„Við höfum ekki þekkst lengi en það gengur vel“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. ágúst 2024 11:45 Parið stefnir á Evrópumót í janúar. vísir / arnar Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza verða þau fyrstu til að keppa fyrir Íslands hönd í parakeppni á listskautum. Júlía er 19 ára gömul og hefur keppt fyrir hönd Íslands allan sinn feril en hingað til í einstaklingskeppni. Þar hefur hún góðum árangri og varð fyrr á þessu ári fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á alþjóðlegu móti í fullorðins flokki. Nú ætlar hún að reyna fyrir sér í parakeppni. „Ég er svo spennt fyrir því, við höfum ekki þekkst lengi en það gengur vel. Ég er enn þá bara að læra á hvernig það er að vera para skautari, það kemur bara með tímanum og við munum byrja að keppa núna í nóvember.“ View this post on Instagram A post shared by SkatingIceland (@skatingicelandofficial) Ítalskur dansfélagi Samkvæmt reglum þarf bara annar aðilinn að vera íslenskur og því verður með Júlíu á svellinu: Manuel Piazza, 24 ára skautari frá Ortisei á norður-Ítalíu. „Ég hef skautað með henni í einhverja tvo mánuði. Það er mjög spennandi að keppa fyrir Íslands hönd með henni. Ég hef þekkt Júlíu í nokkur ár, hún hefur komið til Ítalíu að skauta á sumrin. Þjálfari hennar er líka ítalskur, þjálfari minn hefur þekkt hana síðan hún var barn. Þegar ég var að leita að nýjum skautafélaga spurðum við hana hvort hún vildi prófa. Hún kom til Ítalíu og lét reyna á þetta, síðan höfum við verið að skauta saman og ákváðum að keppa fyrir Íslands hönd.“ Æfingabúðir og Evrópumót framundan Parið mun eyða næstu mánuðum í Afreksmiðstöð Alþjóðaskautasambandsins í Bergamo á Ítalíu, þar munu stífar æfingar fara fram og stefnan er að ná lágmarki fyrir Evrópumótið sem fer fram í byrjun næsta árs. Langtímamarkmiðið er svo að komast á Vetrarólympíuleikana í frönsku ölpunum árið 2030. „Það er okkar markmið fyrir þetta tímabil. Við vinnum bara að því núna og sjáum hvernig það verður. [Ólympíuleikarnir] eru alltaf það sem maður stefnir á.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2030 í Frakklandi Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Ólympíuleikar Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
Júlía er 19 ára gömul og hefur keppt fyrir hönd Íslands allan sinn feril en hingað til í einstaklingskeppni. Þar hefur hún góðum árangri og varð fyrr á þessu ári fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á alþjóðlegu móti í fullorðins flokki. Nú ætlar hún að reyna fyrir sér í parakeppni. „Ég er svo spennt fyrir því, við höfum ekki þekkst lengi en það gengur vel. Ég er enn þá bara að læra á hvernig það er að vera para skautari, það kemur bara með tímanum og við munum byrja að keppa núna í nóvember.“ View this post on Instagram A post shared by SkatingIceland (@skatingicelandofficial) Ítalskur dansfélagi Samkvæmt reglum þarf bara annar aðilinn að vera íslenskur og því verður með Júlíu á svellinu: Manuel Piazza, 24 ára skautari frá Ortisei á norður-Ítalíu. „Ég hef skautað með henni í einhverja tvo mánuði. Það er mjög spennandi að keppa fyrir Íslands hönd með henni. Ég hef þekkt Júlíu í nokkur ár, hún hefur komið til Ítalíu að skauta á sumrin. Þjálfari hennar er líka ítalskur, þjálfari minn hefur þekkt hana síðan hún var barn. Þegar ég var að leita að nýjum skautafélaga spurðum við hana hvort hún vildi prófa. Hún kom til Ítalíu og lét reyna á þetta, síðan höfum við verið að skauta saman og ákváðum að keppa fyrir Íslands hönd.“ Æfingabúðir og Evrópumót framundan Parið mun eyða næstu mánuðum í Afreksmiðstöð Alþjóðaskautasambandsins í Bergamo á Ítalíu, þar munu stífar æfingar fara fram og stefnan er að ná lágmarki fyrir Evrópumótið sem fer fram í byrjun næsta árs. Langtímamarkmiðið er svo að komast á Vetrarólympíuleikana í frönsku ölpunum árið 2030. „Það er okkar markmið fyrir þetta tímabil. Við vinnum bara að því núna og sjáum hvernig það verður. [Ólympíuleikarnir] eru alltaf það sem maður stefnir á.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2030 í Frakklandi Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Ólympíuleikar Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira