Uppgjörið: Víkingur - Tindastóll 5-1 | Sýning í Víkinni Andri Már Eggertsson skrifar 15. ágúst 2024 21:36 Shaina Ashouri skoraði í stórsigri Víkings á Tindastóli. vísir/diego Víkingar rúlluðu yfir Tindastól og unnu 5-1 sigur. Víkingar byrjuðu af krafti og komust tveimur mörkum yfir eftir sex mínútur. Gestirnir frá Sauðárkróki komust aldrei í takt við leikinn og mörk Víkings hefðu getað verið fleiri en fimm. Það tók Víking ekki nema þrjár mínútur að brjóta ísinn. Ruglingur í vörn Tindastóls gerði það að verkum að Linda Líf Boama komst ein gegn markmanni og skoraði. Þremur mínútum síðar bætti Linda Líf við öðru marki þar sem Monica Elisabeth Wilhelm, markmaður Tindastóls, varði frá Freyju Stefánsdóttur beint á Lindu sem skoraði af auðveldu færi. Martraðarbyrjun fyrir gestina. Sýning Víkings hélt áfram í fyrri hálfleik. Bergdís Sveinsdóttir gerði þriðja mark heimakvenna eftir stoðsendingu frá Lindu Líf. Líkt og í byrjun þá liðu þrjár mínútur þar til fjórða mark Víkings kom en Freyja átti frábæran sprett á hægri kantinum og skoraði. Shaina Faiena Ashouri átti frábæra stoðsendingu fyrir aftan miðju. Staðan 4-0 fyrir Víkingum eftir 26 mínútur. Víkingur var 4-0 yfir í hálfleik. Þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom fimmta mark Víkings. Eftir mikinn darraðardans þar sem Monica Elisabeth Wilhelm, markmaður Tindastóls, varði í þrígang en það dugði ekki til því að lokum náði Shaina Faiena Ashouri að pota boltanum í markið. Gestirnir fengu vítaspyrnu undir lokin og skoruðu sárabótarmark. Elise Anne Morris tók vítið en Sigurborg Sveinbjörnsdóttir varði en Elísa Bríet Björnsdóttir fylgdi eftir og skoraði. Niðurstaðan 5-1 sigur Víkings. Atvik leiksins Varnarleikur Tindastóls var eins vanstilltur og hann gat orðið í upphafi leiks. Víkingar komust tveimur mörkum yfir eftir sex mínútur og varnarleikur Tindastóls leit ansi illa út í báðum mörkunum. Ofan á það var aldrei spurning hvar stigin þrjú myndu enda eftir þessa byrjun. Stjörnur og skúrkar Linda Líf Boama, leikmaður Víkings, var frábær og setti tóninn. Linda skoraði fyrstu tvö mörk heimakvenna og lagði upp þriðja markið. Sóknarleikur Víkings var mjög öflugur og meðal þeirra sem stóðu upp úr var Freyja Stefánsdóttir. Hún átti skotið sem varð að öðru marki Víkings og skoraði laglegt mark á 23. mínútu. Skúrkar kvöldsins voru varnarmenn Tindastóls. Varnarleikur gestanna var hreinasta hörmung í fyrri hálfleik og leikmenn Víkings komust ítrekað í gott færi án mótspyrnu gestanna. Dómarinn Frederikke Sökjær stóð sig frábærlega á flautunni og lét leikinn fljóta vel. Undir lokin fengu gestirnir vítaspyrnu sem var hárrétt niðurstaða þar sem boltinn fór í hendina á Birtu Birgisdóttur, leikmanni Víkings. Stemning og umgjörð Fyrir leik lá það fyrir að karlalið Víkings hafði betur gegn Flora Tallinn og komst áfram í næstu umferð Sambandsdeildarinnar. Í ljósi þess ljómuðu allir Víkingar sem maður mætti fyrir leik. Áhorfendur voru þó ansi fáir í stúkunni og voru staðsettir efst í stúkunni þar sem það rigndi ansi mikið. „Hef ekki séð stelpurnar svona í meira en ár“ John Andrews, þjálfari Víkings.Vísir/Diego John Andrews, þjálfari Víkings, var afar ánægður með 5-1 sigur liðsins. „Við vitum hvernig fótbolta við viljum spila og það kemur allt úr pressu. Stelpurnar voru frábærar fyrstu 15-20 mínúturnar og ég hef ekki séð þær svona í meira en ár. Við höfum spilað virkilega vel í ár en þetta var sérstakt,“ sagði John eftir leik og hélt áfram. „Ef þú skoðar leiki hjá okkur síðustu ár þá höfum við verið að skora í byrjun og undir lok leikja. Við erum í góðu formi og við erum með vinnureglur sem við fylgjum og leikmennirnir stóðu sig vel.“ Það gerðist tvisvar að Víkingur skoraði tvö mörk með stuttu millibili og John var afar ánægður með hugarfarið í liðinu. „Augnablikið var með okkur. Við sátum bara á bekknum og sögðum ekkert þar sem við vildum ekki trufla liðið og við leyfðum leikmönnunum að keyra á þetta. Stelpurnar voru frábærar og þær sem komu inn á stóðu sig einnig virkilega vel,“ sagði John að lokum. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Tindastóll
Víkingar rúlluðu yfir Tindastól og unnu 5-1 sigur. Víkingar byrjuðu af krafti og komust tveimur mörkum yfir eftir sex mínútur. Gestirnir frá Sauðárkróki komust aldrei í takt við leikinn og mörk Víkings hefðu getað verið fleiri en fimm. Það tók Víking ekki nema þrjár mínútur að brjóta ísinn. Ruglingur í vörn Tindastóls gerði það að verkum að Linda Líf Boama komst ein gegn markmanni og skoraði. Þremur mínútum síðar bætti Linda Líf við öðru marki þar sem Monica Elisabeth Wilhelm, markmaður Tindastóls, varði frá Freyju Stefánsdóttur beint á Lindu sem skoraði af auðveldu færi. Martraðarbyrjun fyrir gestina. Sýning Víkings hélt áfram í fyrri hálfleik. Bergdís Sveinsdóttir gerði þriðja mark heimakvenna eftir stoðsendingu frá Lindu Líf. Líkt og í byrjun þá liðu þrjár mínútur þar til fjórða mark Víkings kom en Freyja átti frábæran sprett á hægri kantinum og skoraði. Shaina Faiena Ashouri átti frábæra stoðsendingu fyrir aftan miðju. Staðan 4-0 fyrir Víkingum eftir 26 mínútur. Víkingur var 4-0 yfir í hálfleik. Þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom fimmta mark Víkings. Eftir mikinn darraðardans þar sem Monica Elisabeth Wilhelm, markmaður Tindastóls, varði í þrígang en það dugði ekki til því að lokum náði Shaina Faiena Ashouri að pota boltanum í markið. Gestirnir fengu vítaspyrnu undir lokin og skoruðu sárabótarmark. Elise Anne Morris tók vítið en Sigurborg Sveinbjörnsdóttir varði en Elísa Bríet Björnsdóttir fylgdi eftir og skoraði. Niðurstaðan 5-1 sigur Víkings. Atvik leiksins Varnarleikur Tindastóls var eins vanstilltur og hann gat orðið í upphafi leiks. Víkingar komust tveimur mörkum yfir eftir sex mínútur og varnarleikur Tindastóls leit ansi illa út í báðum mörkunum. Ofan á það var aldrei spurning hvar stigin þrjú myndu enda eftir þessa byrjun. Stjörnur og skúrkar Linda Líf Boama, leikmaður Víkings, var frábær og setti tóninn. Linda skoraði fyrstu tvö mörk heimakvenna og lagði upp þriðja markið. Sóknarleikur Víkings var mjög öflugur og meðal þeirra sem stóðu upp úr var Freyja Stefánsdóttir. Hún átti skotið sem varð að öðru marki Víkings og skoraði laglegt mark á 23. mínútu. Skúrkar kvöldsins voru varnarmenn Tindastóls. Varnarleikur gestanna var hreinasta hörmung í fyrri hálfleik og leikmenn Víkings komust ítrekað í gott færi án mótspyrnu gestanna. Dómarinn Frederikke Sökjær stóð sig frábærlega á flautunni og lét leikinn fljóta vel. Undir lokin fengu gestirnir vítaspyrnu sem var hárrétt niðurstaða þar sem boltinn fór í hendina á Birtu Birgisdóttur, leikmanni Víkings. Stemning og umgjörð Fyrir leik lá það fyrir að karlalið Víkings hafði betur gegn Flora Tallinn og komst áfram í næstu umferð Sambandsdeildarinnar. Í ljósi þess ljómuðu allir Víkingar sem maður mætti fyrir leik. Áhorfendur voru þó ansi fáir í stúkunni og voru staðsettir efst í stúkunni þar sem það rigndi ansi mikið. „Hef ekki séð stelpurnar svona í meira en ár“ John Andrews, þjálfari Víkings.Vísir/Diego John Andrews, þjálfari Víkings, var afar ánægður með 5-1 sigur liðsins. „Við vitum hvernig fótbolta við viljum spila og það kemur allt úr pressu. Stelpurnar voru frábærar fyrstu 15-20 mínúturnar og ég hef ekki séð þær svona í meira en ár. Við höfum spilað virkilega vel í ár en þetta var sérstakt,“ sagði John eftir leik og hélt áfram. „Ef þú skoðar leiki hjá okkur síðustu ár þá höfum við verið að skora í byrjun og undir lok leikja. Við erum í góðu formi og við erum með vinnureglur sem við fylgjum og leikmennirnir stóðu sig vel.“ Það gerðist tvisvar að Víkingur skoraði tvö mörk með stuttu millibili og John var afar ánægður með hugarfarið í liðinu. „Augnablikið var með okkur. Við sátum bara á bekknum og sögðum ekkert þar sem við vildum ekki trufla liðið og við leyfðum leikmönnunum að keyra á þetta. Stelpurnar voru frábærar og þær sem komu inn á stóðu sig einnig virkilega vel,“ sagði John að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti