„Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. september 2024 08:40 Hera situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er á Vísi. „Við vorum ekkert að taka eitt skref í einu, heldur bauð Ásgeir mér á árshátið Stöðvar 2 sem var okkar fyrsta deit enda var hann alveg staðráðinn í því frá fyrsta augnabliki að ég væri sú rétta,“ segir Hera Gísladóttir, heilsumarkþjálfi og stjörnuspekingur, um fyrsta stefnumót hennar og unnusta síns, Ásgeirs Kolbeinssonar, athafna- og fjölmiðlamanns. Hera og Ásgeir hafa verið saman í ellefu ár og eiga saman einn dreng. Þau reka fyrirtækið Orkugreining og halda úti vinsælu hlaðvarpi, Stjörnuspeki, ásamt stjörnuspekingnum Gunnlaugi Guðmundssyni. Þar hafa þau vakið athygli fyrir hispurslausar og skemmtilegar greiningar á lífsins málum út frá stjörnuspekinni. Þai segjast hafa ákveðin grunngildi sem par. Hera situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvað eruð þið búin að vera lengi saman? Við erum að fara inn í tólfta árið okkar saman. Hvernig kynntust þið? Við kynntumst þegar Ásgeir átti skemmtistaðinn AUSTUR og frænka mín sem vann þar fékk mig til að koma og taka eina vakt með sér. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Ásgeir á það skuldlaust. Fyrsti kossinn ykkar? Get ómögulega munað það en sá síðasti var allavega hérna heima í sófanum. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar? Ef ég ætti að svara fyrir síðustu ellefu ár myndi ég svara, upp og niður, fram og til baka og bara allskonar. Í dag myndi ég lýsa okkar þannig að við erum búin að ná að stilla saman seglin og báturinn er orðinn ansi stöðugur. Og þó það kæmi óveður höfum við verkfæri og getu að tækla það sem verður á vegi okkar. Við settum okkur gildi sem við vildum hafa ríkjandi fyrir okkar samband og byrjuðum að vinna út frá þeim. Hér eru grunngildin okkar: Við Ásgeir erum sterkari tvö en eitt. Það er ekkert sem heitir 50/50 heldur samvinna. Samtal skiptir öllu. Getan og þroski til þess að geta rætt saman. Skiptast á skoðunum og heyra hvað hinn aðilinn er í raun og veru að segja en ekki bara gefa sér hvað það er. Hlusta ferkar en að tala. Við erum með tvö eyru en bara einn munn. Við áttuðum okkur á því fyrir nokkrum árum að þegar pör rífast eiga þau það til að haga sér eins og það sé í keppni og reynir að vinna rifrildið. Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið. Þannig að rifrildi snýst ekki um að vinna heldur að skilja hvort annað og stækka sem heild. Hvað er rómantískt stefnumót fyrir þér? Ég myndi ekki telja mig rómantíska eins og í bíómyndum. Ég þarf engin rósablöð og fiðluleikara. Fremur myndi ég telja mig kærleiksríka. Svo svarið mitt er kannski meira að finna fyrir kærleik, vera séð, fá kúr og kósý í raun hvaða aðstæðum sem það er. En ef ég ætti að segja hvað rómantískt stefnumót væri, þá myndi nú ekki skemma fyrir að sitja ofan á handprjónuðu teppi með berjalyng allt um kring þar sem lyktin af grasi og berjum myndi svífa um í andrúmsloftinu. Útsýnið væri eins og málverk - fjallagarður og sólsetur. Fyrir framan okkur væri hitabrúsi með heimalöguðu tei við akkúrat rétt hitastig og lautarkarfa með dýrindis góðgæti sem fylltu hverja manneskju af þakklæti og ljóma. Ég meina, maður má alltaf láta sig dreyma, og þar sem ég veit að Ásgeir á eftir að lesa þetta, þá ætti mér að hafa tekist að planta þessu fræi inn hjá honum. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin? Vá þessi er erfið. Ég elska að horfa á B ástamyndir en þá er ég í algjöru einrúmi með eldhúsrúllu hjá mér. En ef ég ætti að velja uppáhalds ástarmynd sem væri gott að kúra yfir væri það P.S I Love You, Moulin Rouge, A Star Is Born, The Notebook, Notting Hill, The Fault in Our Stars eða Ghost....þær gætu mögulega verið fleiri en ég ætla að stoppa hér. Lagið okkar: I could be the one með Avicii er eitt af okkar lögum. Það var vinsælt þegar við vorum að byrja saman og er myndbandið líka eitthvað sem vekur mann til umhugsunar um að njóta dagsins í dag, því maður veit aldrei hvað gerist á morgun. Eigið þið sameiginlegt áhugamál? Við vinnum saman, eldum saman, förum í ræktina saman, förum út að ganga með hundinn saman og gerum í raun mjög margt saman. Einn daginn förum við líklega í golf saman sem mun þá teljast sameiginlegt áhugamál. Hvort ykkar eldar meira? Ég elda oftar heimilismatinn en þar sem við grillum rosalega oft þá er Ásgeir þar með meiraprófið og sér algjörlega um það. Hann grillar í raun allt sem hægt er að grilla, hvort sem það er kjöt eða grænmeti. Haldið þið uppá sambandsafmæli? Svona þegar við munum eftir því. En annars erum við rosa dugleg að halda uppá allskonar litla sigra í lífi okkar og skála fyrir þeim, hvort sem það er á mánudegi eða um helgi. Eruði rómantísk?Ásgeir er rómantískari en ég það er klárt mál. Hann var jú einu sinni með Rólegt og Rómantískt á FM957. Hvað var fyrsta gjöfin sem hann gaf þér? Man ekki hvað ég gaf Ásgeir fyrst en það er reyndar mjög skemmtileg saga hvað Ásgeir gaf mér fyrst í afmælisgjöf þegar við vorum búin að vera par í heilan mánuð. Þá fékk ég stjörnukort frá Gulla stjörnuspeking sem Ásgeir þekkti á þeim tíma en ég þekkti ekkert til hans. Ég las kortið af miklum áhuga og gluggaði svo í það reglulega enda algjör snilld. Það skemmtilega við þessa sögu er að núna 11 árum síðar vinnum við Ásgeir með Gulla og eigum við þrjú saman fyrirtækið Orkugreining sem allir sem vilja verða betri einstaklingar ættu að kynna sér. Kærastinn minn er: lýstu kærasta þínum í þremur orðum? Kærastinn minn er Ásgeir Kolbeinsson. Mér finnst illa að manni vegið að biðja um að lýsa þessu ofurmenni í þremur orðum en það sem kemur fyrst upp er, jafnaðargeð sem slær öll jafnaðargeði út. Góðmennskan hans Ásgeirs nær langt út fyrir öll almenn mörk og vill hann öllum vel, og þó hann lendi í mótlæti er jafnaðargeðið og góðmennskan það sterk í honum að hann mætir öllum með kærleik. Einstakur. Ég veit að allir segja líklega að makinn sinn sé einstakur en ég er að segja ykkur það að hann Ásgeir er einstök sál sem ég er svo lánsöm að deila lífinu með. Rómantískasti staður á landinu? Klárlega Ásbyrgi á fallegum degi. Þessi staður er töfrandi. Fyndnasta minning af ykkur saman? Þótt ég segi sjálf frá myndi ég lýsa sambandinu okkar sem mjög skemmtilegu sambandi. Ég myndi allavega alveg nenna að vera fluga á vegg og fylgjast með okkur. Það líður ekki sá dagur að við dettum ekki í hláturkast og oftast yfir hvort öðru. Þannig að við eigum margar fyndnar minningar saman. Ásgeiri finnst ekki þægilegt að lenda í vandræðilegum mómentum en ég lét hann alveg óvart upplifa eina slíka þegar við fórum einu sinni í bílalúgu. Ég var þá að lýsa því þegar maður gaf mér puttann og ullaði á mig þegar ég tók framúr honum á Sæbrautinni. Það hefur legið eitthvað illa á honum þann daginn. En ég er að gera þetta í framsætinu, þ.e.a.s. hallaði mér vel yfir Ásgeir rétti löngutök í átt að lúgunni, gretti mig, ullaði og steytti hnefann. Svo lít ég upp og þá er stelpa komin í lúguna sem gat í raun og veru ekki tekið þessu öðruvísi en að ég hafi verið að senda henni þessa kveðju. Ásgeir reyndi að afsaka þetta en stamaði og vissi í raun ekki hvað hann ætti að segja annað en þetta var ekki til þín....já okey hvers þá? Við vorum í öllu falli á því að það yrði 100 prósent eitthvað gert við matinn okkar. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Það sem þú vökvar VEX og undir titillinn væri: Taktu eftir því hvað þú ert að vökva því illgresi vex líka. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Við förum oft á hádegis deit helst á mánudögum, því greyið mánudagurinn hefur oft fengið svo mikinn skít á sig og verið kallaður ömulegasti dagur vikunar þannig við snúum honum oft uppí að verða einn besti dagur vikunnar. Síðan höfum við oft kósykvöld með Alex stráknum okkar þar sem við skerum grænmeti saman og horfum á þátt eða spilum. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Ég sé okkur vinna um heim allan í Orkugreiningunni umvafin fjölskyldunni okkar því samskiptin eru jú lykillinn af góðum samböndum. Hamingjusöm með meiri tíma til þess að gera það sem okkur dreymir um að gera í dag sem er að styrkja fólk í kringum okkur og fá fólk til að komast á hærri tíðni í lífinu. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Pössum okkur á daglegum leiða, það er ekkert sem heitir gerum þetta seinna. Það getur verið erfiðara að næra sambandið þegar pör eru loks búin í námi eða þegar börnin verða nógu stór heldur en að viðhalda sambandinu með samtali og reglulegum samverustundum. Þannig geta pör vaxið saman en ekki í sundur. Gera frekar fleiri og minni hluti saman, frekar en að vera alltaf að bíða eftir þessari einu réttu stund sem svo kemur kannski aldrei, því það er aldrei tími til þess að skipuleggja hana. Ást er er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við ástfangin pör á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Ást er á [email protected]. Ást er... Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skilaboðin Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál „Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Hera og Ásgeir hafa verið saman í ellefu ár og eiga saman einn dreng. Þau reka fyrirtækið Orkugreining og halda úti vinsælu hlaðvarpi, Stjörnuspeki, ásamt stjörnuspekingnum Gunnlaugi Guðmundssyni. Þar hafa þau vakið athygli fyrir hispurslausar og skemmtilegar greiningar á lífsins málum út frá stjörnuspekinni. Þai segjast hafa ákveðin grunngildi sem par. Hera situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvað eruð þið búin að vera lengi saman? Við erum að fara inn í tólfta árið okkar saman. Hvernig kynntust þið? Við kynntumst þegar Ásgeir átti skemmtistaðinn AUSTUR og frænka mín sem vann þar fékk mig til að koma og taka eina vakt með sér. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Ásgeir á það skuldlaust. Fyrsti kossinn ykkar? Get ómögulega munað það en sá síðasti var allavega hérna heima í sófanum. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar? Ef ég ætti að svara fyrir síðustu ellefu ár myndi ég svara, upp og niður, fram og til baka og bara allskonar. Í dag myndi ég lýsa okkar þannig að við erum búin að ná að stilla saman seglin og báturinn er orðinn ansi stöðugur. Og þó það kæmi óveður höfum við verkfæri og getu að tækla það sem verður á vegi okkar. Við settum okkur gildi sem við vildum hafa ríkjandi fyrir okkar samband og byrjuðum að vinna út frá þeim. Hér eru grunngildin okkar: Við Ásgeir erum sterkari tvö en eitt. Það er ekkert sem heitir 50/50 heldur samvinna. Samtal skiptir öllu. Getan og þroski til þess að geta rætt saman. Skiptast á skoðunum og heyra hvað hinn aðilinn er í raun og veru að segja en ekki bara gefa sér hvað það er. Hlusta ferkar en að tala. Við erum með tvö eyru en bara einn munn. Við áttuðum okkur á því fyrir nokkrum árum að þegar pör rífast eiga þau það til að haga sér eins og það sé í keppni og reynir að vinna rifrildið. Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið. Þannig að rifrildi snýst ekki um að vinna heldur að skilja hvort annað og stækka sem heild. Hvað er rómantískt stefnumót fyrir þér? Ég myndi ekki telja mig rómantíska eins og í bíómyndum. Ég þarf engin rósablöð og fiðluleikara. Fremur myndi ég telja mig kærleiksríka. Svo svarið mitt er kannski meira að finna fyrir kærleik, vera séð, fá kúr og kósý í raun hvaða aðstæðum sem það er. En ef ég ætti að segja hvað rómantískt stefnumót væri, þá myndi nú ekki skemma fyrir að sitja ofan á handprjónuðu teppi með berjalyng allt um kring þar sem lyktin af grasi og berjum myndi svífa um í andrúmsloftinu. Útsýnið væri eins og málverk - fjallagarður og sólsetur. Fyrir framan okkur væri hitabrúsi með heimalöguðu tei við akkúrat rétt hitastig og lautarkarfa með dýrindis góðgæti sem fylltu hverja manneskju af þakklæti og ljóma. Ég meina, maður má alltaf láta sig dreyma, og þar sem ég veit að Ásgeir á eftir að lesa þetta, þá ætti mér að hafa tekist að planta þessu fræi inn hjá honum. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin? Vá þessi er erfið. Ég elska að horfa á B ástamyndir en þá er ég í algjöru einrúmi með eldhúsrúllu hjá mér. En ef ég ætti að velja uppáhalds ástarmynd sem væri gott að kúra yfir væri það P.S I Love You, Moulin Rouge, A Star Is Born, The Notebook, Notting Hill, The Fault in Our Stars eða Ghost....þær gætu mögulega verið fleiri en ég ætla að stoppa hér. Lagið okkar: I could be the one með Avicii er eitt af okkar lögum. Það var vinsælt þegar við vorum að byrja saman og er myndbandið líka eitthvað sem vekur mann til umhugsunar um að njóta dagsins í dag, því maður veit aldrei hvað gerist á morgun. Eigið þið sameiginlegt áhugamál? Við vinnum saman, eldum saman, förum í ræktina saman, förum út að ganga með hundinn saman og gerum í raun mjög margt saman. Einn daginn förum við líklega í golf saman sem mun þá teljast sameiginlegt áhugamál. Hvort ykkar eldar meira? Ég elda oftar heimilismatinn en þar sem við grillum rosalega oft þá er Ásgeir þar með meiraprófið og sér algjörlega um það. Hann grillar í raun allt sem hægt er að grilla, hvort sem það er kjöt eða grænmeti. Haldið þið uppá sambandsafmæli? Svona þegar við munum eftir því. En annars erum við rosa dugleg að halda uppá allskonar litla sigra í lífi okkar og skála fyrir þeim, hvort sem það er á mánudegi eða um helgi. Eruði rómantísk?Ásgeir er rómantískari en ég það er klárt mál. Hann var jú einu sinni með Rólegt og Rómantískt á FM957. Hvað var fyrsta gjöfin sem hann gaf þér? Man ekki hvað ég gaf Ásgeir fyrst en það er reyndar mjög skemmtileg saga hvað Ásgeir gaf mér fyrst í afmælisgjöf þegar við vorum búin að vera par í heilan mánuð. Þá fékk ég stjörnukort frá Gulla stjörnuspeking sem Ásgeir þekkti á þeim tíma en ég þekkti ekkert til hans. Ég las kortið af miklum áhuga og gluggaði svo í það reglulega enda algjör snilld. Það skemmtilega við þessa sögu er að núna 11 árum síðar vinnum við Ásgeir með Gulla og eigum við þrjú saman fyrirtækið Orkugreining sem allir sem vilja verða betri einstaklingar ættu að kynna sér. Kærastinn minn er: lýstu kærasta þínum í þremur orðum? Kærastinn minn er Ásgeir Kolbeinsson. Mér finnst illa að manni vegið að biðja um að lýsa þessu ofurmenni í þremur orðum en það sem kemur fyrst upp er, jafnaðargeð sem slær öll jafnaðargeði út. Góðmennskan hans Ásgeirs nær langt út fyrir öll almenn mörk og vill hann öllum vel, og þó hann lendi í mótlæti er jafnaðargeðið og góðmennskan það sterk í honum að hann mætir öllum með kærleik. Einstakur. Ég veit að allir segja líklega að makinn sinn sé einstakur en ég er að segja ykkur það að hann Ásgeir er einstök sál sem ég er svo lánsöm að deila lífinu með. Rómantískasti staður á landinu? Klárlega Ásbyrgi á fallegum degi. Þessi staður er töfrandi. Fyndnasta minning af ykkur saman? Þótt ég segi sjálf frá myndi ég lýsa sambandinu okkar sem mjög skemmtilegu sambandi. Ég myndi allavega alveg nenna að vera fluga á vegg og fylgjast með okkur. Það líður ekki sá dagur að við dettum ekki í hláturkast og oftast yfir hvort öðru. Þannig að við eigum margar fyndnar minningar saman. Ásgeiri finnst ekki þægilegt að lenda í vandræðilegum mómentum en ég lét hann alveg óvart upplifa eina slíka þegar við fórum einu sinni í bílalúgu. Ég var þá að lýsa því þegar maður gaf mér puttann og ullaði á mig þegar ég tók framúr honum á Sæbrautinni. Það hefur legið eitthvað illa á honum þann daginn. En ég er að gera þetta í framsætinu, þ.e.a.s. hallaði mér vel yfir Ásgeir rétti löngutök í átt að lúgunni, gretti mig, ullaði og steytti hnefann. Svo lít ég upp og þá er stelpa komin í lúguna sem gat í raun og veru ekki tekið þessu öðruvísi en að ég hafi verið að senda henni þessa kveðju. Ásgeir reyndi að afsaka þetta en stamaði og vissi í raun ekki hvað hann ætti að segja annað en þetta var ekki til þín....já okey hvers þá? Við vorum í öllu falli á því að það yrði 100 prósent eitthvað gert við matinn okkar. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Það sem þú vökvar VEX og undir titillinn væri: Taktu eftir því hvað þú ert að vökva því illgresi vex líka. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Við förum oft á hádegis deit helst á mánudögum, því greyið mánudagurinn hefur oft fengið svo mikinn skít á sig og verið kallaður ömulegasti dagur vikunar þannig við snúum honum oft uppí að verða einn besti dagur vikunnar. Síðan höfum við oft kósykvöld með Alex stráknum okkar þar sem við skerum grænmeti saman og horfum á þátt eða spilum. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Ég sé okkur vinna um heim allan í Orkugreiningunni umvafin fjölskyldunni okkar því samskiptin eru jú lykillinn af góðum samböndum. Hamingjusöm með meiri tíma til þess að gera það sem okkur dreymir um að gera í dag sem er að styrkja fólk í kringum okkur og fá fólk til að komast á hærri tíðni í lífinu. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Pössum okkur á daglegum leiða, það er ekkert sem heitir gerum þetta seinna. Það getur verið erfiðara að næra sambandið þegar pör eru loks búin í námi eða þegar börnin verða nógu stór heldur en að viðhalda sambandinu með samtali og reglulegum samverustundum. Þannig geta pör vaxið saman en ekki í sundur. Gera frekar fleiri og minni hluti saman, frekar en að vera alltaf að bíða eftir þessari einu réttu stund sem svo kemur kannski aldrei, því það er aldrei tími til þess að skipuleggja hana. Ást er er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við ástfangin pör á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Ást er á [email protected].
Ást er... Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skilaboðin Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál „Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira