Ólympíufari á yfirsnúningi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 10:01 Það er mjög mikið að gera hjá sundkappanum þessa dagana. Már Gunnarsson undirbýr þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Paris á sama tíma og hann vinnur að plötu og tónleikum. @margunnarsson Már Gunnarsson er einn af fimm íslenskum keppendum á Ólympíumóti fatlaðra í París sem hefst í næstu viku. Már keppir þar í sundi eins og þau Sonja Sigurðardóttir, Thelma Björg Björnsdóttir og Róbert Ísak Jónsson. Ingeborg Eide Garðarsdóttir keppir svo í frjálsum íþróttum. Þetta verða aðrir leikar Más en hann keppti einnig á Ólympíumóti fatlaðra í Tokýó 2021 þar sem hann náði fimmta sæti og vantaði þá aðeins sekúndu upp á það að ná gullverðlaununum. Már mun keppa í 100 metra baksundi á leikunum í París en hann viðurkennir að það sé svolítið mikið að gera hjá honum þessa dagana. Þegar hann telur upp það sem er í gangi hjá sér þá geta flestir tekið undir það að það sé nóg að gera hjá þessum öfluga íþrótta- og tónlistarmanni. „Hér skal það viðurkennt að ég á það til að vera smá ofvirkur. Líf mitt er á yfirsnúningi þar sem ég er að æfa stíft fyrir keppni á mínum öðrum Ólympíuleikum, brottför eftir sex daga,“ skrifar Már í færslu á samfélagsmiðlum. Jú, sundkappinn er ekki bara að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika því hann er einnig að taka upp plötu og skipuleggja þrenna stórtónleika ásamt stórsveit Royal Northern College. „Það er svo mikið að gera en mér þykir það svo gaman,“ skrifar Már. „Ég hlakka til að keppa fyrir Íslands hönd fyrsta september, fara síðan til Manchester og koma heim í nóvember ásamt þrjátíu manna stórhljómsveit og halda tónleika, ólíkt öllu sem ég hef gert áður,“ skrifar Már eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Már (@margunnarsson) Ólympíumót fatlaðra Sund Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Már keppir þar í sundi eins og þau Sonja Sigurðardóttir, Thelma Björg Björnsdóttir og Róbert Ísak Jónsson. Ingeborg Eide Garðarsdóttir keppir svo í frjálsum íþróttum. Þetta verða aðrir leikar Más en hann keppti einnig á Ólympíumóti fatlaðra í Tokýó 2021 þar sem hann náði fimmta sæti og vantaði þá aðeins sekúndu upp á það að ná gullverðlaununum. Már mun keppa í 100 metra baksundi á leikunum í París en hann viðurkennir að það sé svolítið mikið að gera hjá honum þessa dagana. Þegar hann telur upp það sem er í gangi hjá sér þá geta flestir tekið undir það að það sé nóg að gera hjá þessum öfluga íþrótta- og tónlistarmanni. „Hér skal það viðurkennt að ég á það til að vera smá ofvirkur. Líf mitt er á yfirsnúningi þar sem ég er að æfa stíft fyrir keppni á mínum öðrum Ólympíuleikum, brottför eftir sex daga,“ skrifar Már í færslu á samfélagsmiðlum. Jú, sundkappinn er ekki bara að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika því hann er einnig að taka upp plötu og skipuleggja þrenna stórtónleika ásamt stórsveit Royal Northern College. „Það er svo mikið að gera en mér þykir það svo gaman,“ skrifar Már. „Ég hlakka til að keppa fyrir Íslands hönd fyrsta september, fara síðan til Manchester og koma heim í nóvember ásamt þrjátíu manna stórhljómsveit og halda tónleika, ólíkt öllu sem ég hef gert áður,“ skrifar Már eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Már (@margunnarsson)
Ólympíumót fatlaðra Sund Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira