Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. september 2024 11:31 Máni var með báða fætur á jörðinni og kom honum því vel á óvart að það rokseldist á jólatónleika IceGuys. Um nítján þúsund miðar hafa selst á jólatónleika IceGuys í Laugardalshöll. Skipuleggjandi segist aldrei hafa séð annað eins, unnið er að því að bæta við aukatónleikum en einungis örfáir miðar eru enn eftir. „IceGuys jólatónleikarnir eru orðnir þeir stærstu í lýðveldissögunni,“ segir Máni Pétursson eigandi Paxal og skipuleggjandi tónleikanna í samtali við Vísi. Hann segir einhverja örfáa miða eftir hér og þar, sem ljóst sé að seljist upp í dag. Máni segir ljóst að um Íslandsmet sé að ræða. Þetta er annað árið í röð sem þeir félagar Frikki Dór, Aron Can, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason halda jólatónleika sína. Þeir luku fyrir stuttu tökum á annarri seríu af samnefndum þáttum. Frikki Dór sá eini sem náði miða á Oasis Athygli vakti blaðamanns Vísis að röð í vefsölu á jólatónleikana á Tix.is í gær rétt eftir klukkan tíu þegar miðasalan hófst var rétt tæplega klukkutímalöng. Svo löng að það minnti helst á sölu á endurkomutónleika Oasis í Írlandi og Bretlandi. „Þetta var hreinlega svakalegt,“ segir Máni. „Maður átti ekki alveg von á þessu. Það voru farnir einhverjir átján þúsund miðar á einhverjum einum og hálfum klukkutíma. Þetta var kannski ekki alveg eins gott og hjá Oasis því miður, ekki náði ég miða á þá tónleika. Friðrik Dór er eini Íslendingurinn sem ég þekki sem náði miða á þá.“ Hafði enga trú á þessu Máni segir að hann rói nú öllum árum að því að bæta við einum aukatónleikum. Tónleikar tónlistarmannanna þeirra Arons Can, Friðrik Dórs, Jóns Jónssonar, Herra Hnetusmjörs og Rúriks Gíslasonar fara fram 13. og 14. desember. „Það er bara enn það mikil eftirspurn. Þjóðin vill IceGuys, það er bara svoleiðis,“ segir Máni, sem rifjar upp að hann hafi ekki haft neina trú á hugmyndinni að strákabandinu þegar Jón Jónsson heyrði í honum. „Ég var ekki alveg að kaupa það að þetta væri góð hugmynd, eða að allir yrðu til í þetta. Svo eru bara allir til í þetta. Ég held það sé bara hvað þessir gæjar eru skemmtilegir, fólk elskar að þeir taka sig ekki of alvarlega. Svo ertu með stærstu poppara landsins að hita upp fyrir þá: Aron Can, Friðrik Dór, Jón Jónsson og Herra Hnetusmjör. Að ógleymdum Rúrik,“ segir Máni hlæjandi. Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„IceGuys jólatónleikarnir eru orðnir þeir stærstu í lýðveldissögunni,“ segir Máni Pétursson eigandi Paxal og skipuleggjandi tónleikanna í samtali við Vísi. Hann segir einhverja örfáa miða eftir hér og þar, sem ljóst sé að seljist upp í dag. Máni segir ljóst að um Íslandsmet sé að ræða. Þetta er annað árið í röð sem þeir félagar Frikki Dór, Aron Can, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason halda jólatónleika sína. Þeir luku fyrir stuttu tökum á annarri seríu af samnefndum þáttum. Frikki Dór sá eini sem náði miða á Oasis Athygli vakti blaðamanns Vísis að röð í vefsölu á jólatónleikana á Tix.is í gær rétt eftir klukkan tíu þegar miðasalan hófst var rétt tæplega klukkutímalöng. Svo löng að það minnti helst á sölu á endurkomutónleika Oasis í Írlandi og Bretlandi. „Þetta var hreinlega svakalegt,“ segir Máni. „Maður átti ekki alveg von á þessu. Það voru farnir einhverjir átján þúsund miðar á einhverjum einum og hálfum klukkutíma. Þetta var kannski ekki alveg eins gott og hjá Oasis því miður, ekki náði ég miða á þá tónleika. Friðrik Dór er eini Íslendingurinn sem ég þekki sem náði miða á þá.“ Hafði enga trú á þessu Máni segir að hann rói nú öllum árum að því að bæta við einum aukatónleikum. Tónleikar tónlistarmannanna þeirra Arons Can, Friðrik Dórs, Jóns Jónssonar, Herra Hnetusmjörs og Rúriks Gíslasonar fara fram 13. og 14. desember. „Það er bara enn það mikil eftirspurn. Þjóðin vill IceGuys, það er bara svoleiðis,“ segir Máni, sem rifjar upp að hann hafi ekki haft neina trú á hugmyndinni að strákabandinu þegar Jón Jónsson heyrði í honum. „Ég var ekki alveg að kaupa það að þetta væri góð hugmynd, eða að allir yrðu til í þetta. Svo eru bara allir til í þetta. Ég held það sé bara hvað þessir gæjar eru skemmtilegir, fólk elskar að þeir taka sig ekki of alvarlega. Svo ertu með stærstu poppara landsins að hita upp fyrir þá: Aron Can, Friðrik Dór, Jón Jónsson og Herra Hnetusmjör. Að ógleymdum Rúrik,“ segir Máni hlæjandi.
Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið