Uppgjörið: Víkingur - Vestri 1-1 | Arnar sá rautt í jafntefli gegn Vestra Ólafur Þór Jónsson skrifar 11. ágúst 2024 15:55 Víkingur tók á móti Vestra í 18. umferð Bestu deildarinnar í dag. Liðin á sitthvorum enda deildarinnar, Víkingur á toppnum en Vestri í 11. sæti og í bullandi fallbaráttu. Vestri þurfti á sigri að halda til að komast uppúr fallsæti en Víkingur sem eru einnig á fullu í Evrópukeppni þessa dagana þurftu á þremur stigum að halda til að halda í toppsætið. Það var ekki að sjá að gestirnir væru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni í upphafi því eftir einungis þriggja mínútna leik komst Víkingur yfir. Markið skoraði Valdimar Þór Ingimundarson eftir stoðsendingu Erlings Agnarssonar. Markið var ljómandi fínt en varnarleikur Vestra varð eftir í klefanum fyrir leik því hann var hreinlega ekki til staðar. Eskelinen tekur á honum stóra sínum í teignumVísir/Pawel Eftir markið datt allur hraði úr leiknum. Víkingar virtust sáttir við stöðuna og Vestri náði ekki að nýta sér það. Vestri skapaði sér þrjú góð færi en þeim vantaði einhvern til að reka smiðshöggið og setja boltann í netið. Staðan var 1-0 í hálfleik. Leikurinn var heldur hægur og stjórnuðu Víkingar hraðanum. Þrátt fyrir það fengu bæði lið þokkaleg færi. Að lokum fór svo að Vestri náði að koma inn jöfnunarmarki á 83. mínútu en það var Gunnar Jónas Hauksson sem skoraði með skoti fyrir utan teig. Eftir það varð allt brjálað sem verður tíundað nánar hér að neðan. Benedikt Warén skýtur á markiðVísir/Pawel Jafntefli var niðurstaðan og skildu liðin með sitt markið hvort. Jafnteflið var sanngjarnt en eftir fyrstu 15-20 mínúturnar voru Vestramenn ákveðnari og orkumeiri í sínum aðgerðum. Víkingar stýrðu leiknum hefðu með því að gefa aðeins meira í leikinn getað náð í sigur. Atvik leiksins Jöfnunarmarkið kom eftir 83. mínútur og það verður allt vitlaust. Brotið er á Sveini Gísla framarlega á vellinum og hann liggur sárþjáður eftir. Vestri fer fram völlinn og skorar gott mark. Hér ætlaði allt um koll að keyraVísir/Pawel Arnar Gunnlaugsson gjörsamlega missir það eftir þetta og lætur óánægju sína dynja á aðstoðardómara leiksins. Arnar fær rautt spjald og leikurinn fjarar út eftir það. Arnar er í annað sinn að fá rautt spjald á tímabilinu og er því á leið í tveggja leikja bann. Stjörnur og skúrkar Erlingur Agnarsson var bestur í liði Víkinga. Hann var gríðarlega öflugur á hægri kantinum, vann vel og var alltaf ógn af honum. Guðmundur Arnar sem lék í vinstri bakvarðarstöðu Vestra í dag verður væntanlega með hann í martröðum sínum næstu daga. Erlingur Agnarsson var á fleygiferðVísir/Pawel Einnig ber að nefna frammistöðu Sveins Gísla Þorkelssonar sem var virkilega öflugur sem vinstri miðvörður/bakvörður í þriggja manna varnarlínu. Gaf engin færi á sér varnarlega og var sífellt ógnandi þegar hann fór fram völlinn. Greinilega mjög fjölhæfur leikmaður sem er að nýtast Víkingum rækilega þessa dagana. Hjá Vestra ógnaði Silas Songani ítrekað með hraða sínum og krafti. Maður leiksins í dag var Gunnar Jónas Hauksson sem var sívinnandi á miðjunni í dag og skorar svo jöfnunarmarkið. Hann steig varla feilspor og ljóst að hann er að spila með hjartanu í þessu liði Vestra. Silas Songani í leiknum í dagVísir/Pawel Vladimir Tufegdzic var í frammlínu Vestra í dag og hefur oft átt betri daga. Hann lét Viktor Örlyg fara ítrekað illa með sig og var aldrei nálægt boltanum í hættulegum fyrirgjöfum liðsfélaga sinna. Dómarinn Vilhjálmur Alvar stýrði leiknum ágætlega í dag. Leyfði leiknum að fljóta vel og var ekkert að rífa upp spjöld að óþörfu. Aftur á móti gekk hann of langt í því í seinni hálfleik og missti stjórnina þá. Hann hefði þurft að halda línunni aðeins betur þar sem menn komust upp með ansi óþarfa brot sem hleypti leiknum upp. Atvikið í aðdraganda marksins er síðan toppurinn þar sem leikurinn fer upp í háaloft. Vilhjálmur Alvar stóð í ströngu í dag, fimm gul og eitt rauttVísir/Pawel Stemningin og umgjörð Það var fínasta stemmning í Víkinni í dag. Ágæt mæting miðað við leiktíma og aðstæður að vanda frábærar. Víkingur eru með frábæra umgjörð líkt og áður og virkilega fín leikdagsupplifun í dag. Viðtöl Gunnar Jónas: „Tilfinningin er geðveik“ Gunnar fórnar sér í leiknum í dagVísir/Pawel Gunnar Jónas Hauksson leikmaður Vestra ræddi við Vísi eftir leik og var að vonum í skýjunum með stigið. „Tilfinningin er mjög góð. Náum að jafna þarna í lokin og mér fannst við vera með þennan leik frá A til Ö. sagði Gunnar. Víkingur skoraði eftir þriggja mínútna leik þar sem vörn Vestra var arfaslök. Gunnar tók undir það og bætti við: „Það var djöfulsins klúður. Þetta var eitthvað leiðinda klafs þarna inní teig eftir horn sem endar einhvernvegin í markinu. Ógeðslega lélegt hjá okkur að láta þetta fara í netið þar sem þeir skapa sér nánast ekkert eftir það. Mjög svekkjandi.“ Það var Gunnar sem skoraði jöfnunarmarkið og var það hans fyrsta mark í efstu deild og það með uppeldisfélagi sínu. „Ég þarf að horfa á þetta aftur. Ég næ einhvernvegin að sparka honum mjög vel þarna í gegnum einhverja smugu og endar í horninu. Helvíti sætt að setja þetta inn og jafna.“ sagði Gunnar Jónas og bætti við: „Tilfinningin er geðveik. Ég er mjög sáttur.“ Vestri náði með þessu stigi að komast uppúr fallsæti, í bili að minnsta kosti. Hvað tekur við nú hjá Vestra: „Bara vinna KR. Það er næsti leikur og við ætlum að vinna hann. það er það eina í stöðunni.“ sagði Gunnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Vestri
Víkingur tók á móti Vestra í 18. umferð Bestu deildarinnar í dag. Liðin á sitthvorum enda deildarinnar, Víkingur á toppnum en Vestri í 11. sæti og í bullandi fallbaráttu. Vestri þurfti á sigri að halda til að komast uppúr fallsæti en Víkingur sem eru einnig á fullu í Evrópukeppni þessa dagana þurftu á þremur stigum að halda til að halda í toppsætið. Það var ekki að sjá að gestirnir væru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni í upphafi því eftir einungis þriggja mínútna leik komst Víkingur yfir. Markið skoraði Valdimar Þór Ingimundarson eftir stoðsendingu Erlings Agnarssonar. Markið var ljómandi fínt en varnarleikur Vestra varð eftir í klefanum fyrir leik því hann var hreinlega ekki til staðar. Eskelinen tekur á honum stóra sínum í teignumVísir/Pawel Eftir markið datt allur hraði úr leiknum. Víkingar virtust sáttir við stöðuna og Vestri náði ekki að nýta sér það. Vestri skapaði sér þrjú góð færi en þeim vantaði einhvern til að reka smiðshöggið og setja boltann í netið. Staðan var 1-0 í hálfleik. Leikurinn var heldur hægur og stjórnuðu Víkingar hraðanum. Þrátt fyrir það fengu bæði lið þokkaleg færi. Að lokum fór svo að Vestri náði að koma inn jöfnunarmarki á 83. mínútu en það var Gunnar Jónas Hauksson sem skoraði með skoti fyrir utan teig. Eftir það varð allt brjálað sem verður tíundað nánar hér að neðan. Benedikt Warén skýtur á markiðVísir/Pawel Jafntefli var niðurstaðan og skildu liðin með sitt markið hvort. Jafnteflið var sanngjarnt en eftir fyrstu 15-20 mínúturnar voru Vestramenn ákveðnari og orkumeiri í sínum aðgerðum. Víkingar stýrðu leiknum hefðu með því að gefa aðeins meira í leikinn getað náð í sigur. Atvik leiksins Jöfnunarmarkið kom eftir 83. mínútur og það verður allt vitlaust. Brotið er á Sveini Gísla framarlega á vellinum og hann liggur sárþjáður eftir. Vestri fer fram völlinn og skorar gott mark. Hér ætlaði allt um koll að keyraVísir/Pawel Arnar Gunnlaugsson gjörsamlega missir það eftir þetta og lætur óánægju sína dynja á aðstoðardómara leiksins. Arnar fær rautt spjald og leikurinn fjarar út eftir það. Arnar er í annað sinn að fá rautt spjald á tímabilinu og er því á leið í tveggja leikja bann. Stjörnur og skúrkar Erlingur Agnarsson var bestur í liði Víkinga. Hann var gríðarlega öflugur á hægri kantinum, vann vel og var alltaf ógn af honum. Guðmundur Arnar sem lék í vinstri bakvarðarstöðu Vestra í dag verður væntanlega með hann í martröðum sínum næstu daga. Erlingur Agnarsson var á fleygiferðVísir/Pawel Einnig ber að nefna frammistöðu Sveins Gísla Þorkelssonar sem var virkilega öflugur sem vinstri miðvörður/bakvörður í þriggja manna varnarlínu. Gaf engin færi á sér varnarlega og var sífellt ógnandi þegar hann fór fram völlinn. Greinilega mjög fjölhæfur leikmaður sem er að nýtast Víkingum rækilega þessa dagana. Hjá Vestra ógnaði Silas Songani ítrekað með hraða sínum og krafti. Maður leiksins í dag var Gunnar Jónas Hauksson sem var sívinnandi á miðjunni í dag og skorar svo jöfnunarmarkið. Hann steig varla feilspor og ljóst að hann er að spila með hjartanu í þessu liði Vestra. Silas Songani í leiknum í dagVísir/Pawel Vladimir Tufegdzic var í frammlínu Vestra í dag og hefur oft átt betri daga. Hann lét Viktor Örlyg fara ítrekað illa með sig og var aldrei nálægt boltanum í hættulegum fyrirgjöfum liðsfélaga sinna. Dómarinn Vilhjálmur Alvar stýrði leiknum ágætlega í dag. Leyfði leiknum að fljóta vel og var ekkert að rífa upp spjöld að óþörfu. Aftur á móti gekk hann of langt í því í seinni hálfleik og missti stjórnina þá. Hann hefði þurft að halda línunni aðeins betur þar sem menn komust upp með ansi óþarfa brot sem hleypti leiknum upp. Atvikið í aðdraganda marksins er síðan toppurinn þar sem leikurinn fer upp í háaloft. Vilhjálmur Alvar stóð í ströngu í dag, fimm gul og eitt rauttVísir/Pawel Stemningin og umgjörð Það var fínasta stemmning í Víkinni í dag. Ágæt mæting miðað við leiktíma og aðstæður að vanda frábærar. Víkingur eru með frábæra umgjörð líkt og áður og virkilega fín leikdagsupplifun í dag. Viðtöl Gunnar Jónas: „Tilfinningin er geðveik“ Gunnar fórnar sér í leiknum í dagVísir/Pawel Gunnar Jónas Hauksson leikmaður Vestra ræddi við Vísi eftir leik og var að vonum í skýjunum með stigið. „Tilfinningin er mjög góð. Náum að jafna þarna í lokin og mér fannst við vera með þennan leik frá A til Ö. sagði Gunnar. Víkingur skoraði eftir þriggja mínútna leik þar sem vörn Vestra var arfaslök. Gunnar tók undir það og bætti við: „Það var djöfulsins klúður. Þetta var eitthvað leiðinda klafs þarna inní teig eftir horn sem endar einhvernvegin í markinu. Ógeðslega lélegt hjá okkur að láta þetta fara í netið þar sem þeir skapa sér nánast ekkert eftir það. Mjög svekkjandi.“ Það var Gunnar sem skoraði jöfnunarmarkið og var það hans fyrsta mark í efstu deild og það með uppeldisfélagi sínu. „Ég þarf að horfa á þetta aftur. Ég næ einhvernvegin að sparka honum mjög vel þarna í gegnum einhverja smugu og endar í horninu. Helvíti sætt að setja þetta inn og jafna.“ sagði Gunnar Jónas og bætti við: „Tilfinningin er geðveik. Ég er mjög sáttur.“ Vestri náði með þessu stigi að komast uppúr fallsæti, í bili að minnsta kosti. Hvað tekur við nú hjá Vestra: „Bara vinna KR. Það er næsti leikur og við ætlum að vinna hann. það er það eina í stöðunni.“ sagði Gunnar að lokum.
Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Körfubolti
Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Körfubolti