekki bestur í að biðja um hana.“ Flintoff hefur gengist undir fjölda aðgerða eftir slysið.Getty Flintoff hefur gengist undir fjölda aðgerða eftir slysið og fór tæplega út úr húsi mánuðum saman, þar sem hann afskræmdist í framan vegna slyssins. Þegar hann fór út var það með grímu og gleraugu. „Þetta hefur verið töluvert erfiðara en ég hélt. Eins mikið og ég vildi fara út og gera hluti hefur það reynst erfiðara en ég bjóst við,“ „Ég glími við töluverðan kvíða, ég fæ martraðir og endurupplifi slysið. Það hefur verið mjög erfitt að glíma við þetta,“ segir Flintoff. Tökur á Top Gear voru settar á ís eftir slysið og í nóvember 2023 staðfesti BBC að þættirnir myndu ekki snúa aftur í náinni framtíð. Flintoff var beðinn afsökunar af BBC í mars 2023 og honum greiddar skaðabætur. Í september 2023 sneri Flintoff aftur í krikket. Hann hefur verið hluti af þjálfarateymi enska landsliðsins og er nú aðalþjálfari liðs Northern Superchargers.
Krikket Bretland England Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira